Útsölupælingar…

…rétt eins og víða þá er útsala í gangi í Rúmfó þessa dagana. Mig langaði að týna saman vörur sem ég hef notað eða er spennt fyrir, og eru á útsölu og deila þeim með ykkur…

//samstarf

Fyrstan langaði mig að sýna ykkur Lunderskov borðstofustólinn, en hann er alveg hreint geggjað fallegur og svo dásamlega þægilegur:
Lunderskov borðstofustóll – smella hér

…notaði hann í þætti af Skreytum Hús sem þið getið skoðað hér – smella!

Ég notaði Ulsturp stólinn einmitt hérna hjá Einstökum börnum og hann kemur svo vel út, og er hreint draumur að sitja í:
Ulstrup borðstofustóll – smella hér

Smella til að skoða póst með rýminu hjá Einstökum börnum!

Sama borðið er ekki til núna en þið getið fundið mjög svipuð hérna:
Sandby borðstofuborð – smella hér


Skovlunde borðstofuborð – smella hér

Ein af mínum eftirlætismublum, þar sem mér finnst hann koma alls staðar vel út – stílhreinn og flottur:
Virum glerskápur – smella hér

Finnst líka alltaf fallegt að setja þá 2-3 saman!

Falleg skrifborð sem er hægt að nota sem snyrtiborð líka eru alltaf snilld og Tamholt kemur alveg einstaklega fallega út:
Tamholt skrifborð – smella hér

Ég er með þetta skrifborð hérna heima í herbergi dótturinnar og hef notað það víða, kemur alltaf vel út…

Isla stólarnir eru nýjir, ég hef reyndar ekki notað þá enn en finnst þeir alveg hreint geggjað fallegir…
Ilsa borðstofustólar – smella hér

Saltvig línan er í þremur stærðum og mér finnst hún alveg hreint æðisleg. Stílhrein og falleg og passar við svo margt. Þetta er líka svo fallegur eikarlitur á henni, alls ekki neinn appelsínugulur undirtónn…
Saltvig skenkur og skápur – smella hér

Arnborg finnst mér ofsalega fallegur stóll, bæði sem borðstofustóll og svo líka bara svona einn og sér:
Arnborg borðstofustóll – smella hér

Vesterborg borðstofuborð – smella hér


Egelev skenkurinn kemur bæði svartur og natur. Mjög svo hrifin af honum, einfaldur en samt svo endalaust flottur:
Egelev skenkur – smella hér

Þessi dásamlegi litur á Vasbystólunum er uppáhalds. Svo eru þeir líka sérlega stílhreinir og flottur:
Vasby borðstofustóll – smella hér

Ég notaði þá einmitt hérna í borðstofunni hjá Bigga löggu – smella hér!

Þessi er nýr inn en mér finnst hann alveg ferlega flottur, stílhreinn og smart:
Lido tungusófi – smella hér

Hægindastólar sem eru ekkert of fyrirferðamiklir eru snilld, því þeir eru svo flottir t.d. í unglingaherbergin:
HUNDESTED hægindastóll – smella hér

Bangsaáklæðið er í miklu uppáhaldi hjá mér…

Vintereg rúmteppi er mitt uppáhalds, en það er svona offwhite að lit, með grá/brúnum röndum. Stærðin á því er 240x260cm sem er mjög góð stærð fyrir hjónarúm. Svona létt rúmteppi eru algjör snilld, þau taka lítið pláss og auðveld í geymslu.
VINTEREG rúmteppi – smella hér 

Auðvelt að skella þeim á rúmið og svo fara þau vel með sængurnar, því að ef þið eruð með dúnsængur þá eru þyngri teppin oft að kremja þær niður og þjappa saman dúninn…

Myggblom teppið er 220×240. Rúmið okkar er 180cm að breidd þannig að þetta eru 30 cm niður hvoru megin. Almennt þá myndi ég vilja hafa meira, en þar sem þetta er svona ekta loðið kózý teppi – sem ég myndi bara vilja hafa svona óreglulegt ofan á sænginni. Þá er þetta að duga fínt!
MYGGBLOM rúmteppi  – smella hér

En þetta væri líka fullkomið fyrir minni rúmin, og held að þetta gæti verið hvetjandi fyrir unglinga og krakka á þeirra rúm til að búa um, því það er svo notalegt að liggja ofan á þessu…

Lomvi potturinn er svo töff, inni eða úti. Ég fékk mér svona í fyrra og hann stóð úti í allan vetur án þess að ryðga og er enn svo fínn, mjög ánægð með það.
LOMVI blómapottur – smella hér

Smá svona uppáhalds vasi og blómapottur:
VILBERT vasi – smella hér
STEFAN blómapottur í hengi – smella hér

Þessi ljós eru svo falleg, sérstaklega eru skuggarnir af þeim að gera mikið:
KARLSSON loftljós – smella hér

Sérstaklega töff að setja þau svona tvö saman…

Ef þið hafið pláss þá verð ég að mæla með Gjern enn og aftur, en þessi stóll er grínlaust einhver sá þægilegasti í heimi:
GJERN körfustóll – smella hér

Við erum með hann á pallinum hérna á sumrin, og ég er í alvarlegum pælingum um hvort að við ættum að kaupa annan þar sem það er nánast slegist um hann. Svo á veturnar þá er stóllinn inni í herbergi dótturinnar…

Við erum búin að vera með Svendborg geymsluboxið í ein 3-4 ár hérna á pallinum og mér finnst það snilld. Það heldur mikið af pullum og öllu þurru og fínu. Ég geymi ekkert tau í þessu yfir vetrartímann, þá fer það upp á háaloft – en boxið stendur úti árið um kring og ég geymi luktir og potta og annað smálegt í því.
SVENDBORG geymslubox – smella hér

Vona að þið hafið haft gaman að þessari samantekt, og ef þið viljið skoða útsöluna almennt – smellið hér!
Vona að þið eigið yndislega helgi framundan í þessu dásamlega veðri ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *