ByLovisa skartgripir…

…mig langar að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreifa með ykkur því sem mér þykir fallegt.

Næst í röðinni er ByLovisa skartgripir!
Smella hér til þess að skoða á Facebook
og hér fyrir Instagram.

Mér finnst ótrúlega gaman að geta bent ykkur á hana Lovísu, gullsmið, en hún er að gera svo dásamlega skartgripi. Ég var búin að sjá margt eftir hana á Instagram, sérstaklega tók ég eftir Fiskifléttunni hennar – sem er draumur! og svo auðvitað fallegu stafa- og stjörnumerkjamenunum…

…hér sjáið þið Fiskifléttuna í svörtu og í silfri, og ég væri reyndar til í að eiga báðar týpurnar…

…það er líka svo gaman að fara og skoða þetta, en Lovísa er með ótrúlega fallega verslun/verkstæði í bílskúrnum heima hjá sér. Svo eru þessir munir á mjög sanngjörnu verði – þannig að ég veit í það minnsta hvert ég fer til þess að kaupa skart í jólapakka…

…hálsmen með Faðir vorinu, einstaklega fallegt…

Hér er texti tekinn af síðunni hennar Lovísu:
Lovísa Halldórsdóttir Olesen gullsmiður er “by lovisa jewellery” Hún er fagmaður fram í fingurgóma, leggur metnað í vandaða smíði og fallegt handbragð fær að njóta sín.
Lovísa er hugfangin af hversdagsleikanum og dregur fram ýmsar myndir og form þaðan.
Lovísa lærði í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 2007 og Meistaraskólanum 2008

Mynd fengin af síðu ByLovisa.com

…svo fallegt að vera með svona lítið Stafamen og stjörnumerkjamen saman…

Mynd fengin af síðu ByLovisa.com

…sjálf var ég svo lánsöm að Lovísa sendi mér skilaboð í sumar, og bauð mér að koma í heimsókn því hana langaði að gefa mér skart. Ég var hreint orðlaus en þáði þetta rausnarlega boð og ég get sagt ykkur að ég hef ekki tekið af mér stjörnumerkjahálsmenið mitt síðan. Það er hægt að snúa því á tvo vegu sem mér þykir líka einstaklega flott. Svo fékk ég líka dásamlegu Fiskifléttuna í gulli, en ég hef notað hana svona meira spari – enda er hún þvílík gersemi…

…ég vil taka það fram að þó að ég hafi fengið þessi men að gjöf, þá fylgdu því engir skilmálar um að auglýsa eða neitt slíkt. Ég er bara svo ánægð með mitt skart, að mér fannst hreint kjörið að segja ykkur frá Lovísu, þessum hæfileikaríka gullsmið, og þarna fáið þið tækifæri til þess að versla “beint frá bóndanum” og það er nú eitthvað sniðugt! Alveg fullkomið fyrir einhverja sem þér þykir vænt um, hvort sem það er vinkona, dóttir, mamma, tengdamamma eða bara hver sem er ♥

Það er líka ný lína væntanleg frá henni í næstu viku og af myndunum að dæma þá er ég mjög spennt að sjá!

Mynd fengin af síðu ByLovisa.com

Lovísa er staðsett á Garðaflöt 25, í Garðabæ, og það er opið hjá henni á þriðju- og fimmtudögum á milli kl.14-18. Það er líka hægt að skoða hjá henni á netinu ByLovisa.com og hún sendir meira að mér skilst frítt ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “ByLovisa skartgripir…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *