Inn í haustið…

…ég er búin að vera að koma mér í haustgírinn af miklum móð hérna heima. Er búin að vera að endurraða og í raun bara njóta þess að koma mér inn í þennan árstíma. Ég held að það sé almennt bara mikilvægt að finna það góða í hverjum árstíma eins og hann er, og þegar haustið kemur – kveikjum á kertum, finnum kózýteppin og bara njóta…

…stundum er það skemmtilegt að setja sér markmið, eins og t.d. að það “megi ekki” setja sömu hlutina á sama stað og þeir voru áður. Þannig að stjakarnir mínir fallegu frá Myrkstore.is fengu nýjan dvalarstað…

…það breytist nefnilega allt saman við að færa það á annan stað…

…þetta var fyrsta uppröðunin á veggnum, en hún átti eftir að breytast…

…og hér er t.d. ekki búið að raða á borðið, isssss þetta þarf ekki að gerast á einum degi sko…

….þarf ekki að vera reddí til þess að njóta. Ég er t.d. mikið í því að kveikja á kertum um leið og ég klára eitthvað svæði…

…hér er svo stofan að verða komin í rétt horf, skipti út stóra málverkinu frá pabba sem breytti auðvitað mjög miklu…

…Molinn skilur ekkert í þessu veseni á mér…

…þessi strá finnst mér passa best inn á haustinn, það er eitthvað við stráin sem minnir á haustið og uppskerutíma…

…svo prufaði ég að taka í burtu neðri hilluna, svona bara til að prufa…

…blómvendirnir sem ég sýndi ykkur um daginn eru farnir að þorna örlítið…

…og þessir geggjuðu stjakar eru á tilboði núna í Húsgagnahöllinni, ásamt svona svörtum diskum…

Stjakar-smella
Holger diskar-smella

…já og það er líka afsláttur af kertastjökunum í Myrkstore.is yfir helgina…

Kertastjakar – smella

…og eins er þessi fallegi svarti vasi með doppunum á tilboði…

Muubs vasi-smella

…ákvað síðan að einfalda vegginn meira, og setti upp myndir…

…og bækur, elska að nota bækurnar…

…breytti líka við skápinn og prufaði að setja upp Morsdag diskana…

…er ekki enn alveg sannfærð 🙂

…kveikt á kertum, sem er svo mikill hluti af haustinu…

…vona að þið eigið ljúfan og yndislegan sunnudag í vændum ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *