Speglaborð – DIY…

…eins og þið kannski munið þá frá risíbúðinni hennar Elfu, þá tók ég borð úr Rúmfó og breytti á ofureinfaldan máta. Þið getið smella hér til þess að skoða fleiri myndir úr íbúðinni – smella!

…borðið sjálf er mjög fallegt og stílhreint, í raun bara risastórt bakkaborð.
Randerup – stærð 75cm – smella hér

…en þar sem ég var að vinna með svartan sófa, og dásamlega glugga í risinu þá var ég alveg með það á heilanum að setja fallega spegil ofan á, til þess að ná endurspeglun og meiri glamúr, þá kom þessi hérna dásemdar gyllti spegill sterkur inn!
Stortland spegill – gylltur!

…spegillinn smellpassar ekki ofan í, en með því að setja smá þykkingu í botninn á bakkanum (ég notaði bara þrjár bækur) og það má nota hvað sem er sem er ca 1,5-2cm á þykkt. Ótrúlega einfalt, þegar maður finnur réttu þykktina…

…persónulega er ég að elska hvernig þetta kemur út. Einfalt en fallegt…

…og færir borðið alveg upp á næsta level! Húrra 🙂

Svona getur þetta verðið einfalt, örlítið Rúmfó hack í boði SkreytumHús-þáttanna, og þið getið smella hér, til þess að horfa á þennan fyrsta þátt um risíbúðina!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *