Áfram mjakast það…

…um daginn þá sýndi ég ykkur dömuherbergið, sem ekki var fullklárað – hér á vegginn vantaði hillu……á daman átti mun fleiri myndir sem hana langaði að hafa á veggnum og þurfti að bæta við…
…en fyrst af öllu, þá settum við upp hillu á vegginn.  Þessi heitir Varde og er úr eldhúsdeildinni í Ikea. Smella hér til þess að skoða
…og við erum ferlega ánægð með hvernig hún kemur út, tekur lítið pláss en mikið af smádóterí-i, og fyllir vel út í vegginn…
…við þurftum að vísu að bæta við litlu spýtubútum aftan á, til þess að “lyfta” hillunni frá veggnum útaf listanum sem er fyrir.
En þetta tókst bara vel og hillan er alveg jafnvel föst…
…nú er daman komin með kózý leshornið sitt, og ég ætla bara að leita að litlum smellulampa til þess að hún sé með lesljós þarna í horninu…
…og við bættum við myndagrúbbuna, nýttum þá nagla sem við vorum búin að setja fyrir og bættum smá við…
…hún vildi fá ljósmyndina af sér í grasinu (hornið hægra megin) og hestamyndina sem afi hennar málaði (hornið vinstra megin), og auðvitað Molamyndina…
…finnst það bara koma fallega út að blanda saman svörtum og hvítum römmum.

 Fallega bambamyndin er síðan frá Gunnarsbörnum
…við settum líka myndir fyrir ofan skrifborðið…
…tókum Follow your heart, sem var í grúbbunni, og settum svo aðra litla mynd frá málaraafanum…
…við eigum reyndar enn eftir að klára rúmgaflinn, en svona er þetta – góðir hlutir gerast greinilega rólega hjá oss…
…en daman er í það minnsta enn alsæl með herbergið…
…elskar að sinna litlu pottaplötunum sínum…
…og í pokanum hefur vaxið heil bambanýlenda…
…og svei mér þá – ég gæti sko alveg hugsað mér að setjast þarna og lesa í ró og næði ❤
Fyrri póstar um dömuherbergið hér og hér.
Rúmið – Rúmfó
Kommóða, skrifborð, ljós og spegill, hægindastóll – Ikea
Skápur – Bland
Rúmgafl – Bland
Skrifborðstóll  – Söstrene
Lítill kollur – Rúmfó
Motta – Rúmfó
Gardínur – Rúmfó
Málning á veggjum – Kózýgrár 50% dekkri frá Slippfélaginu…

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Áfram mjakast það…

  1. Margrét Helga
    11.04.2018 at 09:31

    Má ég flytja inn til ykkar?? Heldurðu að dótturinni væri ekki alveg sama þótt ég myndi yfirtaka herbergið hennar? Eða að minnsta kosti leshornið? Held ég hafi aldrei séð meira kósý stað 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.04.2018 at 02:30

      “Koddu bara” 😉

  2. Gurry
    12.04.2018 at 10:02

    Mikið er fallegt hjá henni – skil vel að henni líði vel þarna, svo mikið ró yfir herberginu hennar 🙂

  3. Anna Braga
    16.02.2019 at 09:14

    Svo fallegt herbergi 😍
    Og hillan geggjuð!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *