Allt í einum poka…

…handhægt og þægilegt! Núna um helgina er Rúmfó með “Big blue bag”-daga. En þetta snýst um það að fá stóra, fjölnota innkaupapokann frá Rúmfó, skella honum ofan í innkaupakerru og fylla hann af því sem þig langar mest í. Allt sem þú kemur fyrir í einum poka, og getur haldið á honum, færðu með 20% afslætti – snilld!

Ég ákvað því að fara og fylla einn poka, svona af því sem var að heilla – og ég deili því hér með ykkur. Gefur ykkur kannski smá hugmyndir og muna – raða vel, og þá komið þið endalaust ofan í 😉

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn, er allar hugmyndir og vörur eru valdar af mér einni.

…og eins og sést vel hér, þá er sko hægt að koma ýmsu í einn svona poka – eiginlega bara heilum helling…

…diskamotturnar eru búnar að vera á óskalista hjá mér lengi, en ég á svona í gráu og mér þykja þær svo fallegar. Svona bastmottur eru alveg tímalausar og því fannst mér kjörið að skella þeim með…

Smella hér til þess að skoða diskamotturnar!

…svo finnst mér alltaf gaman að finna fallega nytjahluti, og þessar tuskur og eldhúsburstinn fannst mér svo kjút. Sérstaklega þar sem ég á einmitt litla kústinn og fægiskófluna fyrir. Ekki spyrja mig hvers vegna þetta þarf að vera í stíl, við því er ekkert svar nema bara af því bara 🙂

…svo var það gangurinn okkar, mig langaði að færa hann í aðeins nýjan búning! Svona gefa smá uppfærslu fyrir haustið..

Fyrir breytingu – og eftir að allt var tæmt…

…og svo eftir smá svona tilfæringar…

…eins og sést þá langaði mig bara að einfalda þetta allt. Ná í kózý fílinginn með púðunum og teppi og svo bara blóm með…

…ég notaði gyllta “sturtuhillu” til þess að skella gerviblómunum ofan í, einföld leið til þess að breyta til…

…sá síðan á heimasíðu Rúmfó að hillan er líka til tvöföld og hefði verið til í að skoða það betur…

…en mér líka vel þessi samsetning á púðum og teppi, ásamt mottunni – þetta er haustlegur kózýfílingur að mínu mati…

…ég er búin að eiga lengi þennan lampa frá Rúmfó og verð að mæla með honum, hann er líka svo flottur til þess að skella innan í luktir eða vasa…

…en ég plataði eiginmanninn til þess að taka loftljósið sem ég fékk og skipta úr loftafestingunni fyrir bara almenna kló…

…og setti ljósakúpulinn á ganginn, einfaldlega bara í festingu af blómapotti sem ég er búin að eiga lengi (langar reyndar að finna einfaldari úrfærslu)…

…þessi spegill er líka nýr og mér fannst hann svo flottur…

…er alveg að elska hann svona sem bakka á borðið…

…hér er síðan listi yfir það sem ég valdi, og að vanda er hægt að smella á hlekkina til þess að skoða á heimasíðu Rúmfó:

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *