Rómó sumarsvæði…

…ég kom við í vikunni hjá henni Vilmu í Rúmfó á Bíldshöfða og setti upp smá útisvæði á efri hæðinni. Svo var ég svo heppin að fá þennan bláa himinn í myndatökunni og fannst ég bara verða að deila með ykkur myndum. Ég mæli líka hiklaust með heimsókn í verslunina en hún er alveg einstaklega vel uppstillt og flott!

Smella hér til að skoða innlit…

…það er ekki spurning að þetta sett er eitt af mínum eftirlætis þessa dagana. En það er eitthvað svo töff, það er bara ljóst og létt…

…en svo væri auðvelt að setja það með svörtu borði og öðruvísi púðum til þess að gera það enn meira röstic…

…hérna ákvað ég hins vegar að spila enn frekar inn á léttleikan og ljósu litina, og notaði með dásamlega púða sem eru rómó og blómó. Mjög huggó og með þessu alls konar blóm í ferskju- og bleikum tónum…

…mottan finnst mér líka æðisleg, þetta er svona plastmotta sem getur því verið úti allt sumarið…

…ég setti líka með tvö ljósa stóla sem gætu passað vel með settinu og fallegu borði…

…og hengistóllinn er dásamlega fallegur í ljósa bastinu með…

…svo eru það alltaf smáhllutirnir sem tengja þetta saman og hér er geggjaður vasi með blómakombó-i sem stendur að eilífu, og kerti. Diskamotta getur líka alltaf verið eins og mini-dúkur ef þarf…

…þessi glös eru síðan úr plasti, þannig að þau eru mjög safe til að hafa á pallinum eða í útilegunni…

…það er alveg bullandi rómantík í þessu öllu…

…hér er síðan listi yfir það sem ég notaði:

…það er líka alltaf gaman að spá í með útihúsgögnin, rétt eins og inni, hversu mikið er hægt að breyta með púðum, mottu og öðrum fylgihlutum. Það skiptir miklu að vera ánægð með grunninn og þá er hægt að leka sér mikið í kringum það ♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *