Stelpuherbergi – fyrir og eftir…

…hér er ég enn og aftur að segja það sama, en staðreyndin er sú að ég elska að gera barnaherbergi. Hér er herbergi systra sem þær deila. Þegar við byrjuðum breytingaferlið þá var þetta hjónaherbergi, en sú ákvörðun hafði verið tekin að láta stelpunum í tjé stærra rýmið svo þær gætu leikið sér og notið sín virkilega. Staðreyndin er auðvitað alltaf sú að við stóra fólkið notum svefnherbergin nánast bara sem svefnstað, á meðan krakkarnir eru að nýta þau fyrir svo margt fleira.

…þannig að hér sjáið þið fyrirmyndir, sem eru í raun teknar samt sem áður í miðju ferli, og eftir myndir af sama stað. Það er búið að mála allt rýmið í Dömugráa-litinum mínum frá Slippfélaginu, kaupa ný Sundvig rúm fyrir þær systur – stækkanleg úr Ikea. Síðan var skrifborð til á heimilinu sem þær fá að deila. Þessar myndir sýna líka svo vel hvað það eru allir litlu hlutirnir sem gera rýmið að því sem það er..

Sundvig rúm – smella

…til að byrja með átti herbergið að vera öðruvísi, og við ætluðum að nota önnur rúm. En þegar fram liðu stundir þá voru þau ekki það sem leitað var eftir og þá er bara að plana upp á nýtt. En að gamni ætla ég að sýna ykkur upprunalega moodboard-ið og þá sjáið þið hvað það er margt sem heldur sér, þó að eitthvað breytist:

…fyrst ætluðum við að vera með tvö svona rúm, eða sko eitt með skúffum og eitt án sem þyrfti að stytta. Það er löng saga, sem varð svo ekki úr, þannig að never mind bara 🙂 En rúmið er sniðugt þar sem plássið er lítið, það heitir Slakt frá Ikea, og mér finnst snilldar hugmynd að láta gera límmiða á skúffurnar til þess að merkja þær fyrir leikföng…

…þannig að eftir að þessi rúm voru keypt, og sett upp eins og við ætluðum fyrst að hafa þetta þá var ég ekki nógu sátt. Þetta hefði komið öðruvísi út með skúffunum undir, verið meiri svona “sjónræn” þyngd þegar maður hefði horft inn í herbergið, en þá finnur maður bara aðra lausn. Okkar var að setja rúmin sitt hvoru megin við skrifborð, og græddum þannig skrifborðspláss sem var bara af því góða…

…skrifborðið var til fyrir á heimilinu, ágætt að endurnýta – og með því notuðum við Varde vegghilluna úr eldhúsdeild Ikea. Ég hef notað hana áður, og nota hana eflaust aftur en mér finnst hún svo mikil snilld í krakka- og svefnherbergi. Sérstaklega útaf krókunum undir.

Varde vegghilla – smella

…stólarnir eru æðislegir, koma frá Rúmfó og er svona klappstólar en með fallegu velúráklæði og í þessum fallega gammelbleika lit. Svo eru klappstólar líka snilld, auðveld að smella þeim saman og stinga til hliðar og útbúa heilan helling af gólfplássi til þess að leika…

Vig klappstóll – smella

…ég setti síðan bara diskamottur á Rúmfó á borðið til þess að þægilegra væri að teikna og föndra, og einnig þýðir það að auðveldara sé að þrífa borðið ef að listaverkin leita út af blaðinu. Lamparnir eru úr barnadeildinni í Ikea…

…á rúmin settum við dásamleg sængurver frá Rúmfó, sem eru eins og ballerínur og ungu dömurnar voru sérlega hrifnar af.

Ballerina sængurver – smella

…himnasængurnar voru keyptar í Söstrene, önnur er ljósblá en hin gammelbleik…

…púðarnir eru úr H&M home, en þessi loðni aftasti úr Rúmfó…

…og í stað þess að vera með rúmteppi, þá var bara notað fallegt mjúkt kúruteppi, enda engin ástæða að fela rúmfötin þegar þau eru svona falleg…

…smáatriðin gera svo gæfumuninn, stjörnurnar á himnasænginni fengust í H&M Home…

…snagarnir eru gamlir, og móðirin keypti þá hjá PerlaDesign. Vængirnir eru frá Söstrene Grene…

…elska að nota litlar töskur undir smáhluti og sem eru líka bara svo fallegar…

…eins fást t.d. svona falleg blaðaspjöld í Söstrene sem eru snilld til þess að auðvelt sé að stilla upp nýjustu myndunum…

dásamlegar körfur sem fást í Rúmfó og eru æðislegar fyrir bangsana og púðana af rúminu yfir nóttina…

…og myndirnar af hreindýrunum í Ikea, eru alveg yndislegar hérna…

Anten gardínurnar frá Rúmfó eru svo fallegar auk þess að sem þær loka á birtuna á sumarkvöldum, sem er nauðsyn hjá smáfólki. Síðar gardínur gefa líka svo mikla mýkt inn í rýmið og með því að festa gardínustöngina í 245cm þá þarf ekki að stytta gardínurnar neitt 🙂

…mottur finnst mér líka nauðsyn í barnaherbergi, þau leika svo mikið á gólfinu. Þessi er frá Rúmfó og heitir Vassgro – smella

…litli kollurinn er líka frá Rúmfó, og er snilld fyrir foreldra sem vilja tylla sér og sjá hvað er að gerast í miklum leik á gólfi eða setjst við rúmstafinn og spjalla smá.

Valentin kollur – smella

…tímaritakassi frá Söstrene, snilld – og diskamottan er úr gúmmí þannig að hún situr sérlega vel á borðinu…

…skreyta með gullinu sem krílin eiga og ekki gleyma að setja smá grænt inn – þó það sé bara gervi…

…þar sem þetta var hjónaherbergi, þá er mjög stór skápur þarna inni sem geymir helling af leikföngum, mjög gott skipulag! En auk þess settum við hillur sem til voru fyrir – og geyma þær leikhús og annað slíkt…

…góðir geymslukassar verða seint ofmetnir, þessir eru frá Rúmfó…

…og kringlóttu öskjurnar eru frá Söstrene…

…ég held að þá sé flest upptalið og ykkur er velkomið að bauna á mig spurningum ef einhverjar eru 🙂

Ótrúlega skemmtilegt verkefni og yndislegt fólk sem gaman var að aðstoða! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Stelpuherbergi – fyrir og eftir…

  1. Anonymous
    07.01.2020 at 22:47

    Yndislega vel lukkað, held bara rúmin koma mun betur út svona en þau sem áttu að vera (“,)

  2. Dagný
    03.04.2020 at 11:59

    Allt svo fallegt. Snillingur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *