Kózýheit í svefnherbergi…

…það er alveg afskaplega mikið af nýju og fallegu í búðunum núna, þannig að það var nú ekki vandamál að horfa í kringum sig og láta glepjast…

Þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfó en að vanda eru allar vörurnar valdar af mér og hugmyndir frá mér komnar...

…en í þetta sinn þá lá leið mín nánast beina leið í sængurverin og allt þetta kózý sem fylgir þeim. En það er svo svakalega mikið til af fallegum verum núna að það ættu allir að finna eitthvað sem heillar…

Smella fyrir sængurver!

…það er svo stutt síðan ég tók innlit í Rúmfó – smella hér – þannig að ég ætla bara að vinda mér beint í að sýna ykkur það sem kom heim með mér í pokanum góða.

…eins og þið sjáið þá er þetta mikið af textílvörum í bland við smá bast. En ég var ákveðin í að láta eftir mér dásamleg rúmföt sem ég var búin að horfa á í nokkrun tíma, en tók jafnfram þrjú mismunandi rúmteppi með til að prufa með þeim. Svo eru sængurver fyrir krakkana, sem ég sýni kannsi síðar, og bast blómapottar. Slatti af þeim sko…

…en byrjum á hjónaherberginu og þessum hérna guðdómlegu sængurverum frá Hoie. Ég er núna búin að eiga grá settið mitt frá Hoie í eflaust 4 ár og það er alltaf eins, alveg sama hversu oft það er þvegið. Auk þess sem þau eru alls ekki að krumpast mikið, og ég slepp við að strauja – húrra! Athugið að sængurverið kemur líka í fallegum kremuðum lit.

Catharina sængurver – smella hér!

…þannig að ég þvæ alltaf bara sængurverin og set þau svo á snúruna og þau koma fínt út þannig – en ég nenni helst ekki að strauja en þoli jafnframt ekki krumpuð sængurver (erfitt að vera ég)…

…en þessi sængurver eru úr 100% bómullarsatíni og því alveg einstaklega mjúk og þægileg. Mér finnst líka alltaf eins og þau mýkist meira við notkun…

Þau eru í svona mosagrænum lit. Blómin eru hvít, með smá brúnu og gráum lit og jafnvel eins og það votti fyrir gylltum “skellum” inn á milli…

…liturinn í svefnherberginu er Rómó3 úr Litakortinu mínu frá Slippfélaginu, og mér finnst þau t.d. alveg hreint fullkomin við hann…

…þessi blómapottur er líka frá Rúmfó og heitir Magna og fæst einmitt ennþá, þið getið skoðað hann hér

…á náttborðinu mínu er síðan Sofus-vasinn, sem er dásamlegur hvítur og brúnn að lit – smella hér

…þessi vasi er 21cm á hæð og þetta er nánast fullkomin vasahæð. Smellapassar fyrir þessa svona hefðbundnu búðarvendi og annað slíkt…

…en yfir í rúmteppin sem mig langaði að sýna ykkur…

…fyrsta teppið heitir Myggblom og er 220×240. Rúmið okkar er 180cm að breidd þannig að þetta eru 30 cm niður hvoru megin. Almennt þá myndi ég vilja hafa meira, en þar sem þetta er svona ekta loðið kózý teppi – sem ég myndi bara vilja hafa svona óreglulegt ofan á sænginni. Þá er þetta að duga fínt!

Myggblóm rúmteppi – smella hér!

En þetta væri líka fullkomið fyrir minni rúmin, og held að þetta gæti verið hvetjandi fyrir unglinga og krakka á þeirra rúm til að búa um, því það er svo notalegt að liggja ofan á þessu…

…næsta rúmteppi er mitt uppáhalds, en það er svona offwhite að lit, með grá/brúnum röndum. Stærðin á því er 240x260cm sem er mjög góð stærð fyrir rúm eins og okkar…

Vintereg rúmteppi – smella hér!

…en svona létt rúmteppi eru algjör snilld, þau taka lítið pláss og auðveld í geymslu. Auðvelt að skella þeim á rúmið og svo fara þau vel með sængurnar, því að ef þið eruð með dúnsængur þá eru þyngri teppin oft að kremja þær niður og þjappa saman dúninn…

…næsta teppi eru svo bara offwhite en með svona mynsturáferð sem gerir mikið. 220x240cm að stærð og þið verðið að afsaka að teppin eru með brotum í, því ég var bara að taka þau upp úr pakkningunni til að sýna ykkur…

Tall rúmteppi – smella hér!

…púðinn á rúminu eru nýjasti liturinn í Kugelask púðunum, beige – smella hér!
Þessi er hreint æðislegur!

…gott að benda á að Moli er 100% sátt við sængurverið, sem er auðvitað alltaf markmiðið 🙂

…en ég ætlaði líka að sýna ykkur bastið. En ég elska smá bast með í flestum rýmum. Það gerir svo mikið að fá svona “náttúru” inn í herbergið, grófleikinn og hlýleikinn sem fylgir því…

…en þessir bast hengipottar hafa lengi verið í hausnum á mér og mig langaði að setja þá í forstofuna. Tók bara tvo og batt á hnút í þá hæð sem ég vildi hafa þá…

…síðan skellti ég bara blómum í, stóri þykkblöðungurinn var keytptur í Rúmfó núna en hengiblómið er gamalt, en það er til eitt svipað í Rúmfó sem ég skal setja hlekk með á…

Basthengipottar – smella hér
Þykkblöðungur – smella hér!
Hengiblóm – smella hér!

Hvitveis púði – smella hér!

…þessi stóra karfa er búin að vera á óskalistanum lengi. En þetta er blómapottur og það er plasthlíf ofan í sem tryggir að vætan fari ekki í gegnum körfuna…

Terje blómapottur – smella hér!

Þið getið líka kíkt inn á instagram þar sem ég er búin að vera að sýna frá þessu!

https://www.instagram.com/p/CqOckrsA6xO/

…vona að þið hafið haft gaman að – Moli var í það minnsta sáttur ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

1 comment for “Kózýheit í svefnherbergi…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    27.03.2023 at 22:56

    Þetta er æðislegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *