Ferming framundan…

…hvort sem ég trúi því eða ei, þá er víst ferming framundan hjá frumburðinum. Magnað hvað þessi tími æðir alltaf áfram, hvort sem maður leyfir það eða ekki.

www.skreytumhus.is20

Unga stúlkan mín hefur ákveðið að fermast og því er ekki seinna vænna en að fara í það að skipuleggja allt í þaula. Lok mars er tíminn, og það eru bara 2 mánuðir þangað til.

www.skreytumhus.is11

Ég er búin að spjalla mikið við fermingarbarnið og ræða það hvort að henni sé sama þó að ég segi frá og sýni hérna inni, sem og á snappinu og Instagram, og hún er alveg til í að deila þessu með ykkur öllum. Þannig að ekki láta ykkur bregða þó að við verðum í fermingarham næstu vikurnar.

Þegar ferming (eða stórveisla) er framundan þá eru það ákveðnir hlutir sem þarf að skipuleggja í tíma. Fyrst og fremst er það gestalistinn, því að fjöldi gesta getur skipt sköpum þegar ákveðið er húsnæðið.

Þannig að ég ætla að telja upp hérna þá hluti sem við erum að spá í:

  • Veislan
  • Gestalisti (við gerðum tvo, einn sem var með öllum hugsanlegum gestum – og annan með færri gestum) – þægilegt þegar er verið að spá í stærð salar og öðrum kostnaði.
  • Húsnæði – ef veislan er haldin í heimahúsi þá er þetta ekki vandamál, en ef á að leiga sal þá þarf að gera þetta með góðum fyrirvara – helst árið á undan.
  • Veitingar – heimagert eða aðkeypt?
  • Skreytingar/þema – kaupa/nýta
  • Gestabók
  • Sérstakt fermingarkerti?
  • Servéttur
  • Aukreitis í veislu – td Photobooth
  • Fermingarbarnið:
  • Fatnaður/skór/skart
  • Greiðsla – ef farið er á stofu þarf að panta þetta með góðum fyrirvara
  • Sálmabók/hanskar
  • Fjölskyldan:
  • Fatnaður/skór
  • Klipping
  • Myndataka
    Mikilvægt er að hugsa líka út í myndatökuna í tíma, en það er hreint ómetanlegt að eiga góðar myndir frá svona tímamótum. Eins mæli ég með því að öll fjölskyldan sé með á einhverjum myndunum, því að maður getur aldrei átt of margar famelímyndir, ekki satt? Við ætlum t.d. að vera með ömmur og afa á einhverjum myndum, sem mér finnst yndislegt.

www.skreytumhus.is.is-056

Þannig að ég ætla að deila með ykkur ýmsum pælingum og hugmyndum varðandi fermingar á næstu vikum. Bæði það sem við ætlum að gera og líka bara annað sem mér dettur í hug og finnst vera sniðug. Mig langar að hvetja ykkur örlítið út fyrir kassann og fá ykkur til þess að skoða vel það sem þið eigið heima fyrir – sjálf er ég að fara að nota að mestu hluti sem eru til fyrir hérna heima. En auðvitað ætla ég að sýna ykkur sitthvað annað sniðugt og skemmtilegt líka.

Eins og venjulega geri ég svona moodboard, og þetta er það sem við erum að vinna með fyrir veislu dömunnar, en það verður svona vintage þema í gangi í bland við blóm og bara almenna fegurð. Við ætlum ekki að festa okkur neinum einum lit, heldur bara að vera með blöndu af fallegum blómum og grænu með, einhverjar blöðrur og svo myndir af fermingarbarninu. En förum nánar í það fljótlega…

Ég ætla svo að deila með ykkur sér pósti um salinn sem varð fyrir valinu, en ég er svo spennt að nota hann. Við vorum búin að leita lengi og loksins fannst sá “eini rétti” Húrra! Dásamlegt að finna sal sem var svo fallegur að það þarf lítið að skreyta – meira bara njóta!

Smella hér til þess að skoða póst um HÁS-salinn – smella!


Núna um helgina eru síðan alls konar fermingarsýningar í gangi, og það er um að gera að skoða og fá innblástur ef slíkt vantar. Eins er fjöldinn allur af póstum hérna inni sem þið getið skoðað með því að smella hér – FERMING!

Ég sýndi líka póst núna um daginn þar sem ég skreytti vasa – sem er alveg kjörið fyrir matarborðið í fermingarveislunni og þið getið skoðað það með því að smella hér – Fallegt í vasa.

Munið líka að það er auðvelt að skera niður í kostnaði með svo margt – það er engin “þörf” á að vera með nammibarinn, merktu servéttunar og svo margt af þessu sem “allir eru með” þannig að njótið þess bara að gera þetta eins og hentar ykkur best!

Notið kassa, box, luktir eða bara vasa fyrir kortin – auðveld lausn!
Það má kaupa límstafi og festa á ef maður vill…

Það er auðvelt að skreyta kertið sjálfur, það þarf ekki að merkja alla hluti með nafni fermingarbarnsins – fólk hlýtur að geta munað hver er að fermast án þess að það standi á öllu 😉

Það þarf oft alls ekki mikið af blómum til þess að gera fallegt í vasa…

Eins að nota háa vasa…

…við fengum mömmu og pabba til þess að gefa krökkunum okkar sálmabækur á skírnardaginn þeirra, sem eru þá merktar nú þegar – og ég ætla bara að láta bæta við fermingardeginum fyrir neðan. Þetta finnst mér líka fallegt og skemmtilegt – að sálmabókin fylgi barninu í gegnum lífið!

Þá vitið þið það – “fermingarallskonar” að fara að gerast og við ætlum í gegnum þetta saman! Vona að þið eigið yndislega helgi 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *