Á morgun…

…jæja, þá er komið að því að SkreytumHús-kvöldið er á morgun í Rúmfatalagerinum á Korputorgi.

Þetta var alveg frábærlega skemmtilegt í fyrra – að hitta ykkur svona margar og spjalla við ykkur.  Það verða frábær afsláttarkjör, auk þess sem sérstakar, sérvaldar SkreytumHús-legar vörur verða á spes úber díl.

Ég vildi byrja á að sýna ykkur nokkrar af dásamlegu vörunum sem koma allar frá Rúmfó á Korputorginu.  Þetta er allt svo mikið “ég”, hvítt og smá grátt, létt og ljós og kæti og læti.

Byrjum á löngum bakka, einfaldara gerist það varla.  Hvít kerti, jólakúlur og könglar.  Ásamt stjörnum sem er stungið bara ofan í…

www.skreytumhus.is-086

…kúlurnar eru í hvítu og svo í smá bleikum tónum, sem gefur hlýleika…

www.skreytumhus.is-087

…svo er það að berja alla dýrðina augum, í heild sinni…


www.skreytumhus.is-091

…stjörnur í öllum stærðum og gerðum, hús og jólatré – konan er kát…

www.skreytumhus.is-092

…púðarnir eru reyndar líka frá Rúmfó og eru verulega flottir, ekki satt?

www.skreytumhus.is-093

…stílhreint og fallegt – að mínu mati…

www.skreytumhus.is-094

…er dulítið að elska að blanda svona saman hvítum glerhúsum og gráum álhúsum, kemur alveg ferlega skemmtilega út.  Alls konar ólík jólatré eru síðan á hillunni, sem eiga það eitt sameiginlegt að vera öll hvít á lit…

www.skreytumhus.is-095

…snilldarlausn til þess að ná meiri hæð í svona skreytingar er að nota glervasa, eins og þið sjáið þá stakk ég bara einni stjörnunni ofan í hann.  Gæti líka bætt við snjó og könglum, eða kúlum, allt eftir því hvað þú vilt eða hentar…

www.skreytumhus.is-096

…góð leið, þegar er verið að útbúa svona grúbbur – er að nota t.d. bækur til þess að afmarka hvert svæði.  Án þeirra myndi þetta eflaust virka svoldið lausara í sér, en svona þá er mjög augljóst hvernig hver grúbba er…

www.skreytumhus.is-098

…ég er með einfalda seríu, með glærri snúru, sem liggur eftir allri hillunni og leiði svo eina peru inn í hvert hús…

www.skreytumhus.is-100

…með því að setja hvítt ljósið inn í hvert hús, þá verða þau svo hátíðleg og falleg.  Annars koma þau öll með svona blikkperum sem skipta um lit, en það er ekki fyrir mig, en húsin sjálf og útlitið þeirra er aldeilis pörfekt…

www.skreytumhus.is-102

…dulítið gammel hús og alveg dásamleg, þau eru líka mjög ódýr – að mig minnir þá kosta þau um 499kr…

www.skreytumhus.is-104

…glitrandi hvítt jólatré, svo mikil dásemd…

www.skreytumhus.is-101

…grátt og hvítt, svo er skemmtilegt að sjá mismunandi áferð á trjánum…

www.skreytumhus.is-103

…þessi hérna eru síðan alveg yndislega falleg – svo natur og koma með skemmtilegan kontrast við hvítu húsin…

www.skreytumhus.is-105

…verð líka að benda ykkur á þetta “snúningsspýtutré” mér finnst það alveg æði…

www.skreytumhus.is-108

…hér sjáið þið svo yfir þetta…

www.skreytumhus.is-109

…litla gatan Skrautstræti…

www.skreytumhus.is-111

…eruð þið ekki orðnar spenntar að koma í Rúmfó annað kvöld – kl 20 (smellið hér til þess að skrá ykkur á atburðinn)

www.skreytumhus.is-089

…ég verð búin að velja sérstakar SkreytumHús-legar vörur sem verða á 40% afslætti, síðan verða frábær tilboð í gangi.  Auk þess verð ég búin að skreyta nokkur borð þarna og alls konar skemmtilegar hugmyndir sem verða í gangi.

Svo er bara gaman saman ♥

Ohhh……ég hlakka til þess að sjá þig þar!

www.skreytumhus.is-114

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

9 comments for “Á morgun…

  1. Anna Sigga
    04.11.2015 at 20:30

    Jeminn einasti mig dauðlangar að vera með !!! 🙁 sniff.
    En fékkstu þetta snúningstré í rúmfó ?? ég ætla sko að fara á Ak og fá mér eitt stk en þetta er allt alveg hrikalega flott hjá þér !!!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.11.2015 at 20:46

      Allt úr Rúmfó, þannig að já, snúningstréð fæst þar! 🙂

  2. þuríður
    04.11.2015 at 21:03

    Verður 40% afsláttur líka á Akureyri af SkreytumHús-legar vörum ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.11.2015 at 21:14

      Þetta er bara á Korputorginu – en vonandi þá verður eins og í fyrra, og það verður hægt að hringja og panta hjá þeim fram eftir degi á föstudag. Læt vita um leið og ég fæ það á hreint.

  3. Arna Ósk
    05.11.2015 at 06:41

    Geggjað! Vonandi getum við hér úti á landi fengið að panta frá þeim eins og í fyrra 🙂

  4. Margrét Helga
    05.11.2015 at 12:09

    Æðislegur póstur og svoooo margt fallegt þarna hjá þér…og þeim á Korputorgi 🙂 Krossa putta að ég komist!

  5. Dísa
    05.11.2015 at 13:58

    Hæ,
    ég get ekki skráð mig, kemur alltaf upp einhver villa.
    Er ég of sein?

    kv.
    Dísa

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.11.2015 at 14:14

      Dísa, ertu í SkreytumHús-hópnum?
      Þú þarft að fara fyrst í hann og svo er hægt að skrá sig!

      Annars er þér alveg óhætt að koma án þess að skrá þig 🙂

  6. 10.11.2015 at 02:24

    The Stars are soooo gorgeous!!!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *