SkreytumHús – Bylgjulestin…

…í þetta sinn ætlum við að prufa eitthvað nýtt og setjum í loft örþátt af SkreytumHús. Við erum að vinna með stuttan tíma og reyna að breyta sem mestu án þess að þetta kosti of mikið. Áskorun barst frá Bylgjunni þar sem Bylgjulestin þurfti að fá smá meikóver, svona rétt til að hress upp á hana. Eigum við að sjá hvernig þetta fer?

Smella hér til að horfa á þáttinn og lesa greinina sem honum fylgir!

Húsbíllinn sem hýsir Bylgjulestina er komin af léttasta skeiði og var farin að láta á sjá, þannig að ég vildi endilega reyna að finna nokkrar einfaldar lausnir. Byrjum á að skoða fyrir-myndirnar vinsælu:

…það má í raun segja að stóru breytingarnar hafi komið frá einföldustu hlutum, málning og rafmagnsteip. Hvað finnst ykkur um það?

Við vorum að hugsa um að láta bólstra sessurnar í bílnum en það var bæði mikill kostnaður og tímafrekt. Hér vorum við í vinna með þrönga tímalínu og höfðum í raun bara 3 daga til þess sem gera þurti. Eftir smá pælingar þá heyrði ég í honum Garðar í í Slippfélaginu og hann sagði mér frá efni sem þeir selja sem breytir í raun málningu í textíkmálningu. Mjög sniðugt. Þannig að úr varð að nýta sér þá lausn.

Fyrir valinu varð liturinn Kózýgrár úr litakortinu mínu og við dekktum hann töluvert.

Það var eiginlega nokkuð magnað hversu einfalt þetta er. Blandar saman málningu og efninu, gott er að bleyta aðeins upp í áklæðinu (en þó ekki nauðsynlegt) og svo ertu bara að rúlla þetta.

Þið sjáið hérna þar sem búið er að mála smá hluta af baksessunum. Rendurnar koma í gegn þrátt fyrir málningu, en fá að sjálfsögðu á sig gráan lit. Það var samt skemmtilegt að sjá þetta uppbrot sem verður á mismunandi áferð skína í gegn.

Fyrir og eftir, hlið við hlið. En það sést kannski illa á fyrir-myndunum, en áklæðið var orðið ansi hreint illa farið og mátti muna sinn fífil fegri. Áklæðið verður svona örlítið harðara viðkomu en mýkist upp við notkun.

Ég var farin að sjá þetta fyrir mér sem lausn fyrir bugaða foreldra, þarf ekkert lengur að passa að krakkarnir sulli ekki niður – það er bara einfaldlega rúllað yfir blettina þegar heim kemur 🙂

Fyrsta pælingin var svo að filma allt að innan, enda fást geggjaðar filmur í margskonar litum og áferðum í Bauhaus. En því miður var tíminn ekki að hleypa okkur svo langt og ég vildi reyna að finna upp einhverja einfalda lausn til þess að brjóta upp allan þennan orange tón sem var á innréttingunum. Því datt mér í hug gamli góði vinur mín, rafmagnsteipið. En ég hef notað það áður með góðum árangri, sett á bæði gler og spegla og þetta helst endalaust, þrátt fyrir að vera úðað með Ajaxi og þrifið. Því ákvað ég að gera tilraun, og svo hélt ég bara endalaust áfram.

En eins og þið sjáið, þá hreinlega límdi ég með teipinu á skáphurðarnar og “franskaði” þær upp, oui oui…

Notaði sömu lausnina framan á brúnirnar á borðunum, og tvær rendur framan á ísskáp og skáp þar við hliðina, en teipið var extra breitt og passaði því mjög vel í þetta. Svo teipaði ég röndina upp við loftið, sem bylgjaðist svona skemmtilega.

Undir veggskápnum setti ég síðan einfalda þrýstistöng, sem ég – jú þið getið giskað – ég teipaði líka svarta – og var hún því kjörin fyrir ljósaseríu, viskustykki og í raun bara alls konar skrauterý sem manni langaði að punta með.

Sú ofur handhæga lausn að nota bara límakróka á vegginn, og setja þessar sætu körfur á, varð til mikilla bóta. Bæði sem skraut, því bastið gerir allt hlýlegra, en eins var það hentugt til að geyma lyklana eða annað smálegt.

Að sama skapi setti ég körfu í eina hilluna, það gerir bara allt meira kózý.

Svo var þessi veggur eitthvað leiðinlega tómur og því kjörið að setja eitthvað pjatt á hann, svona þar sem plássið er nægt. Veggspeglar voru því límdir upp og klukkan fest með frönskum límrenning.

Svo þarf auðvitað setja inn púða og annað slíkt pjatt, því það er fátt sem gerir meira svona hygge-stemmingu en slíkt.

Körfurnar eru líka snilld til þess að skella upp á skápana, og þegar bíllinn er keyrður, þá er hægt að kippa þeim niður og setja ljósin og annað smálegt ofan í þær. Nú eða bara til almennrar geymslu.

Bastmottan er líka að gera mikið – grípur sand og annað slíkt, en er líka bara falleg.

Svarta teipið fór líka utan um borðbrúnina, og þið sjáið hérna hvað liturinn kemur vel út á stólunum.

Þetta batterýsljós er í uppáhaldi hjá mér, alveg hreint dásamlegir skuggar.

Hér er síðan annar batterýslampi, en þeir eru svo sniðugir til þess að nota svona á ferðalögum, öruggir og fallegir.

Eins er þetta lukt með batterýskerti, og blómið er bara fest niður með frönskum límrennilás.

Litla og einfaldar breytingar geta gert mikið!

Batterýsljósin gera síðan huggulega stemmingu í rökkrinu.

Það er auðvitað hægt að gera meiri og stærri breytingar, þegar fólk hefur tíman fyrir sér. Það má filma og mála innréttingarnar, auðvelt er að skipa um gólfefni til þess að poppa hlutina upp. Gardínur geta líka skipt sköpum og eins allir þessir smáhlutir sem gera hús að heimili, eða í þessu tilfelli – gera bíl að húsbíl. Það má leika sér meira með hlutina og hafa virkilega gaman að ferlinu að gera þetta að þínu.

Endum þetta á nokkrum klassískum fyrir og eftir, hlið við hlið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *