Tadadada….

… ég sveik ykkur um ítrekaða brúðarpósta – þar sem að ég sé það á að skoða myndirnar mínar að ég er oftast svo bussí þegar ég er að skreyta fyrir brúðkaup – að ég tek ekki myndir sem eru þess virði að skoða eða birta.
Þess í stað ætla ég að fara með ykkur í smá leiðangur um brúðkaup okkar hjóna, endur fyrir löngu árið 2005.
Við vildum hafa þetta einfalt og kósý í sniðum, og ákváðum að reyna að finna okkur stað í “sveitinni”.  Bóndinn er ættaður úr Borgarfirðinum og við fórum í það að skoða kirkjur þar.  Litla sæta kirkjan í Stafholti er okkur kær, enda var þetta fjölskyldukirkjan og þegar að ég gekk inn í hana þá féll ég alveg fyrir henni…
…hún er pínu lítil, ekki nema 4 bekkir hvoru megin.  En hins vegar eru bekkir sitt hvoru megin við altarið og þar sátu nánustu ættingjar.  Okkur fannst eitthvað notó að vera með fólkið okkar svona allt í kring.

Þá var kirkjan komin, en eftir stóð að reyna að finna sal sem gæti hentað fyrir 70+gestina okkar.
Þessi var ágætur en ekki alveg að henta…

…þessi hefði gengið upp ef við hefðum öll ætlað að vera ferlega full og með öl og lopapeysur um mittið…
…síðan skoðuðum við Brúarás (á leiðinni upp í Húsafell) – hann var kannski ekki pörfekt en við sáum alveg fyrir okkur að geta gert hann meira huggó…

…ég fékk yndislegu blómaskreyturnar mínar til þess að koma og hjálpa okkur að skreyta… 

…dúkuðum borð og stilltum upp (myndin af karlakórnum sem halda höndum fyrir privatinu á sér var á staðnum fyrir)…

…við vorum með hænsnavír sem var rúllaður saman…

…bóndinn tilvonandi mjög hjálpsamur skreytill…

…og svo komust skreyturnar loks í að dúllast í vírnum, afraksturinn sést síðar í póstinum…

…elskulegu skreyturnar mínar skreyttu síðan kirkjuna (á meðan ég var í greiðslu og förðun í bænum) og gerðu það með mikilli prýði…

…það var eitthvað við bogann, ahhhh boginn…

..síðan hófst athöfnin, gítarleikar spilaði Here, there and Everywhere (Bítlalagið) og Ellen Kristjáns söng það síðan eftir að búið var að pússa okkur saman…

…systurdóttir mín var brúðarmær, með yndislegan lítinn vönd, og systursonur bóndans var brúðarsveinn, og hann var með brúðarstaf og við hann voru hringarnir bundnir…

…ég sagði ykkur það, boginn og loftið – luvs it…

…bóndinn brá á leik og sveiflaði frúnni svona um leið og búið var að segja já…

…litli vöndurinn var gerður meðal annars úr yndislegum nellikkum og svo er orkídea fest ofan á…
…súlurnar, sjáið súlurnar 🙂

…þar sem að það ringdi eins og helt væri úr fötu (ekki treysta á veðrið á Íslandi, ekki einu sinni í miðjum júlí) þá vorum við inni í kirkjunni og heilsuðum gestunum okkar (sem fengu leiðbeingar til þess að komast í salinn)…

…og svo græddum við á að hafa skreytt vel að innan þar sem að ekki var hægt að taka myndir fyrir utan kirkjuna eins og planið var, sökum blessaðrar rigningarinnar…

..sjáið hvað barmblómið er dásamlegt, það var lítill hringur/krans úr birki og síðan var orkídea og annað sem tengdi það við vöndinn minn…

…ef við værum í dönsku konungsfjölskyldunni þá væri þetta official myndin til almúgans, gjössvovel 😉

..jemundur minn, þau voru svo krúttuð, hún átti afmæli daginn fyrir brúðkaup og hann átti afmæli á brúðkaupsdaginn sjálfann, skemmdum tvö barnaafmæli – vel gert!

…viljið þið meir?  Á ég að ofgera ykkur með veislunni líka? 🙂
Í dag eða á morgun?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Tadadada….

 1. Anonymous
  22.03.2012 at 08:50

  Æði, í dag, í dag, í dag.

  Kv. María

 2. Anonymous
  22.03.2012 at 09:53

  Endilega sýndu okkur meira … þetta er svo gaman 😉

 3. 22.03.2012 at 10:18

  jjiii gaman að sjá þessar myndir. Pabbi minn er fæddur og uppalinn í Stafholti, afi minn var prestur þarna í mörg mörg ár 🙂

 4. Anonymous
  22.03.2012 at 10:39

  Í dag! 🙂
  Kv. Elva

 5. Anonymous
  22.03.2012 at 12:36

  í dag í dag 🙂

 6. 22.03.2012 at 15:25

  meira.. meira.. meira! 🙂 love it!

 7. Anonymous
  22.03.2012 at 15:40

  Æðislegar myndir, ekkert smá flott brúðhjón. Þetta hefur verið yndisleg athöfn hjá ykkur.

  Hlakka til að sjá fleiri myndir, æði!

  Kv,
  Guðbjörg

 8. Anonymous
  22.03.2012 at 15:58

  Sæl,

  ég sá einhvern timan póst frá þér þar sem voru svona dúnkar með drykk í með krana á,hvar er hægt að nálgast þannig ?

 9. 22.03.2012 at 16:42

  yndislegar myndir af ykkur nýbökuðum hjónunum og bogin er … eina rétta orðið yfir hann er guðdómlegur !
  kveðja Adda

 10. Anonymous
  22.03.2012 at 17:05

  meira meira! í dag! þetta er dásamlegt 🙂

 11. 22.03.2012 at 22:13

  Ahhh jamm, þetta var yndislegur dagur – maður verður meir meyr við að skoða myndirnar 🙂

  Takk fyrir falleg orð!

  Dúnkarnir voru keyptir í Pottery Barn í USA, alger snilld!
  http://www.potterybarn.com/shop/dinnerware-entertaining/serveware/?cm_type=gnav

 12. Anonymous
  23.03.2012 at 09:43

  Ohh svo falleg
  Kveðja
  Vala Sig

 13. 24.03.2012 at 11:38

  gaman að sjá brúðkaupsmyndirnar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.