Dekkað upp…

…þar sem að það er afmælishátíð á Korputorginu núna um helgina, þá fengu Rúmfó-krúttin mig til þess að dekka smá borð og meððí 🙂

36-www.skreytumhus.is-035 (FILEminimizer)

Verð nú bara að segja ykkur að mér finnst svona ekkert leiðinlegt.  Þetta er eins og að fara í svona risa Barbie-leik, en mér fannst alltaf skemmtilegast að búa til heimilin þar – hefði átt að segja mér eitthvað…

29-www.skreytumhus.is-028 (FILEminimizer)

…borðið er úr nýrri línu hjá þeim sem er alveg ferlega flott (sjá hér) og svo er það auðvitað allt gúmmlaði í kringum…

31-www.skreytumhus.is-030 (FILEminimizer)

…t.d. ákvað ég að nota bara bekk úr svefnherberginu með (sjá hér), enda bara draumur í dós…

30-www.skreytumhus.is-029 (FILEminimizer)

…margir hafa líka spurt mig út í teppið inni hjá litla manninum (sjá hér) – en mér fannst um að gera að sýna flottu stjörnuteppin sem eru komin núna í nokkrum litum…

17-www.skreytumhus.is-016 (FILEminimizer)

…og svo þarf að raða á borðið – en ég valdi löbera – sem eru með smá svona glamúrfíling (í stíl við púðana)…

33-www.skreytumhus.is-032 (FILEminimizer)

…og ofan á löberana setti ég diskamottur – hey það er bara um að gera að hlaða þessu sko, þegar maður hefur heila búð að raða úr 🙂

34-www.skreytumhus.is-033 (FILEminimizer)

…svo fannst mér þessi glös, með hvítum trjám, alveg dásemd…

35-www.skreytumhus.is-034 (FILEminimizer)
… ég blandaði saman hinu og þessu, en allt í svona mildum litatónum…

23-www.skreytumhus.is-022 (FILEminimizer)

…eins og þessar fallegu skálar, og eggjabikarar…

13-www.skreytumhus.is-012 (FILEminimizer) 21-www.skreytumhus.is-020 (FILEminimizer)
…og sjáið bara sætu bollana þarna á bakvið…

16-www.skreytumhus.is-015 (FILEminimizer)

…hér sést ágætlega í löberana, hvernig það glitrar smá á þá…

09-www.skreytumhus.is-008 (FILEminimizer)
…servétturnar eru líka í uppáhaldi hjá mér ❤

10-www.skreytumhus.is-009 (FILEminimizer)

…það er nú vetrarfílingur yfir þessu borði – næstum bara jóló…

11-www.skreytumhus.is-010 (FILEminimizer)

…og auðvitað tvær gærur á bekknum – það verða alltaf að vera gærur…

06-www.skreytumhus.is-005 (FILEminimizer)

…og þannig var matarborðið…

18-www.skreytumhus.is-017 (FILEminimizer)

…en svo raðaði ég líka í þennan flotta sófa hérna….

01-www.skreytumhus.is (FILEminimizer)

…nýja uppáhalds skilrúmið mitt fékk að vera með, og svo flottar vírkörfur í mismunandi stærðum – sem taka aukapúðana…

04-www.skreytumhus.is-003 (FILEminimizer)

…mottan rammar, og afmarkar, plássið vel…

22-www.skreytumhus.is-021 (FILEminimizer)

…og bakki með smá blómum og kertum er möst…

03-www.skreytumhus.is-002 (FILEminimizer)

…ég er alveg með þessa tvo púða á heilanum…

27-www.skreytumhus.is-026 (FILEminimizer)

…og það er nóg til af fínum púðum – sem er erfitt fyrir konu í sjálfskipuðu púðabanni…

28-www.skreytumhus.is-027 (FILEminimizer)

…og þetta loðna teppi – lætur mig bara vilja skríða upp í og kúra smá…

02-www.skreytumhus.is-001 (FILEminimizer)

…hvernig líst ykkur annars á?

24-www.skreytumhus.is-023Mitt uppáhalds er algjörlega:
glamúrpúðar með smá svona glansglimmer
stjörnuteppið
loðna teppið
bekkurinn
glösin með trjánum 🙂

Dæææææs! 05-www.skreytumhus.is-004 (FILEminimizer)ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Dekkað upp…

  1. Kolbrún
    30.09.2015 at 08:28

    Æði mitt uppáhald þarna er úlfapúðinn og flottar líka þessar súpu skálar, er afmælishátíðin bara um helgina eða er föstudagurinn líka ?

  2. Margrét Helga
    30.09.2015 at 08:43

    Uppáhaldið mitt er náttúrulega luktirnar tvær á borðinu (af því að ég á svoleiðis luktir 😛 ), stjörnuteppið, úlfapúðinn og trjápúðinn og líka scriptpúðinn…er voða lítil svona glimmerkerling nema um jólin þannig að ég veit ekki alveg með glimmerdótið…litli tveggja hæða bakkinn er líka í uppáhaldi. Já og bæ ðe vei…var í Rúmfó í Smáranum um daginn og keypti hrikalega krúttlegan þriggja hæða jólabakka!! Er hrikalega skotin í honum…er nokkuð of snemmt að nota hann í barnaafmæli um miðjan nóv?? 😛

    Takk fyrir hugmyndapóstinn 😀

  3. Hófí
    30.09.2015 at 11:10

    Dásamlegt 🙂

    Mig “vantar” glanspúðann úr sófanum, servietturnar og löberinn. All that glitters…

    Eru þeir líka komnir með nýtt leirtau? Hafið þið prufað diska og skálar frá RL heima og er það að endast sæmilega?

  4. Hrafnhildur
    30.09.2015 at 11:21

    Mótt uppáhald er náttúrlega bekkurinn, er með svoleiðis og með hvítri gæru, í anddyrinu og hann tekur hlýlega á móti öllum – margar gersemar sem maður rekst á í Rúmfó 😉

  5. Anna Sigga
    30.09.2015 at 12:56

    úúúúaaahhh 🙂

    það er amk 3 sem mér leist best á hvíta mottann sem þú hafðir undir sófann og trjáglösin og trépúðinn með snjónum á … annars er þetta allt fallegt og já mildu litirnir á skálnunum og eggjabikurunum æði !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *