Dásamlegt hús í Alicante…

…þegar við fórum til Florída í fyrra (sjá hér), þá leigðum við frábært hús í gegnum síðu sem heitir Homeaway.com.  Þetta er mjög þægileg leið til þess að finna sér hús sem henta þér og þínum, á réttum stað, og með öllu því helsta sem þú kýst að hafa.  Í ár lá leið okkar til Spánar, og við skoðuðum heilan helling af húsum en festum okkur loks hús sem er ca 15 mínútur frá Alicante.

Eigandi hússins er frönsk-/spænskættuð, og talaði ekki mikla ensku.  Við notuðum því bara Google Translate, til þess að skrifa henni bréf og kom það ekki að sök. Gott tips þegar þú notar google translate: skrifaðu bréfið á ensku, því að þannig færðu sem réttasta þýðingu.

Hér er hlekkurinn á húsið “okkar” – það var hreint draumur í dós!

Ofsalega fallegt, mikið svæðum til þess að njóta sín á, hvort sem um er að ræða á svölunum, við sundlaugina, eða bara hvar sem er…

…húsið er alveg afgirt, með háum veggjum, þannig að við gátum leyft krökkunum að hlaupa um og skemmta sér án þess að fylgja þeim hvert skref.  Við vorum tvær fjölskyldur þarna saman, með 5 börn frá 7ára -12ára, og því var þetta mjög mikilvægt fyrir okkur.  Maður finnur líka hvað þetta er ólíkt því að vera á hóteli, þetta verður svo mikið meiri upplifun eitthvað…

…með húsinu var okkar eigin sundlaug, sem er auðvitað ómissandi og bara nauðsynleg þegar maður sækir heim heitar slóðir…

…allur þessi dásamlegi gróður…

…húsið er í raun á nokkrum pöllum, jarðhæðin, þar sem er yfirbyggða útisvæðið – sem tengir saman eldhúsið, stofu og baðherbergi.  Síðan er í raun “álma” eða pallur með einu svefnherbergi með baðherbergi, annar pallur þar sem er barnaútisvæði/svalir, barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi.  Á efstu hæðinni eru svalir og gengið inn í tvö herbergi sem er í raun uppaf eldhúsi/stofu…

…gengið yfir að svalasvæðinu…

…sem var alveg þvílíkt flott…

…séð af svölum yfir í hjónaherbergið sem er á sérpalli…

…inni í herberginu…

…sameiginlega útisvæðið, þarna er horft upp þar sem svalirnar eru…

…mér fannst svo mikið af fallegum hlutum þarna, leitaði t.d. mikið að svona bakka – en hann var úr áli…

…eldhúsið, með stóra flotta “sveitaborðinu” – mér fannst ljósin líka æði…

…herbergið upp af stofu/eldhúsi, á hæðinni fyrir ofan, þarna gistum við…

…séð af svölum yfir í laugina…

…eitt af mörgum kózý útisvæðum…

…gengið frá sameiginlega útisvæðinu niður að laug, þarna sést í útieldhúsið…

…og inni í útieldhúsinu 😉

…í garðinu voru hengirúm til þess að leggjast í…

…þetta er svona inni/útisvæðið þar sem við borðuðum…
…það kom okkur ansi mikið á óvart þegar okkur var sagt að hundurinn Will myndi dvelja með okkur í húsinu 🙂  Við höfðum að sjálfsögðu ekkert á móti því að vera í þessum góða félagsskap og það eina sem við þurftum að gera var að gefa honum að borða einu sinni á dag.  En hann deildi matardallinum sínum með kettinum Kaffi, sem sást ansi lítið, og skjaldbökunni Sesar sem var í einhversstaðar í garðinum.  Mér fannst samt spaugilegt að það var hundur sem “fylgdi” húsinu – svona miðað við hversu erfitt það er að fá leigð sumarhús og annað slíkt hérna heima með hunda í för með sér….

…úti á terrasinu…
…alls staðar þessi dásemdar gróður…
…þarna var hægt að sitja líka og spjalla…
…nú eða bara rugga og njóta útsýnis út í garðinn…
…og útsýnið var dásamlegt, sama hvert var litið…
…gengið í garðinum…
…yfir að borðtennisborðinu…
…alls staðar eitthvað fallegt…
Nokkrir punktar:
Að dvelja í svona húsi er dásamlegt og að okkar mati mun skemmtilegra en að vera á hóteli.  Maður er að upplifa hlutina svo allt öðru vísi.  Þú ert að greiða ákveðna upphæð, misjafnt eftir á hvaða tíma árs þú ert, og svo greiðir þú tryggingu sem er endurgreidd við brottför.  Við vorum tvær fjölskyldur þarna, með 5 börn, og það var eitt laust herbergi þar sem að par hefði vel getað dvalið í mjög góðu yfirlæti.
Það er há steinsteypt girðing í kringum allan garðinn sem gefur manni vissa öryggiskennd og það er hægt að leyfa börnunum að hlaupa um og skemmta sér á þess að vera í stöðugri augnsýn innan þessa svæðis.  Svo má auðvitað ræða hvort að slíkt öryggi sé falskt eða ekki.  Húsið er mjög opið og það renna saman inni og útisvæðin, og það var erfitt að læsa húsinu í raun og veru.  Við vorum meira og minna með allt opið hjá okkur allan tímann, enda með þennan svakalega varðhund á svæðinu.  Það var samt öryggi í að hundurinn gelti alltaf ef einhver kom nærri hliði hússins.  Ég verð samt að viðurkenna að það að geta ekki læst að okkur almennilega hafði áhrif á nætursvefn minn.

Annað “vandamál” sem fylgir því að vera í svona heitu landi, og þar sem inni og útisvæðin renna saman, er að maður þarf að venjast skordýrum.  Maurar eru alls staðar, það má ekkert skilja eftir opið matarkyns og við mættum um það 6-7 kakkalökkum á þessum rúmum 2 vikum.

En þetta er bara eitthvað sem maður reynir að horfa fram hjá og njóta þess að vera í framandi aðstæðum og umhverfi…

…ég á svo eftir að sýna ykkur fleiri myndir og innlit og tips úr ferðinni allri, en þetta hús, það var draumur ♥


ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Dásamlegt hús í Alicante…

  1. Sandra
    14.08.2017 at 16:35

    En dásamlegt! Ég hefði ekkert á móti því að skella mér til Spánar í haust svona til að lengja sumarið aðeins.

  2. 14.08.2017 at 22:37

    Beautiful pics!!!! My Dad has a house in Javea which is about 1 1/2 drive to Alicante. I have spend all my childhood summers there ! LOVE SPAIN!!! ENYOY!

    http://littlebrags.blogspot.com/2013/06/my-dads-house-in-spain.html

  3. Margrét Helga
    15.08.2017 at 13:49

    Yndislegt hús! Þarf að prófa svona einhverntímann 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *