Lagt á borð…

…með fallega nýja “Joanna Gaines”-stellinu mínu 🙂 Eins og búið var að lofa.
Ég sýndi ykkur diskana mína og skálarnar um daginn, ásamt hnífapörum, diskamottum og meððí (sjá hér)

…eins og áður sagði þá fengust hnífapörin í Rúmfó, en ég sé þau ekki lengur á heimasíðunni þeirra. Þau voru reyndar komin á útsölu og spurning hvort að þau hafi klárast…

…í stað þess að nota servéttur, þá notaði ég bara svona viskustykki (líka Rúmfó), en mér fannst það koma ferlega vel út…

…svo er það náttúrulega líka sniðug leið til þess að vera umhverfisvænni og svo er hægt að nýta bara hin ýmsu efni í servéttur – pæling…

…síðan finnst mér alltaf gaman að reyna að sýna ykkur ferlið, eða pælingarnar á bakvið hvað ég vel og hvers vegna. Hér valdi ég diskamottur frá Rúmfó, sem mér fannst passa fullkomlega með diskunum. Þær eru ljósgráar og bara smellpössuðu (sjá hér)

…en svo til samanburðar þá langaði mig að sýna ykkur dekkri týpuna. Þið sjáið það kannski hér, svona hlið við hlið, hvað þær hefðu verið alltof “krefjandi” við diskana. Það hefði verið of mikið að gerast og ekki náð að skapa svona ró – í það minnsta í mínum huga…

…en ég er allaf að reyna að ró í því sem ég geri. Kann ekki að útskýra það betur, en þetta er ákveðin tilfinning sem ég reyni að kalla fram – hvort sem ég raða í herbergi, hillu nú eða legg á borð…

…ég er líka enn svo skotin í borðinu okkar að ég kann vel að meta að það fái að njóta sín svona. Að viðurinn sjáist vel…

…svartir stjakar og hvít kerti finnst mér ofsalega fallegt og stílhreint kombó…

…og ég tók bara tvær Eucalyptusgreinar úr Ikea og lagði þær á móti hvor annarri, til þess að gera “borðskreytingu” þarna hjá kertunum…

…stjakarnir á borðinu eru frá Blómaval (ennþá til), og svo er nýju Stoff stjakarnir mínir með – en þeir fást t.d. í Casa og í Líf og list…

…svo fékk ég þessa geggjuðu tréskál í Rúmfó, en mér finnst hún æði. Passlega rustic að utan…

…en glansandi hvít að innan – luv it…

…og það er líka diskur/bakki með sem sést hérna á borðinu. Kannan er gömul frá Ikea, og Mjólk/sykur-karið er úr Blómaval…

…og af því að ég veit að ég fæ spurningar, þá er þetta dásamlegi tertudiskurinn minn frá Target – úr línunni hennar Joanna Gaines…

…þannig að núna eruð þið búin að sjá þetta allt saman, fram og til baka…

…ég set inn aftur upptalninguna úr fyrri póstinum – en reyndar virðast sumir hlutirnir sem voru á útsölu vera farnir úr:

…ég fékk mér skálarnar í stíl við diskana, eins og þið sáuð…

…en tók líka tvær (af átta) með þessu stjörnu/blómamynstri. Fannst gaman að brjóta þetta aðeins upp og eiga öðruvísi með fyrir sósur og annað slíkt…

…og ég setti þær bara svona til skrauts á skápinn minn, svona þangað til…

…ég fékk líka spurningar um hversu marga diska ég fengi mér, og ég tók 8 stk. En við erum fjögur í fjölskyldunni og svona almennt þá eru kannski 2-3 gestir. Þannig að þetta fannst mér alveg nóg…

…þetta var því pósturinn í dag! Vona að þið eigið yndislegan dag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!

3 comments for “Lagt á borð…

  1. Margrét Helga
    31.01.2019 at 08:37

    Svo fínt og fallegt 🙂

  2. sigríður Þórhallsdóttir
    31.01.2019 at 12:34

    Æðislegt 🙂

  3. Anna Braga
    02.08.2023 at 15:10

    Love it! 🤩

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *