Ég fann þær!

…ég elska þegar að ég finn eitthvað sem gerir mig alveg spennta. Í þessum pósti eru þannig servéttur. Ég varð svo spennt þegar ég sá þær að ég varð að fá líka fyrir tengdó og sagði vinkonum mínum frá í hvelli – þá er eitthvað skemmtilegt að gerast! Í þetta sinn var heildsalan Lindsay sem lét útbúa fyrir sig servéttur með íslenskum texta – sem eru mér að skapi, og þær eru svo dásamlega fallegar. Hvítar með fallegum grænum krans, og bara pörfekt!

Ég hef undanfarin ár unnið með Heildversluninni Lindsay og held því áfram, og þessar fallegu servéttur og kerti frá þeim sem ég sýni ykkur í dag fást Krónunni og í Fjarðakaup. Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.

…en byrjum á dagatalakertunum, þessi hérna finnst mér alltaf jafn falleg…

…örlitlar greinar, fínlegar og fallegar og litlir englar…

…og mér finnst þetta vera að koma sérlega fallega út hjá krukkuborginni minni…

…kertin eru hreint yndisleg…

…og fyrir áhugasama, þá er ísbjarnastjakinn frá Finnsdottir, og fæst t.d. í Hrím…

…en fyrir þá sem kjósa meiri einfaldleika en básúnuenglana, þá koma þessi hérna sterk inn…

…mér fannst þessi vera sérlega flott og líka bara glæsileg í einfaldleika sínum…

…fallegir tölustafir og svo bara smá fjaðrir í gylltu og grænu…

…og 24 er auðvitað stæðst…

…einfaldlega lofit, og fannst það koma svo vel út svona á svörtum stjaka með bara smá greni með…

…þessi kerti eru svo í stíl við fyrsta dagatalakertið, með greinunum og litlum englum – og til í gylltu og silfur…

…alveg hreint dásamleg…

…og enn meira þegar kveikt er á…

…ég stóðst svo ekki mátið að fara út í þetta dásamlega fallega frostveður og mynda smá…

…ævintýralega fallegt…

…þessar hérna servéttur eru líka sérlega glaðlegar og passa vel við frostið sem er úti núna…

…og gaman að því að bakhliðin er aðeins öðruvísi…

…og þessar eru líka ferlega skemmtilegar, og glaðlegar, og svona líka sætt kerti til í stíl…

…svo eru það þessi hérna aðventukerti, ég hef nú gert ýmislegt með þessa kertatýpu í gegnum árin, en núna – þá verður skálað!

…ég tók sem sé kampavínsglös foreldra minna, þessi með 24kt gyllingunni (er mér sagt) og gróft matarsalt – fullkomin blanda…

…saltið er nefnilega mjög gott í botninn, þegar maður vill hafa stöðugt fyrir kerti. Trébakki var síðan það sem þurfti…

…smá greni, nokkrir könglar og sería og við höfum aðventuskreytingu…

…frekar huggó að mínu mati bara…

…og í raun getur þetta bara alls ekki verið einfaldara…

…saltið er líka fínn “snjór”…

…svo voru það eftirlætis servétturnar mínar – þær áttu sér hátíðarborð skilið…

…ég vildi bara einfaldleika, og setti nokkur hvít hús á borðið og slatta af gervisnjó í kring…

…svo var það bara kúpull yfir, sprauta á hann vatni og snjór ofan á líka…

…svartir kertastjakar í ýmsum hæðum, og frá ýmsum áttum, auk þess sem hnífapörin og einn diskurinn var hafður svartur…

…en stjarnan var þessi hér – og ef ég man rétt þá er servéttupakkinn á rétt um 500kr…

…og ég verð að viðurkenna ég var bara mjög skotin í þessu…

…allt svona hvítt…

…smá svart og grófir könglarnir með…

…svo ákvað ég að prufa meira…

…og setti fallegar hvítar með silfurlaufum og rauðum berjum…

…mjög fallegar, og svona mildar…

…en hjartað vill það sem hjartað vill…

…ég ákvað að prufa líka að taka í burtu efri diskana, og nota bara ljósa diska með…

…og mér líkaði það enn betur – meiri svona einfaldleiki. Takið svo eftir að undir öðrum könglinum er batterýspakkinn af litlu seríunni sem er á borðinu…

…en þá er það bara klappað og klárt – hér er kominn jólaservéttan mín í ár!

…Molinn sáttur og sammála, aðstoðarhundur á hliðarlínunni…

…vona að þetta veiti ykkur einhverjar hugmyndir og færi ykkur nær því sem ykkur dreymir um til þess að skreyta jólaborðið ykkar. Sjálf hef ég ótrúlega gaman að raða á borð og búa til stemmingu sem mér þykir henta tilefninu. Þetta er líka eitthvað sem maður á bara að leika sér með og njóta!

Servétturnar og kertin fást eins og áður sagði í Krónunnni og í Fjarðarkaupum! Vona að þið njótið helgarinnar, og á morgun – fyrsti í aðventu ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Ég fann þær!

  1. Kristín Hafsteinsdóttir
    30.11.2019 at 12:00

    OMG hvað þetta er fallegt hjá þér 😍 Elska þessa pósta hjá þér sem veita manni svona innblástur 😀❤

    • Anonymous
      30.11.2019 at 12:02

      P.s. Ég sá svona svört hnífapör í H&M Home um daginn…. svona ef einhver vill stela þessari hugmynd complett 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *