Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

…ég hef sagt það oft og mörgum sinnum, en einn af okkar uppáhalds bíltúrum er að rúlla upp á Akranesið. Keyra þar um, labba á Langasandi, fá sér Skútupylsu eða eitthvað góðgæti, og svo auðvitað að fara á antíkmarkaðinn hennar Kristbjargar á Heiðarbraut 33 og er opið um helgar frá kl 13-17.

…markaðurinn er til húsa í bílskúrnum á Heiðarbrautinni og oftast nær stendur þessi hérna dama vaktina og lætur vita þegar opið er…

…þó ég sé ekki endilega að fara að versla, þá er þetta alltaf fjársjóðsleit og hjá henni Kristbjörgu er alltaf nóg af gulli að finna…

…og þarna er alltaf nóg til af alls konar dásamlega fallegu…

…ef þið eruð að leita eftir einhverjir í eitthvað stell, þá eru þau bara öll til þarna – eða vel flest… 

…þessir eru klassík og voru til á mörgum heimilum…

…sjálf er ég svo hrifin af svona grúbbum, og þessir krossar og líkneski þykja mér dásemd…

…Björn Wiinblad diskarnir eru alltaf svo fallegir og þessir svörtu og gylltu voru svo sannarlega að heilla, þeir eru fjórir og fyrir árstíðarnar…

…ég hreinlega elska að fara þarna og kramsa og skoða…

…og alls konar skemmtilegt barnadót – sérstaklega fyrir safnara…

…þetta er hárrétti staðurinn til þess að fara í fjársjóðsleit…

…finna það sem þú vissir ekki að þú værir að leita að…

…pínurnar, börn að leik og allir hinir…

…dásamlegar myndir og speglar…

…Jessú María og allir hinir, þessar eru svo endalaust fallegar…

…en það þarf að gefa sér tíma til þess að skoða og spá…

…jóla- og morsdag diskarnir…

…eldgamalt og örlítið nýrra í bland, ma. Kahler og Glit…

…því að stundum eru það hlutirnir sem að maður tekur alls ekki eftir fyrst, sem að eiga eftir að heilla mest…

…þessir eru allir eldgamlir lampar – hversu fallegir…

…svo þarf að muna að horfa upp fyrir sig líka, en það er mikil úrval af fallegum gömlum ljósum sem er hægt að finna þarna…

…fyrir alls konar safnara og dellukalla/kellur…

…gömlu prentarahillurnar eru alltaf jafn flottar…

…þessi litla skúffueining var líka ansi spennandi, sá ýmislegt fyrir mér sem hægt væri að gera við hana…

ef þið viljið fylgjast með henni Kristbjörgu á Facebook, en hún setur inn myndir reglulega og svarar fyrirspurnum, þá er hægt að smella hér!

…sjálf stóðst ég ekki freistinguna að fá mér tvo Juleaften-diska í safnið mitt, þessir eru frá árinu 1915 og 1930 ♥ Ég nota þessa alltaf fyrir forréttina á jólunum…

…mæli endalaust með að fara í smá rúnt til hennar Kristbjargar – þarna er ALLTAF hægt að finna eitthvað fallegt, eitthvað bráðnauðsynlegt sem maður bara vissi ekki að manni vantaði! Njótið helgarinnar! ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *