Kósýprjón.is…

…mig langar að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreifa með ykkur því sem mér þykir fallegt.

Fyrst í röðinni er Kósýprjón!
Smella hér til þess að skoða á Facebook
og hér fyrir Instagram.

Texti fenginn af síðu Kósýprjón:

Kósýprjón er vefverslun sem bíður viðskiptavinum sínum upp á að versla tilbúin teppi, púða, mottur og fleira fallegt fyrir heimilið úr merino ull. Hver vara er handprjónuð og því hver og ein vara einstök. En það sem þær eiga sameiginlegt er hvað þær eru mjúkar og hlýjar!

Við seljum líka ullina sjálfa í tæpum 5kg hnyklum. Þannig getur þú handprjónað það sem hugann girnist.

Við bjóðum upp á uppskriftir, leiðbeiningarmyndbönd hvernig á að prjóna úr „Chunky“ merino ull. Hvernig á að meðhöndla ullina áður en við vinnum úr henni ásamt almennri ráðgjöf til viðskiptavina okkar.

Við hjá Kósýprjón erum stolt af því að vera fyrst á Íslandi með svokallaða „Chunky“ merino ull og að geta selt hana beint til viðskiptavina og það á Evrópuverði! En kílóverðið á okkar ull er með því lægsta sem sést á Íslandi á ull.

Merino ull vex á merino kindum. Hún er þynnri og miiiklu mýkri en venjuleg ull. Merino ull stingur ekki!

Við fáum þessa fallegu evrópsku merino ull frá birgja í Evrópu en hann fær ullina beint frá bónda og er mjög umhugað um uppruna ullarinnar og að allt sé sem umhverfisvænast.

…ég tók þessar myndir á Haustmarkaðinum, en púðarnir eru hrein dásemd, og þessir litir alveg yndislegir…

…skemmtilegt að nota ullina líka í svona föndur/óróa…

…og kransarnir, þeir eru æðislegir!

…dásamlega fallegir inn í jólin…

…hversu falleg eru svo þessi hunda eða kisubæli

…svo finnast mér stóru teppin alveg geggjuð! Þvílík fegurð ♥

Mynd fengin af Instagram-síðu Kósýprjón

Kósýprjón er ekki bara að selja þessar fallegu vörur, heldur er líka hægt að sækja hjá þeim námskeið til þess að gera sjálfur, auk þess sem þau eru með flottar leiðbeiningar fyrir flest á heimasíðunni: sjá hér!

Vörurnar er hægt að skoða í vefverslun Kósýprjón og svo er hægt að sjá púða og teppi í Litlu Hönnunarbúðinni við Strandgötu 19 í Hafnarfirði.
https://litlahonnunarbudin.is

Ég hvet ykkur hiklaust til þess að kynna ykkur málið, að skoða þessar fallegu einstöku vörur og að styðja líka við bakið á litlu fyrirtækjum sem eru að koma svona skemmtilegum nýjungum á markaðinn!
Myndi halda að hér væri komin fullkomin gjöf fyrir þann sem allt á, að gefa ullina til þess að gefa sjálfur gert eitthvað svona kósý og fallegt.
Hlakka til að halda áfram að fylgjast með Kósýprjón.is ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *