Innlit í Maison du Monde…

…en búðin er staðsett í m.a. í Alicante, en er líka í Frakklandi og á fleiri stöðum.  Þetta er ein af uppáhalds búðunum mínum, svo ótrúlega margt fallegt í henni.
Maison du Monde á netinu…það eru auðvitað takmörk á því hvað er hægt að taka með sér heim, en þó er svo ansi margt sem er hægt að pota ofan í töskur.  Svo er maður alltaf með handfarangurinn fyrir það brothætta, ahhhhhhhhh það er hægt að redda þessu öllu…
…sjáið bara hnettina, og ljósin og púðaverin og…
…þetta er alveg endalaust fallegt að mínu mati…
…ohhh allar þessar krukkur…
…reyndar hefði ég svo gjarna viljað þennan gyllta risa skemil eða stofuborð – en það var víst ekki pláss fyrir svoleiðis, ekki einu sinni í handfarangri…
…svo fallegir hengipottar…
…og ég er með varanlega veikleika fyrir fallegum öskjum og boxum…
…þarna fást alveg ofsalega fallegir draumafangarar…
…æðislegar glerkrukkur…
…og eldhúsdeildin er alveg draumur…
…glerkrukkurnar með trélokinu eru æðis…
…og svo mikið af fallegum bollasettum í fallegum litasamsetningum…
…það er líka skemmtilegt hvað það eru margir ólíkir stílar þarna inni, þannig að maður finnur alltaf eitthvað sem heillar…
…þvílíkt töff…
…ofboðslega mikið af fallegum skiltum og myndum þarna inni…
…geggjað hjónaherbergi…
…krítartafla sem ég hefði sko heldur betur fílað í strákaherbergið…
…og þessir lampar æði!
…ég var alveg veik fyrir þessum krukkum…
…og diskar og skálar í stíl……einn sætasti bolli sem ég hef séð ♥
…dásamlegir dúkar…
…eins og ég sagði, alls konar stílar…
…svo mikið af fallegum púðum…
…en eitt af því sem mig langaði hvað mest í var þetta borð, gullfætur og marmaraplötur – geggjað flott…
…og ég veit ekki hvort að þið trúið þessari staðfestu, en ég skildi hreindýrið og bambann eftir í búðinni! *klappa sjálfri mér á bakið*
…ég ætla að gera sérpóst þar sem ég sýni ykkur það sem ég á úr búðinni…
…en í það minnsta…
…ef þið hafið tök á að kíkja í þessa búð – þá mæli ég svo sannarlega með því!
Ef ekki, þá skuluð þið kíkja á síðuna þeirra hér:
Maison Du Monde
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Innlit í Maison du Monde…

  1. Gurrý
    11.07.2018 at 08:33

    OMG þetta er svakaleg búð, mjög slæmt fyrir ananas sjúku konuna. Allt svo fallegt þarna 🙂

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    18.07.2018 at 23:59

    Þetta er svakalega flott búð 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *