Hækkandi sól…

…ef það er eitt sem ég kann að meta um þessar mundir, þá er það hækkandi sólin…

…það voru nokkrar vikur sem mér fannst hreinlega ekki birta til hérna heima allan daginn. Þannig að ég kann að meta vetrarsólskinið sem við erum að fá að njóta þessa dagana…

…sólin sem breytir öllu hérna, baðar í geislum sínum og skilar öðru af sér í skugga og nýjum myndum…

…dásamlegir sólstafir, sem minna mann svo sannarlega á að gluggaþvottar sé þörf…

…og það er ekki bara ég sem kann að meta sólskinið – Molinn okkar sækir í að sitja í sólinni líka…

…hann er bara fyndinn sko – vill vera í spot-light-i ef hann getur…

…og auk sólarinnar þá höfum við núna snjóinn með, dásamlegt bara…

…þetta er líka bara spurning um að njóta litlu hlutanna…

…knús til ykkar allra ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Hækkandi sól…

  1. Birgitta Guðjons
    03.02.2019 at 09:01

    Við deilum greinilega sameiginlegu áhugamáli þ.e.a.s með lengingu birtu tímans sem skilar sér hratt og ákveðið þessa dagana.Njóttu sunnudagsins, ávallt athyglisverðar og fallegar myndir. Takk.

  2. Margrét Helga
    03.02.2019 at 20:18

    Yndislegar myndir ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *