Stofa – fyrir og eftir…

…það er svo endalaust gaman að vinna að verkefnum sem enda með svona góðri útkomu. En ég var að vinna að íbúð sem þurfti að fá smá ást og alúð, og eigandinn vildi breyta mikið til og gera plássið að sínu…

…gólfefnin voru mjög dóminerandi, og virkaði í raun bara dimmt þarna inni og lágt til lofts – eins er vert að benda á að það voru flutningar í gangi þegar að þessar fyrir myndir voru teknar…

…eigandinn ákvað bara breyta því sem ég teldi að þyrfti að breyta og úr varð að við ákváðum að skipta um gólfefni, að heilmála alla íbúðina, filma hurðarnar og setja nýja gólflista.

Munurinn við að fá litinn á veggina, auk þess að fá fallegt parket gerði alveg hreint ótrúlega mikið. Veggirnir eru málaðir í Kózýgráa litinum mínum frá Slippfélaginu, og parketið og listar eru frá Agli Árnasyni. Parketið heitir City Oak Plank

…en eins og áður sagði þá fannst mér möst að breyta hurðunum líka, því að rauðbrúni liturinn tók alveg völdin…

…eigandinn talaði því við Hönnun og Skart (smella hér) og fékk þau til þess að fara í verkið…

…athugið að allar þessar myndir af hurðunum eru skjáskot af snappinu hjá Hönnun og skart…

…en munurinn var feiknamikill – þær urðu alveg eins og nýjar…

…þá erum við komin að því sem mér finnst skemmtilegast – raða inn. Strax í byrjun sendi ég eigandanum Moodboard fyrir rýmið – það er enginn sófi, skenkur eða málverk þarna inni, þar sem hann átti það fyrir…

…og þrátt fyrir að þetta hafi ekki haldist að öllu leyti, þá held ég að þið sjáið nokkurn veginn sýnina sem ég var með á þetta…

..og svo er það útkoman – rifjum upp fyrir…

…og eftir – frá sama sjónarhorni…

…fyrir…

…og eftir…

…fyrir…

…og eftir…

…ég veit ekki með ykkur – en ég er svo ánægð með hvernig þetta kom út og elska þegar ég sé hlutina úr hausnum á mér verða að veruleika fyrir framan augun á mér!

…alveg frá byrjun var ég ákveðin í að hafa tvær hillur þarna á bakvið. Það hefði líka verið hægt að vera með hillu og t.d. skáp, en þar sem vantaði ekki geymsluplássið fyrir stell eða neitt slíkt – þá var þetta upplagt til þess að gefa rýminu bara hellings karakter og stíl…

…það sést líka vel á þessari mynd hvað það er mikið rými þarna á milli sófa og hillu. Ef sófinn hefði verið settur alveg upp við vegg, þá hefði verið svo langt í sjónvarpið og það hefði ekki verið þægilegt. Svona er hægt að skipta rýmum upp á einfaldan máta, og það er líka bara svo gaman að fá svona gott veggpláss til þess að leika sér með og skreyta…

…og að mínu mati kemur þetta vel út, og svo er líka auðvelt að breyta til eftir hentugleika…

…liturinn kemur svo dásamleg út á veggjunum og er, já bara svo kózý. Hann tekur utan um mann og í raun fyllir líka rýmið á svo skemmtilegan máta…

…svo tókum við fjóra brúna stóla og tvo gráa, og því er hægt að leika sér með þetta. Að vera með alla brúna við borðið eða svona, tvo og tvo. Það er alltaf gaman að setja svona upp þannig að hægt er að snúa þessu á ýmsa vegu…

…en drottningin er svo sannarlega þetta dásemdarljós sem er alveg hreint gordjöss…

…sófinn var þarna áður, og verður áfram í einhvern tíma, en eina húsgagnið sem “varð” að vera áfram var skenkurinn hans afa. Hann fékk því nýtt hlutverk og sófaborðin voru keypt með það í huga að komplimenta skenkinum…

…ekki eins, en þó svona smá tenging í lit…

…og lítil hliðarborð og stigi í eikinni líka…

  • Hillur – Tekk/Habitat
  • Borðstofustólar – Tekk/Hapitat
  • Borðstofuborð – Ikea
  • Ljósakróna – Camelia.is
  • Stigi og smáborð – Rúmfatalagerinn
  • Motta – Ikea
  • Hægindastóll – Ikea
  • Sófaborð – Línan
  • Gardínur og brautir – Vogue

…ég ætla að setja inn annan póst með fleiri myndum, beinum hlekkjum og ýmsum tipsum. Ég vona að það eigi eftir að koma sér vel!
Þessu er að sjálfsögðu deilt með leyfi húsráðanda, og kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir ♥

Vona að þið eigið yndislega langa helgi og njótið þess að vera í góða veðrinu!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. 

6 comments for “Stofa – fyrir og eftir…

  1. Silla
    08.06.2019 at 09:18

    Geggjað

  2. Anonymous
    08.06.2019 at 18:09

    Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera svona íbúð huggulega, breytingarnar eru hreint út sagt æðislegar. Hurðarnar eru snilld, gólfið, liturinn og ljósið gordjöss, uppáhaldið er þó hillurnar 😍
    Vel gert (“,)

  3. kdk
    09.06.2019 at 14:03

    Geggjað flott og vá hvað þarf stundum “lítið til” þarf svo að breyta til heima hjá mér og er alveg hugmyndasnauð!! þarf að fá þig í málið!!

  4. Hrönn
    16.06.2019 at 10:42

    Vá hvað þetta er mikil breyting 😍 mjög fallegt hjá þér

  5. Birgitta Guðjónsd
    24.07.2019 at 19:10

    Virkilega smekklegt og fallegt….gaman að sjá og fá hugmyndir..takk,takk…

  6. Guđbjörg Valdís
    08.09.2019 at 16:31

    Geggjađ 😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *