Myrkstore.is

…ég hef gaman af því að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreifa með ykkur því sem mér þykir fallegt.

Í dag langar mér að sýna ykkur Myrkstore.is, en þetta er frekar ný netverslun sem Tanja, dóttir vinkonu minnar var að opna.

ATH – afsláttarkóði í lok póstsins!

Ég var búin að fylgjast með Myrk Store um nokkurt skeið en vissi hreinlega ekki um tengslin fyrr en nú um helgina, en hún Tanja kom og færði mér nokkur dásamleg strá, sem ég fékk að velja sjálf.
Þannig að stráin voru gjöf!

….það eru mjög fallegar vörur þarna, og ég var sérstaklega hrifin af hnífapörunum, ofsalega falleg! Þessi gylltu með svarta myndu svo sannarlega poppa upp hvaða borðhald sem er…

…en yfir í mál málanna í dag, en það eru dásamlegu pampas stráin sem eru svo falleg í vasa. Þau eru ansi há, alveg um 150cm, en það er auðveld að stytta þau eftir hentugleika…

…svo er vert að nefna að það er frí heimsending núna á meðan samkomubanni stendur, þannig að það er um að gera að nýta það…

…en sjáið bara hversu falleg ♥

…þessi týpa heita Náttúruleg Stór, og mér þykir þau alveg geggjuð…

…svo er náttúrulega kosturinn að þetta stendur að eilífu amen…

…í eldhúsinu er ég síðan með hvítu stráin – athugið að þessi mynd var tekin um kvöld, og þau virka aðeins gulari þarna…

…og þau er líka geggjuð!

…hér eru þau hvað raunsönnust, og eru svo sannarlega falleg!

…hérna sjáið þið týpurnar tvær sem ég er með, hvítu í eldhúsinu en náttúrulegu í stofunni…

Ég get núna boðið ykkur upp á afsláttarkóða sem gildir fram til 17.júní og veitir ykkur 15% afslátt af pöntuninni ykkar. Þið skrifið einfaldlega inn kóðann: SkreytumHús
Hægt er að velja um að sækja pantanir frítt í Reykjanesbæ eða í Garðabæ.

…Ég hvet ykkur hiklaust til þess að kynna ykkur málið, að skoða þessar fallegu einstöku vörur og að styðja líka við bakið á litlu fyrirtækjum sem eru að koma svona skemmtilegum vörum á markaðinn!
Myndi halda að hér væri komin fullkomin gjöf fyrir þann sem allt á, og það eiga næstum allir tóma vasa sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga að setja í.

Smellið hér til þess að skoða Myrk Store!
Smellið hér til þess að skoða á Facebook!

Hlakka til að halda áfram að fylgjast með Myrk Store

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *