Íshúsið í Hafnarfirði…

…en þar er alveg ótrúlega skemmtileg starfssemi sem er vel þess virði að kynna sér. En þarna fer fram samstarf skapandi hönnuða, iðn- og listamanna. Íshúsið er á Strandgötu 90 í Hafnarfirðinum. Um daginn var opið hús og ég fór og skoðaði, tók í leiðinni nokkrar myndir. Sá síðan að í dag er aftur opið hús í tilefni Sjómannadags, frá kl 13-17, og ég mæli svo sannarlega með að þið kíkið við!

Mynd fengin að láni af Facebook-síðu Íshússins!

Ég er enn að hugsa um ýmsa hluti sem ég sá þarna seinast 🙂

Geggjuð veski og fleira frá Ísafold – íslenskri hönnun – smella hér fyrir Facebook, virkilega flott. Svo voru mjög flott verk frá Gunnari Júl Art – smella hér fyrir Facebook.

…flottir fuglarnir hans skornir út úr tré…

Gola (www.gola.is) er með svo æðisleg eggjaplagöt – og svo margt fleira inni á heimasíðunni. Himneska herskara (www.himneskirherskarar.is) þekkja síðan flestir, og þessir ísbirnir eru dásemd…

…snillingurinn hún Bergrún Íris – smella hér fyrir Facebook, sem er ein hæfileikaríkasta myndlistakona/rithöfundur sem ég veit um, er með aðstöðu þarna. Myndirnar hennar og barnabækurnar eru eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara…

…loftbelgjamyndirnar hennar eru líka einhver fallegast sængur- eða fæðingargjöf sem ég veit, nú eða bara afmælisgjöf 🙂

…það er líka svo ótrúlega skemmtilegt að fá tækifæri til þess að spjalla við allt þetta flotta listafólk og fá að versla beint af þeim…

Jóhanna Hauks, leirlistamaður – smella hér fyrir Facebook, er að gera þessi undursamlegu hreiður. Þau eru falleg á borði, en líka dásamleg á vegg. Mér fannst þau alveg æðisleg…

…ég verð að viðurkenna að ég man því miður ekki nafnið á þessum listamanni, en þetta fannst mér ótrúlega töff…

…en Dagný Gylfadóttir, eða Day New – smella hér fyrir facebook, heillaði mig alveg upp úr skónum með vösunum sínum. Þeir eru æðis, ýmist eins og lítil fjöll eða hreinlega þessir gullslegnu pasteldraumar…

…ég var alveg ákveðin í að fá mér svona en gat hreinlega ekki valið á milli…

…svo eru það luktirnar hennar Emblu, smella hér fyrir Facebook, en þær er svo gordjöss. Ég var búin að dáðst lengi að myndum af þeim á netinu og varð ekki fyrir vonbrigðum með að sjá þau með eigin augum…

…töff hlutir frá Elínu Guðmundsdóttur…

…það er bara þannig, að sjón er sögu ríkari og ég held að þetta sé fullkomið á Sjómannadegi að kíkja við þarna og dáðst að fegurð og sköpunnargáfu þessara listamanna, sem ég náði því miður ekki að telja alla upp!

Njótið dagsins! ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *