París III…

…annan daginn bar Big Bus-inn okkur framhjá Rauðu Myllunni og að Sacre Cæur, sem er í Montmartre-hverfinu…Byrjum á því að setja rétta andrúmsloftið með smá tónlist – mæli með að þið jútjúbið La Vie En Rose í hvelli…

MONTMARTRE – SACRÉ CÆUR   Montmartre rís 101 m yfir Signu og útsýni þaðan yfir borgina er mjög gott.  Listamannahverfi umhverfis á ‘Place du Tertre’.  Kirkjan *’St. Pierre-de-Montmartre er ein elzta gotneska kirkja Frakklands og tilheyrir benediktínaklaustri (1147).  Hún var endurnýjuð 1900 – 1905.
**Sacré Cæur er í rómönsk-byzönskum stíl.  Kúpullinn er 83 m hár.  Hún var byggð úr hvítum sandsteini vegna áheits katólika í tengslum við fransk-prússneska stríðið 1871-72.  Byggingin hófst 1875 og var lokið 1914.  Kirkjan var vígð 1919.  Savoyardeklukkan vegur 18.835 kíló.
Í Montmartrekirkjugarðinum liggja grafnir Heinrich Heine, Hector Berlioz, Jacques Offenbach o.fl. merkir menn.
…ef þið farið til Parísar, þá myndi ég segja að Montemartre sé alveg möst!
…ótrúlega falleg kirkja, og bara almennt heillandi hluti borgarinnar, sem er þó öll dásamleg…
…þetta eru þónokkrar tröppur sem þarf að þramma upp…
…en vel þess virði þegar að upp er komið…
…kirkjan er dásemd…
…og útsýnið er af öðrum heimi…
…hér sést kona í hamingjukasti…
…mæli svo með að nota Google maps í símanum og auðvitað Trip Advisor, því að það er snilld að leita bara veitingastöðum þar sem maður stendur og við lentum ansi oft á skemmtilegum litlum stöðum sem heilluðu.
Fyrsta sinn að sjá sigurbogann í návígi…
…og Eiffel-turninn er bara alltaf fallegur…
…ég veit ekki hvort að þið takið eftir því, en ég fékk bara ekki nóg…
…gamla settið – 24 ár ♥
…næstseinasta daginn fórum við úr Le Big Bus við Palais Garnier (operuhúsið)…
…og þrátt fyrir að hafa ekki farið inn og skoðað íburðinn þar…
…þá er af nægu að taka utandyra…
…rétt hjá er síðan Galeries Lafayette verslunarmiðstöðin. Stofnað 1894 og er ekki verslunarmiðstöð sem þú ferð í til þess að gera díla…
…þarna er hönnun og merkjavara á yfir 70.000fm, og húsið sjálft er stórbrotið…
…og ef þú ferð upp á þak, þá er mjög fallegt útsýni þar yfir borgina…
…La Madelaine kirkjan, þar sem ríka og fína fólkið heldur brúðkaupin sín í Parísarborg…
…enn ein gullfalleg kirkjan…
 ❤ …svo var það þetta með hótelherbergið okkar, þessi mynd er tekin út um gluggann.
Í bókuðum í gegnum Booking.com og heitir það Derby Eiffel Hotel
…ég bara fékk ekki nóg af þessu útsýni……og hékk nánast út um gluggann endalaust – síðasti morguninn runninn upp……snæddum smá morgunverð……ójá…
…ef þið sjáið röðina þarna, þá er þetta röð til þess að komast inn í Luis Vuitton verslunina – þetta er náttúrulega bilun!
…og við ákváðum að við þyrftum að kíkja aðeins nánar á Sigurbogann…
…tók okkur bara 24 ár að komast saman til Parísar……eiginmaðurinn að kenna mér bloggarapósu…

…en ég á ekki roð í hann 🙂
…en það er nú meira hvað þessi mannvirki eru öll stórbrotin og falleg…
…sagan í þessari borg er alveg hreint mögnuð…
Ef þið viljið skoða fleiri Parísar-pósta, þá eru þeir hér:
París I – smella 
París II – smella 
…ég bara get ekki mælt nóg með París!
Ég var búin að þrá að fara þangað frá því ég komst til vits og ára, og ég var sko ekki fyrir vonbrigðum, París er dásamleg ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “París III…

  1. Gurry
    12.04.2018 at 10:05

    Aaaawwwww elsku París, hvað mig langar aftur…..

  2. Margrét Helga
    12.04.2018 at 13:15

    Hér með komin á “Túdú” listann minn….eða kannski frekar “bucket-listann”…hann gefur lengri tímamörk. Dóttirin og kærastinn hennar eru búin að fara og eru ekki einu sinni búin að vera saman í eitt ár!!!! Komin 17 ár hjá mér og ektamakanum…höfum 7 ár til viðbótar til að slá ykkur við 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *