Fellihýsalífið pt.II…

…eins og alltaf þegar við erum að útilegast, þá fæ ég spurningar varðandi skipulagið og skreytingarnar í fellihýsinu. Flestum spurningum varðandi skipulagi svaraði ég í þessum pósti – smella

…en að vanda, þá er ég bara skreytiskjóða af náttúrunnar hendi og varð því auðvitað að vera með smá svona fallegt með mér til þess að gera kózý. Það er líka eitthvað sem ég mæli með fyrir þá sem eru í svona “útlegð” – gera kózý, það skiptir bara máli…

…stundum þarf að koma fyrir öllum stígvélaflotanum, eins og sést hér…

…og ég er alltaf með bækur með mér til þess að lesa…

…fyrir tilviljun er nánast allt sem þarna sést frá Rúmfó: bakkinn, kannan og púðinn er gamalt. En kertastjakarnir eru frá því í sumar og kertið er batterýskerti og alveg snilld í svona ferðalög…

…eins tók ég í fyrsta sinn með svona þunn rúmteppi og þau eru alveg snilld til þess að henda yfir rúmin. Svona þar sem allir eru að leggjast upp í inn á milli…

…smá svona “loftmynd” sem sýnir hvernig uppröðunin er. Þetta er svona þröngt mega sáttir sitja-andinn sem ríkir þarna, rúmið hjá vaskinum, yfir ískápinum og hjá matarborðinu 🙂

…í plastkassanum eru þeir diskar og skálar, og allt svoleiðis. Þar við hliðina er eldavélin og undir henni er búrskápurinn með nánast öllu matarkyns sem ekki fer í ísskáp. Í skúfunni eru síðan hnífapörin og krydd, og í skápinum þar undir er nestistaskan sem þarf stundum að kippa með í hinar og þessar ferðir…

…snyrtiveskið, og veskið og snilld að vera með kózýteppi sem er hægt að henda yfir farangurinn…

…teppið er frá Rúmfó, og mér finnst það æðislegt með toppunum – hinum megin er blómamynstur – en ég er svo skotin í doppuhliðinni. Getið skoðað það hér – smella

…fallegasti Molinn okkar…

…og ég var bara ferlega ánægð með stemminguna sem var hjá okkur…

…aftur batterís-kertin sem eru snilld…

…og svo smá praktík með…

…við uppfærðum útilegusettið í ár, enda orðið tímabært…

…diskarnir og skálarnar eru frá Rúmfó, en bollar og glös frá Fjarðarkaup. Ég ákvað líka að blanda bara saman litum…

…sonurinn sá svo reyndar um að taka bangsa með sér…

…svo svona að lokum…

…það er ekki annað hægt en að hlægja að þessum kjána…

…og í næsta pósti Rauði sandur og meira til!
Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Fellihýsalífið pt.II…

  1. sigríður Þórhallsdóttir
    16.07.2019 at 17:02

    Vá hvað þetta er svakalega flott hjá ykkur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *