Gleðilegt sumar…

…vá hvað ég er nú til í þetta! Mér finnst einhvern vegin eins og þetta sé búið að vera lengsti og kaldasti vetur í manna minnum og er búin að vera að bíða eftir því að sjá glitta í fagurgrænt gras og laufguð tré…

…að setja blóm í pottana og njóta þess að vera úti á pallinum…

…vera með blóm í vasa og galopið út á pallinn…

…vonandi flestir dagar svona, þannig að maður taki á móti sólinni og njóti, eins og Molinn kann best…

…kannski að maður nái lit á leggi, ef vel gengur…

…en mest bara þetta – græææææænt gras og blár himinn, hvað er betra…

…takk fyrir samfylgdina í vetur, er eins og alltaf þakklát ykkur sem fylgið mér hér og hafið gaman af mínu brasi, sama hvað það er ♥ Ég óska þess af heilum hug að þið eigið yndislegt sumar í vændum ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Gleðilegt sumar…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    25.04.2024 at 22:54

    Gleðilegt sumar og takk fyrir síðuna. Alltaf gaman að kíkja hérna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *