Dömuherbergið…

…ójá! Nú ber það víst nafn með rentu.
Hér má smella til þess að sjá herbergið eins og það var (smella)

Pósturinn er unninn í samvinnu við Slippfélagið…

Þar sem unga stúlkan er 12 að verða 25 ára 😉 þá þráði hún afar heitt að láta breyta herberginu sínu og fá nýtt rúm og skrifborð og þess háttar.  Við vorum búin að ræða þetta mikið fram og til baka mæðgurnar, en á lista þess sem hana langaði mest í var:
*Stærra rúm
*Stærra skrifborð
*Hægindastóll
*Dökkir veggir

Þetta var sem sé óskalistinn!
Svo á föstudaginn fóru krakkarnir í næturgistingar til ömmu og afa, og við ákváðum að taka herbergið í Extreme Makeover.
Mála og breyta, og umfram allt skreyta á 48 tímum. Moli er stöðugt að berja okkur áfram. Koma svo!…liturinn sem varð fyrir valinu var minn eiginn yndislegi Kózýgrái frá Slippfélaginu.

En ég lét dekkja hann um 50% fyrir herbergið, og þó ég segi sjálf frá – þá er hann fullkominn!
…og það er því frábært að minna á að kózýgrár, draumagrár og gammelbleikur eru einmitt á 50% afslætti núna út febrúar hjá Slippfélaginu
…hér sjáið þið líka mjög vel hversu mikið dekkri Kózý er, miðað við þann Dömugráa sem fyrir var!

Tips: Takið líka eftir vinnubrögðunum, alltaf að gefa sér tíma í að vanda verkið og skera vel fyrst (útskýring=að skera er að mála meðfram listum og gluggum og þess háttar).  Ef þetta er vel gert, og undirvinnan vel gerð, þá verður útkoman mikið betri.

Tips: gott er að rykmoppa alla veggi áður en málað er, það er furðumikið sem sest á veggina…
…við tókum nýju Harmony málninguna, en hún er alveg mött og bara sérlega falleg.
Við vorum með eina stóra 3l fötu, og síðan nokkrar 1l fötur.

Tips: Þegar þú vinnur með nokkrar fötur, þá er mikilvægt að blanda þeim minni saman við þá stærri þegar búið er að nota um það bil helming.  Málning er lifandi efni og það getur alltaf verið einhver litamunur á milli dósa og með því að gera þetta, þá kemur þú í veg fyrir að skil sjáist einhversstaðar.  Eins þarf alltaf að hræra upp í og hrista dósina
…síðan er málið að setja vel í rúlluna og taka svo langar strokur, frá upp og niður.  Þegar þetta er unnið svona, í það minnsta í þetta sinn hjá okkur – þá dugði ein umferð.  Enda vorum við að fara með dökkum lit yfir ljósari…
…mér fannst líka frábært að við máluðum neðri hlutann 2014 með Kiddahvítum og það þurfti ekkert að mála hann aftur.  Ég gat bara þrifið veggina þar sem þeir höfðu orðið skítugir og þeir urðu eins og nýjir.  Segir mikið um gæði málningar…
…sko, það er ekki bara ég sem er að hvísla að honum að breyta og halda áfram 🙂
…og hér sést herbergið í björtu, veggir nánast tilbúnir og nú er komið að því að koma hlutunum inn…
…á meðan elskulegur eiginmaður minn tókst á við stóru “lego-kassana”, þá fór ég í önnur verkefni…
…eins og að skipta loks út barnaherðatrjánum…
…og setja dömuherðatré – þessi eru best, það renna ekki flíkurnar af þeim (smella)
…það var frekar erfitt að skera meðfram loftalistanum, og mjög áverandi þar sem liturinn er svona dökkur – þannig að við fórum öfugt að þessu.  Máluðum gróft meðfram listanum.  Svo þegar að allt var þornað þá settum við teipið fyrir neðan listann, og máluðum svo listann hvítann aftur. Ú því fengum við alveg fullkomna og hreina línu – húrra…
…einræðisMolinn situr eins og prins og skipar okkur fyrir…
…og unnið fram á nóttu…
…rúmgaflinn var gamall, keyptur á Bland.  En hann er 1,20m.  Þess vegna þurfti auðvitað rúm sem væri 1.20 og við fengum rúm sem var með svona svörum leðurbotni og bara smellpassar við gaflinn.  Þess ber að geta að við eigum eftir að breyta gaflinum aðeins…
…það voru miklar pælingar í að taka rúmið sem var á fermingartilboði í Rúmfó (sjá hér – smella), en með því var sæng og koddi og meððí, en þetta hér Royal Dream (smella) var á sérlegu tilboði og við prufuðum að setjast í það og því varð úr að velja það.  Yfirdýnan er memoryfoam og það er ótrúlega mjúkt og kózý.  Eins og þið sjáið með því að horfa á myndina fyrir ofan, þá keyptum við aðrar hærri lappir, en það er alveg möst að geta geymt undir rúminu að okkar mati…
…konunglegur draumur fyrir dömuna okkar…
…svo held ég að þetta sé í fyrsta sinn sem mér finnst dýna vera gordjöss 😉
…ástæðan fyrir hærri löppum, var síðan bókasafn ungu konunnar, en það þarf að vera á sínum stað – því mikið er lesið í þessu herbergi…
…skápurinn kominn á nýjan stað, örlítið “eldri” fylgihlutir – eins og blóm, og svo í gömlu töskunni – þar geymi ég svona dót sem ég veit að hún á eftir að halda upp á.  Prjónuð teppi frá ömmum og t.d. föt sem ömmur prjónuðu á BabyBorn, auk nokkurra bangsa…
…það er allt að koma svo fallega út með veggjunum svona dekkri, er alveg að elska það…
…hér er verið að byrja að vinna að upphengingum á veggi.  Eins og þið takið kannski eftir, þá er ég byrjuð að stilla upp um leið og ég get – eins og hér, búin að búa um rúmið…
…og elskulegur eiginmaðurinn í áhættuatriði við upphengi á gardínufestingum…
…hægindastóllinn kominn í hús, og Moli var ofsalega ánægður með að við keyptum stól handa honum…
…pennastatíf á stærra skrifborði…
…og komið teppi og fylgihlutir, þetta er allt að koma…
…það var á þessum tímapunkti, 5 mínútum áður en daman okkar kom heim að ég var að tapa mér.  Bæði úr spennu en líka úr furðulegu “stressi” yfir hvort að hún yrði ekki örugglega glöð með allt saman…
…og ég þurfti auðvitað ekkert að vera stressuð, því að hún var svo sæl og himinlifandi yfir þessu öllu.  Meira segja Moli leyfði henni að deila hægindastólnum með sér…
…og þessi elska gerði ekkert annað allt kvöldið en að koma til okkar og þakka fyrir sig aftur og aftur, og fyrstu orðin þegar hún sá herbergið var: “úúúú kózý”.  Segið svo að kózýgrár standi ekki undir nafni…
…ég ætla síðan að taka myndir í björtu á morgun og deila með ykkur…
…ásamt því að fara yfir hvað er hvaðan…
…yndislega stelpan mín ♥♥…
…sátt við foreldrasettið, sem var frekar svona úfið eftir helgina…
…en hún átti rúm, sem hún gat skriðið beint upp í…
…við vorum bara sátt við dagsverkið (2ja daga) og að hafa náð þessu svona nokkurn vegin, þó enn sé eftir að klára smávegis…
…og mig langar að þakka ykkur öllum fyrir urmulinn af fallegum skilaboðum og hrósum sem þið senduð mér á Snapchat – það sem þið eruð alltaf dásamlegar ♥
…hlakka til að sýna ykkur meira, fara yfir hvað er hvaðan og segja frá t.d smá reynslusögu með ljósin á snyrtispeglinum og svona 🙂
Þangað til – knús ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

9 comments for “Dömuherbergið…

  1. Saga
    27.02.2018 at 13:47

    Heppnaðist vel hjá ykkur! Finnst líka þessi dekkri týpa að kósýgráum mjög flottir. 💝

  2. Sigga
    27.02.2018 at 14:56

    Hvaðan koma þessir flottu Effelturnar? Eru þeir keyptir í París?

  3. Birgitta Guðjons
    27.02.2018 at 20:52

    Dásamlegt og dömulegt……hún er heppin með foreldra þetta stelpuskott …….

  4. Dagný Ósk
    27.02.2018 at 21:33

    spegilinn ,,,hvar fékkstu hann

  5. Kristín S
    27.02.2018 at 22:29

    Meiriháttar flott breyting – svo gaman að breyta með breyttu aldursskeiði, var einmitt að klára hjá mínum dreng og þvílík breyting og gaman að sjá hvað herbergið “passar” betur núna 🙂

    kv. Kristín S

  6. Lena
    28.02.2018 at 13:57

    Vá hvað þetta er fallegt! Það er alltaf svo gama að fylgjast með því sem þú ert að gera…. sæta skvísa í flottu herbergi 🙂

  7. Margrét Helga
    01.03.2018 at 15:31

    Ok….nú er ég alveg komin á það að eignast eina dömu í viðbót….hin orðin 20 ára og flutt að heiman…eða á ég kannski bara að bíða eftir barnabörnunum?? Ætla að hugsa þetta í 10-15 ár í viðbót 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2018 at 00:53

      Bara skella sér af stað – hmmmm ha hmmmm 🙂

  8. Anonymous
    05.03.2018 at 14:06

    virkilega vel heppnað herbergi hjá ykkur 🙂 og heppin dama sem fær þetta herbergi 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *