Stofa – moodboard…

…það er alltaf gaman að setja saman herbergi í huganum. Þetta er svona næstum eins og hugarleikfimi og leyfir manni að leika sér með rými, ég meina þau eru ímynduð og því ekkert sem stendur í vegi fyrir að skemmta sér bara við þetta. Í þetta sinn er ég að vinna með vörur frá Jysk, sem ég er í samstarfi við, en allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn er ekki kostaður sérstaklega.

Sófinn er náttúrulega stærsta mublan sem fer inn í flestar stofur og skiptir því gríðarlega miklu máli. Þessi tungusófi er nýr, hægt að fá hann með bæði hægri og vinstri tungu og svo kemur hann í þremur fallegum litum. Beige, dökkgrænn og þessi hérna sem er fallega grábrúnn, ég ákvað að nota hann í “stofunni minni” í dag…

Tungusófi grábrúnn – smella hér!

…sjálfri finnst mér mottur vera algjör nauðsyn í flest rými til þess að draga plássið saman og ýta undir kózýfílinginn. Þessi er sérstaklega falleg og það er áferðin á henni sem gerir hana svo áhugaverða, mjög hrifin…

Ljós motta 160x230cm – smella hér!

…svo þarf að finna rétta stofuborðið og þetta hér er spennandi, hlýr tónninn í viðinum er svo fallegur í svona litapallettu og það er alls ekki svo stórt þannig að það má jafnvel blanda fleiri týpum með…

Sófaborð Q67cm dökk eik – smella hér!

…í staðinn fyrir kringlótta borðið má líka nota þessi hérna tvö, eða jafnvel blanda þeim saman öllum þremur…

Sófaborð 2 saman í setti – smella hér!

…grábrúnn sófi og ljós motta, þannig að við tengjum þetta fallega saman með ljósum púðum í sófann…

Skrautpúðar – smella hér!

…þessi sjónvarpsskápur er einstaklega fallegur og alveg í stíl við borðið hérna að ofan, svo er líka til hærri skenkur í sama stíl…

Sjónvarpsskápur dökk eik – smella hér!

…þessi litli batterýslampi er svo flottur, hægt að hækka og lækka birtuna og af því það er engin snúra eða vesen – þá passar hann allsstaðar…

Batterýslampi – smella hér!

…úrvalið af fallegum vösum hefur sjaldan verið meira og þeir koma svo vel úr svona nokkrir saman, þessir tveir heilla mig mikið…

Skrautvasar – smella hér!

…nú og ef þið eigið einhverja flotta plöntu þá er þessi hérna enn fallegi í eigin persónu en á mynd – passar vel við sófann…

Blómapottur á fæti – smella hér!

…þetta borðstofuborð er svo fallegt. Hlýr eikar liturinn og svartir fæturnir, koma í tveimur stærðum og stækkunarplötur eru til ef fólk vill…

Borðstofuborð dökk eik – smella hér!

…mér finnst alltaf fallegt að prufa sig aðeins áfram með ljósin og ég held að þrjú, eða fleiri svona myndu koma sérstaklega vel út…

Loftljos – smella hér!

…ný týpa af borðstofustólum, þessir eru smá svona vintage en í nýjum lit og með mjúku efni. Fallegur þessi hlutlausi sandlitur og svartar fætur…

Borðstofustóll sand – smella hér!

…fyrir þá sem eru með mikið af glösum og diskum og öðru slíku í borðstofu, þá eru þessir hérna alveg fyrirtak. Eins finnst mér æðislegt að nota þá tvo saman eða jafnvel fleiri…

Glerskápur – smella hér!

….eða fyrir þá sem þurfa minna geymslupláss – þá er þessi einmitt stærri útgáfan af sjónvarpsskápnum sem ég talaði um hér að ofan…

Skenkur – smella hér!

…fyrir þá sem eiga kannski ekki málverk eða slíkt á veggi þá speglar snilld, auk þess sem þeir varpa birtu aftur inn í rými og glæða þau lífi…

Spegill – smella hér!

…varð að setja mynd af honum inni í rými, því hann nýtur sín betur svoleiðis…

…sjálf hef ég verið með Bolmen gardínurnar í hvítu í alrýminu hjá mér lengi, en það var að koma inn nýr litur sem er svo heillandi. Þetta efni er líka æðislegt, það er svo “passlega gróft” og hleypir birtu svo fallega í gegn…

Gardínur – smella hér!

…hér sjáið þið svo útkomuna, mild og mjúk stofa í beige og ljósum tónum!

Ég mæli líka innilega með því að kíkja við í JYSK þar sem útsalan er í fullum gangi og mikið af þeim vörum sem ég sýni í þessum pósti eru á enn betra verði. Annars vona ég bara að þið eiguð yndisleg helgi framundan ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *