Dýrindis dagar…

…þvílíkur og annar eins lúxus sem leikur við okkur á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Ég er veðurguðunum sérlega þakklát fyrir smá uppbót fyrir seinasta sumarið og kann þeim mínar bestu þakkir fyrir – amen og allt það!

Að vísu er frekar svalt, svona þegar maður er ekki í skjóli, en engu að síður. Bjart, þurrt, sól, blár himinn og allt er að verða eins grænt og í aldingarðinum Eden. Það er meira segja svo gott að í heila 5 daga var ég ekki búin að taka pullurnar inn úr sófunum á nóttinni, var ég búin að segja AMEN!

…það er alltaf gaman að sjá muninn á sófasettinu, fyrir og eftir pullur og punt. Það er alltaf þetta litla sem gefur þessu karakter…

…ég geymi pullurnar og slíkt uppi á háalofti yfir veturinn og fékk mér þessar töskur í Rúmfó í fyrra. Tvær svona taka allar pullurnar úr sófanum og langflesta púðana, auk þess sem hengirúmið er þarna í líka. Þvílík snilld…

…ekki að ástæðulausu að þetta eru kallaðir “líkpokarnir” á milli okkar hjóna, þvílík stærð á þessu…

…og já – hæ ég heiti Soffia og þjáist af háalvarlegu púðablæti…

…enda eru púðarnir svo nauðsynlegir til þess að gera kózý og gefa lit…

…fölbleikar pullur á bekkinn…

…og dásamlegar luktir notaðar sem vasar…

…geggjað hjólabarborð frá Rúmfó, og þarna er bambusstiginn og teppinn að gera svo mikið…

…gamli þreytti bekkurinn okkar með smá kózýstemmingu…

…gamlar gólfpullur eru líka snilld úti við – auka sæti og notalegheit…

…en það sem gerir nú langmest fyrir pallinn, er þessi blessaði blái himinn og fluffí hvítu ský…

…og talandi um það sem er fallegt, þá er hér Molasyrpa sem ég bara stóðst ekki…

…en hann hefur einstakt lag á að stilla sér upp…

…fallegasti Molinn minn…

…hlær framan í sólina…

…og nýtur þess að sóla sig

…dásamleg byrjun á sumri!

…sem þýðir líka að hver dagur er að enda á yndislegu sólarlagi – þvílík gleði með þetta allt saman! Njótið dagsins elsku bestu

  • Upplýsingar:
  • Sófasett er 2ja ára frá Rúmfó og heitir Fjellerup
  • Borð og stólar eru líka frá Rúmfatalagerinum
  • Litur á dekki er Smágrá pallaolía frá Slippfélaginu
  • Litur á veggjum er Húmgrá hálfþekjandi viðarvörn frá Slippfélaginu
  • Borð, stólar og bekkur er líka frá Rúmfó, 2ja ára gamalt

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *