Innblástur…

…ég hef alltaf gaman að því að skoða myndir af hinum og þessum húsgögnum, og oftast nær er ég farin að raða þeim saman í huganum um leið og ég sé þau!

Ég var að skoða nýjar vörur hjá Rúmfó og sá svo margt sem mér þótti flott, þannig að ég ákvað að týna það saman og deila með ykkur. Þessi póstur er unninn algjörlega að mínu frumkvæði, en Rúmfatalagerinn er þó með auglýsingu hér á síðunni.

Borðstofan:
New York borðstofuborð: mér finnst þetta borðstofuborð geggjað flott, það er líka frábær stærð á því 100x210cm og svo er hægt að kaupa tvær stækkunarplötur sem eru 45cm hvor. Lappirnar eru líka þannig að það er hægt að sitja við það allan hringinn – snilld.


Það eru nokkrir stólar þarna sem mér fannst ótrúlega fallegir, en allir eru þeir svona mjúkir og kózý. Þeir sem eru þarna eru:
Dybvad ljósgrár/svartur – smella
Arthur dökkgrár/svartur – smella

Nysted dökkgrár/svartur – smella
Lambjerg grár – smella

Skápurinn er líka nýr og þið vitið að ég er skotin í þessum. Hann er nánast stærri bróðir skápsins míns, þessa sem er í eldhúsinu. Skápurinn heitir Ry og er svartur, og ég er mjög skotin í þessum “gull” húnum sem eru á honum og því að hann er hvítmálaður að innan. Ég meina það sko, þetta er bara minn skápur 🙂

Ég setti líka lampa með þarna, því að hann er svona gylltur að innan – og ég sé hann alveg fyrir mér þarna ofan á skenkinum – Spot lampi. En svo er líka til standlampi sem er eins.

Svefnherbergi
Svo voru smá pælingar sem gætu virkað til þess að flíkka upp á svefnherbergið. En ég er rosa hrifin af því að vera með svona litlar kommóður sem náttborð, þar sem það er mikil geymsla oft í þeim.
Oplev-kommóðan er falleg og létt yfir henni þar sem hún er með háa fætur. Svo setti ég Halby-kommóðuna, sem er líka með háa fætur og er mjög stílhrein.

Svo fyrir þá sem vilja eitthvað léttara, þá eru lítil hliðarborð og bakkaborð bara sniðug sem náttborð. Hér eru Balling-bakkaborð og Haarby-marmaraborð.

Ég er með Spot lampana þarna líka, bæði borðlampa og standlampa – sjá hér. Gætu verið mjög flottir á náttborð. Ein er Pendel-loftljósið létt og fallegt og kæmi vel út hangandi við hliðina á rúmi.

PENDEL loftljós

Ég setti síðan Marstal-hringspegil þarna, því að mér finnst æðislegt að koma spegli inn í rými þar sem það er hægt. Spegill getur verið eins og annar gluggi, ef hann rétt staðsettur og það birtir til og léttir til með speglum.

Forstofa
Eftir forstofupóstinn í gær, þá er ekki úr vegi að sýna nokkra bekki og annað slíkt sem gæti verið fallegt og nytsamlegt í forstofu. Bekkirnir gætu auðvitað nýst í svefnherbergi, eða bara hvar sem er líka.

Þeir sem hér sjást eru Aalborg-bekkur, sem er mjög svona stílhreinn og mínímalískur. Svo er það Rude-bekkurinn sem grófur og rustic, mjög töff. Ég setti líka með Langesund-ruggustól en mér finnst hann mjög smart, bara svona almennt.

Ég vildi líka endilega setja með þessar tvær skógrindur sem þarna eru. Mér finsnt þær óvenju huggulegar útlits, sem hressir alltaf við pjattrófuna sem innra með mér býr. Skóhilla með tveimur grindum, skóhilla með fjórum hillum.

Baðherbergi
Að lokum er það baðherbergið. Þetta er rými sem er ekki auðvelt að breyta mikið í. Oftast er það flísalagt og það er ekki hoppað að því að skipta svoleiðis út. Þannig að það sem við getum gert er að leika okkur með litlu hlutina.

Til að mynda að skipta út spegli er hrein snilld. Að setja t.d. fallegar stóran hringspegil getur gjörbreytt rými – Marstal spegill.

Svo eru það auðvitað alltaf handklæði, þannig er hægt að koma með nýja og spennandi liti inn í baðherbergið. Svo vil ég benda ykkur á snilld, en það eru svona ANTISLIP-renndur til þess að líma ofan í baðkarið, sem gerir það stammt og minni hætta á að renna og detta. Þær sjást nánast ekkert en gera hellings gagn, það finnst mér frábært.

ANTISLIP í baðið hvítt 6 í pakka

Solsidan geymslukörfurnar eru ferlega sætar, og svo eru þær líka svo fallegar á litin. Vena-handklæðin eru súper falleg, svo töff og stílhrein, og væru ekkert smá falleg á baðinu á Vandsted-bambusstiganum.

Alster-gullhilla er snilld til þess að hengja inn í sturtuna. En hún er líka svo falleg að ég sé hana fyrir mér á fleiri stöðum, t.d. bara í svefnherbergi fyrir bækur.

ALSTER hilla 12x27 cm málmur

Svo fyrir ykkur sem eruð í Terazzo ástarævintýri, þá er hægt að fá sápuskammtara, tannburstaglas og klósettbursta.

Svo væri það Hallstavik-baðmottan sem myndi setja punktinn yfir i-ið.

2 comments for “Innblástur…

  1. Margrét Helga
    29.01.2019 at 08:52

    Svo margt fallegt…svo lítið pláss 😀

  2. Anna Braga
    29.01.2019 at 09:13

    Geggjað! Og svo gaman að sjá hvað Rúmfatalagerinn hefur breyst og vaxið til hins betra síðustu ár 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *