Innblástur…

…eins og þið munið kannski, þá fór ég til Boston í lok nóv. Ég nældi mér í eitt og annað í Target-inu góða, sérstaklega í línunni hennar Joanna Gaines (Fixer Upper drottningu). Eeeeeen eins og alltaf þegar maður er í útlöndum, á er sumt sem er erfitt að bera á milli landa, og eins fagurt og mér þótti leirtau-ið þá fannst mér þetta fullþungt í millilandaflutninga.

Hér er sem sé það sem var að heilla…

Mynd fengin af heimasíðu Target.com

…svo þegar ég fór að skoða hérna heima, þá fann ég eitt og annað og týndi saman…

…og eftir búðarleiðangur, þá var útkoman þessi:

…ekki eins, en ansi svipuð útkoma og ég er ansi hreint sátt! Húrra ♥

…þetta sýnir kannski líka að það er oft hægt að nota bara innblástursmyndir og að gera svipaða útkomu, og fá sömu hughrifin…

…nú ætla ég að leggja á borð – og það verður annar póstur!
Hvernig líst ykkur annars á?

…svo vona ég bara að þið eigið yndislega helgi og að veðrið verði svona dásamlegt eins og það var í gær – knús! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Innblástur…

  1. Tinna
    26.01.2019 at 18:14

    Er búin að vera að leita mér að kökudiskum, þvílík heppni að þú fannst þetta fyrir mig 😉

  2. Berglind
    12.03.2019 at 09:15

    Æði hef einmitt verið að leita eftir þessu takk 🙂 En hvaðan eru glösin þín ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.03.2019 at 15:57

      Takktakk – glösin voru keypt í Rekstarvörum fyrir jólin!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *