Studio Vast…

…mig langar að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreifa með ykkur því sem mér þykir fallegt.

Ég er ferlega spennt að kynna ykkur fyrir StudioVast.is. Ég tók fyrst eftir StudioVast.is á Facebook og heillaðist alveg af þessum fallegu vörum…

…ég er svo skotin í þessu – hugsið ykkur þegar að umbúðirnar eru í raun svo fallegar að maður vill varla opna…

…en þegar maður lætur slag standa, þá er þetta held ég bara eitt fallegasta dagatalakertið sem ég hef séð…

…hún er svo falleg þessi skrift og bara þessi útfærsla…

…ég er í það minnsta kolfallin…

Um StudioVast:

Studio Vast er skapandi hönnunarhús staðsett á Akureyri í eigu grafíska hönnuðarins Vaivu Straukaité. Hún vinnur með einstaklingum og fyrirtækjum allsstaðar á landinu og veitir persónulega þjónustu á sviði almennar grafískar hönnunar. Sköpunarástríða Vaivu fyrir utan grafíska hönnun er skrift og leturgerðir. Hún sérhæfir sig í nútímalega listritun/Modern Calligraphy sem nýtist henni vel í ýmsum hönnunarverkefnum. Einnig skrifar hún á skilti og glugga fyrir veitingarstaði, tekur að sér listritunnarþjónustu fyrir viðburði eins og fermingar, brúðkaup, útskriftir, skírn, afmæli eða hvaða tilefni sem er. Hjá Studio Vast einnig hægt er að versla tækifæriskort, sérmerkt kerti, dagatalskerti, gjafapappír, taupoka sem eru hannaðir og framleiddir á Akureyri og í Reykjavík.

…mér finnst þetta eiginlega bara vera hin fullkomna gjöf til þess að færa einhverjum í byrjun desember. Þarf ekkert að pakka inn – hugsanlega bara setja smá slaufu með…

…svo er það þessi dásemdar pappír. En það eru þrjár arki í pakka, ein í hverjum lit…

…pappírinn er ekki bara fallegur: Til þín frá mér, heldur er hann líka umhverfisvænn sem er eitthvað sem allir ættu að spá í …

…eins er hún með alls konar falleg tækifæriskort…

…auk þess sem er hægt að fá hana til þess að skrautskrifa eftir beiðni, eða gera gestabækur og bara það sem þér dettur í hug…

…ég fékk t.d. þá flugu í höfuðið að mig langaði svo í texta tengdann jólunum í ramma inn í stofu…

…eftir smá spjall við hana Vaivu þá ákváðum við að gera Ó helga nótt, og það sem ég er skotin í þessu…

…ég vona eiginlega bara að hún fari að gera meira af plagötum og öðrum slíku

Um helgina er síðan Jóla pop-up markaður í Laugardalnum, og þessar dásamlegu vörur verða hérna fyrir sunnan, og ég hvet ykkur eindregið ða fara og skoða. Frábært að geta stutt við einstaklinga sem eru að gera sína hönnun, svona líka fallega!

Smellið hér til þess að skoða Jóla Pop-up viðburðinn!

Smellið hér til þess að fylgja StudioVast á Facebook!

3 comments for “Studio Vast…

  1. 30.11.2019 at 08:23

    Hahah ég ætlaði einmitt ekki að tíma að opna kertið mitt, þvílíkur klassi og fegurð í öllu hjá henni Vaivu! Gjafapappírinn verður sko jólapappírinn hér í ár, með slaufu og greniskrauti. Ekkert smá gaman að farið sé að framleiða umhverfisvænan gjafapappír hér á Akureyri og það með prentun á þessari líka fallegu handskrifuðu kveðju <3

  2. Anonymous
    04.12.2019 at 21:39

    Hvar fást þessar vörur á höfuðborgarsvæðinu ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *