Innlit í Rúmfó…

…í dag ætlaði ég að sýna ykkur vetrarskraut, en svo mundi ég eftir að ég var með myndir úr bæjarferð frá því seinasta föstudag.  Þannig að ég ætla að reyna, reyna, að setja inn 3 pósta í dag!  Ekki svo langa, en vonandi hafið þið gaman af…

IMG_3362

…ég byrjaði í Rúmfó á Korputorginu.  Ég var sko kona á þönum þennan daginn og þurfti að sinna alls konar stússi.  Var búin að liggja í flensu, leið mikið betur og var alveg með heiminn í höndum mér – en hefndist fyrir það daginn eftir og datt aftur í flesnu – búúúúú!

En yfir í Rúmfó aftur, þessar hérna!

Mér fannst þær svona líka krúttaðar, alveg hreint á vegg í stelpuherbergi, til dæmis…

IMG_3363

…þessar hérna voru líka geggjaðar – þarf ekkert að gera við þær annað en að flýta þeim um 5-10 mín í veikri von um að hætta að verða þá á seinustu stundu…

IMG_3364

…það er allt fullt af stórum og litlum klukkum, en flest allar þannig að mér langaði í þær…

IMG_3365

…ég meina svona alveg í alvöru!

Við þurfum að koma okkur upp svona klukkuvegg…

IMG_3366

…datt síðan næstum um þessa, það var sko goggur á þeim – hahahaha 🙂

IMG_3367

…þessi fannst mér ferlega flott og þau eru úr plasti.

Held ég þurfi svona til þess að vera fansí í fellihýsinu næsta sumar…

IMG_3368

…þessir seglar eru alveg ofsalega fallegir…

IMG_3369

…yndislegar litlar flísaglasamottur í stíl.

En ég sá alveg fyrir mér að flísa milli skápa í eldhúsi með einlitum flísum og nota síðan þessar til þess að brjóta upp – væri það ekki æði?

Í svona shabby chic kántrí eldhúsi…

IMG_3370

…krúttaralegir bakkar…

IMG_3371

…og þessir litlu skúffuskápar, þeir eru bara sætir…

IMG_3372

…krakkadiskar úr plasti, snilld…

IMG_3373

…og auðvitað glös í stíl…

IMG_3374

…svo er það aftur þetta kántrí eldhús sem ég var að tala um, getum við gert ráð fyrir svona hengi í hana?

Ok, erum við sáttar við það?

IMG_3375

…eða, ef ekki – þá vil ég þessa á borðið…

IMG_3376

…þessi hérna skemill!  Honum bráðvantar að komast í eitthvað flott stelpuherbergi – elska litina í honum…

IMG_3379

…þetta eru skiptidýnur – ég var bara frekar skotin í litnum.  Þær eru bara hvítar en samt með svona skemmtilegum litum með – og svo eru þetta fuglar, sem er bara gaman…

IMG_3380

…þetta er svakalega ódýrir vegglímmiðar, en svona líka sætir til þess að poppa upp hvaða krakkaherbergi sem er.  Ég sé fyrir mér að vera með nokkrar svona trjágreinar og raða saman, og kannski 2 flaugar sem eru að fara eitthvað upp á við…

IMG_3381

…Let it go, let it gooooooooo – ekta fyrir alla feður (og mæður) sem eru komin með þetta á heilann þrá ekkert heitar en að fá að sofa í faðmi þessa uppáhalda og fá heitt knús frá Ólafi…

IMG_3382

…svo er maður náttúrulega alltaf veikur fyrir Múmínsnáðanum og félögum…

IMG_3383

…svo rak ég augun í þennan!

Eins og frægt er orðið (sjá hér) – en samkvæmt mínum heimildum þá er þessi væntanlegur aftur og ég skal reyna að upplýsa ykkur um hvenær það verður…

IMG_3385

…þessi hérna vaxdúkur, ég er búin að kaupa hann fyrir afmælið hjá litla manninum (ef við náum að halda það fyrir ferminguna hans!!).

Mér finnst hann ferlega töff og hlakka til að leika mér með´ann og skreytingar í stíl…

IMG_3386

…nú ef þið eruð að leita að púðum í strákaherbergi – þá eru þessir ansi flottir.

Flestir eru þeir líka þannig að hægt er að snúa þeim við og þá er annað mynstur þar…

IMG_3387

…þennan hef ég nú gefið í afmælisgjafir!

Svo sætur og svona ullarútlit á honum…

IMG_3388

…halló!  Góðir í krakkaherbergið…

IMG_3390

…ok, ég held að allir eigi orðið þessa poka – en fyrir þessar tvær sem voru ekki búnar að redda sér.

Snilld í krakkaherbergin, fyrir óhreinatauið, fyrir hreinatauið (sniðugt í staðinn fyrir bala að nota bara svona poka sem verður að engu)…

IMG_3391

….fyrir auka púða, fyrir auka teppi (nú er ég eins og hann Bubba)

IMG_3392

…þessir hérna kosta bara 569kr.  Snilld í krakkaherbergin fyrir bangsa og bolta og annað slíkt.

Líka flottir litir á þeim…

IMG_3394

…alls konar skilti á fínu verði…

IMG_3398

…home kassar – hverjir þurfa ekki 2-3 svoleiðis. Þið vitið, fyrir alls konar…

IMG_3399

…þessir líka snilld í þvottahúsin eða skrifstofurnar…

IMG_3402

…þessi spegill er kjörin fyrir unglingsstúlkuna, til að standa á borði eða kommóðu og vitið þið hvað…

IMG_3404

…hann opnast og geymir allt glingrið – snnniiiiðugt…

IMG_3405

…svo eru það jólin!

Rúmfó vann Ikea í jólakapphlaupinu, en vitið þið hvað – það er nú allt í lagi að næla sér í seríur og annað slíkt á 30% afslætti, ekki satt?

IMG_3406

…grenið til að skreyta með úti…

IMG_3407

…og bara drífa jólakortin af!

Elsku Siggi frændi,
Gleðileg jól og farsælan komandi október 🙂
kv.Dossa

Haha…s(k)jáumst seinna í dag 🙂

IMG_3408

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Innlit í Rúmfó…

 1. Margrét Helga
  26.09.2014 at 08:11

  Vá…mér lá svo mikið á að kommenta að ég reyndi að skrifa kommentið þar sem nafnið á að koma!! En snilldarheimsókn í rúmfó 🙂 Þarf að fá þig sem guide einhverntíma með mér :p Hlakka til næstu pósta í dag!

 2. Íris
  26.09.2014 at 08:39

  Hey ég á ekki svona stafa-taukörfu ….. hvernig gat það farið fram hjá mér 😉

 3. Kolbrún
  26.09.2014 at 13:37

  Bara gaman að fá fleiri pósta í dag, þarf að ná svona púðum í næstu sendingu.
  Ég er eflaust hin sem á ekki svona körfu þarf augsýnilega að bæta úr því.

  • Margrét Helga
   26.09.2014 at 14:15

   Nibbs…við erum þrjár 😉

 4. anna Sigga
  13.10.2014 at 20:45

  Ég missti svo sannarlega af þessum pósti !!! hvernig tókst mér það ég sem kíki á þig á hverjum degi *big eyes*

  þetta er frábært að sjá kanski pínu seint en samt 😀

  Takk takk

Leave a Reply

Your email address will not be published.