Sumarfrí 2018 pt. 1…

…og af stað fórum við – á 17.júní síðastliðnum og spennan var í hámarki……fáir spennntari þó en þessi tvö…
…og flogið beint í sólina…
…fengum dásamlegt herbergi…
…og morgunin eftir var þetta útsýnið sem við vöknuðum við…
…við leigðum hús, ásamt vinum okkar, í smábænum Jalon/Xalo, sem er ca 20 mín frá Calpe.  Við flugum sem sé til Alicante og leigðum þar bílaleigubíl sem við vorum með allan tímann. Það tekur um það bil 1,5 tíma að keyra frá flugvellinum alla leið að húsinu “okkar”.
…húsið leigðum við í gegnum síðuna HomeAway.com, rétt eins og í Alicante í fyrra (sjá hér) og í Florída 2016 (sjá hér).  Við erum ótrúlega hrifin af því að vera svona útaf fyrir okkur, sérstaklega með krakkana – þannig að allir geti verið bara nokkuð frjálslegir og haft það sem best.
…húsið okkar heitir Casa Gusta (sjá hér) og (hér líka), og við vorum mjög ánægð með húsið.  Það var eitt hjónaherbergi á efstu hæðinni með sér baðherbergi.  Á aðalhæðinni vor eitt hjónaherbergi og tvo herbergi með tveimur rúmum, og svo á neðstu hæðinni var í raun sér íbúð, með litlu eldhúsi, hjónaherbergi og svo var svefnsófi í stofunni.  Þetta hentaði okkur vel, við vorum 9 manns – fjögur fullorðin og fimm börn…
…og það sem skipti mestu máli, það var stór og flott laug með og þægileg útisvæði.  Hægt að sitja í skugga og njóta þess að finna hlýjan andvarann, þannig að ekki hægt að kvarta yfir neinu…
…almenn kózýheit við laugina…
…og bærinn var dásamlega sjarmerandi!  Þetta er ekki ferðamannabær, heldur bara svona lítill og kózý bær, með fínni búð til að versla í matinn og nokkrum veitingastöðum…
…örlítil aðalgata og heillandi litlar búðir…
…nokkrar litlar antíkverslanir…
…og svo bara þessi dásamlega spænska stemming…
…í síðari pósti þá sýni ég ykkur frá stórkostlegum antíkmarkaði sem er hjá þeim á laugardögum, og þá er þetta svæði allt undirlagt – og svo mikið meira…
…við vorum í það minnsta heilluð af litla bænum okkar…
…hjúin til 24 ára…
…og alls staðar er eitthvað skemmtilegt að skoða og upplifa…
…allur þessi gróður, og bara sólin – dásamlega sólin…
…flotti krakkahópurinn…
…og jemundur minn hvað þetta er ljúft líf…
…sitja og lesa…
…eða bara leika í lauginni…
…”not too shabby for Rachel!”…
…og svona til þess að sýna ykkur hvað við vorum mikið “úti í sveit” – þá er þetta gatan frá húsinu okkar…
…en mig langar auðvitað að sýna ykkur mikið meira, þannig að þetta er bara fyrsti pósturinn af nokkrum…
…♥…
…og enn meiri fegurð að kvöldlagi.
Viljið þið ekki örugglega sjá meira?

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *