Sitthvað fallegt…

…núna um helgina er boðið upp á 20% afsláttur af gerviblómum hjá Rúmfó, og mér fannst því kjörið að sýna ykkur það nýjasta og svona það sem er í uppáhaldi hjá mér!

Þessi póstur er unninn í samstarfi við Rúmfatalagerinn, en eins og alltaf eru vörurnar og uppsetning eftir mínu höfði!

…fyrst rak ég augun í þennan blómapott, en hann er nýkominn í hús og alveg ferlega flottur…

…þessi gerviblóm voru síðan að koma ný, en mér þykja þau alveg sérlega falleg. Mildur og fallegur litur á þeim, ekki glansi og bara mjög svo raunveruleg…

…eins og þið sjáið hérna, svo falleg…

…eins þetta hér, ég hef líka tekið þau upp úr pottinum og notað í könnu/vasa, og þau eru líka mjög falleg…

…ég hef áður sýnt ykkur bæði þennan pott og eucalyptus-blómið líka – í þessum pósti hér – og bæði fær enn mín besti meðmæli…

…hengiplönturnar eru líka svo fallegar í allar svona hillur, það gerir svo mikið fyrir þær að fá eitthvað svona grænt með…

…eins og þið sjáið hér líka…

…ég er sérlega hrifin af plöntu og led-kerta kombó-inu…

…litlu þykkblöðungarnir sem eru í steypupottunum, og líka þessir sem eru í glervösunum með gullbotninum, þeir eru mjög flottir líka. Með í hillur og á bakka, súper meðlæti.

Hillan sem þið sjáið á neðstu myndinni er líka frá Rúmfó…

…ég vona að sunnudagurinn verði ykkur notalegur ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *