Innlit í Rúmfó á Bíldshöfða…

…en í þessu veðri sem er búið að herja á okkur þá fannst mér hreint kjörið að kíkja við hjá henni Vilmu á Bíldshöfðanum og skoða útihúsgögnin. Inni í “góða veðrinu” sem er þar!
En það verður að segjast að búðin er alltaf einstaklega falleg hjá þeim og sérstaklega vel upp stillt – þannig að húrra, þið eigið mikið af myndum í vændum!

//samstarf

…það má í raun segja að þetta sé besta búðin til þess að skoða útihúsgögnin þessa dagana, þar sem þau eru öll innandyra. En vá hvað úrvalið er orðið mikið og flott, og þessi hérna tvöfaldi legusófi var að heilla mig sérstaklega…

…sófasettinn eru að sjálfsögðu í öllum stærðum, þannig að allir eiga að finna eitthvað fyrir sitt útipláss. Hvort sem það sé í smærra lagi…

…eða ef þú hefur nóg pláss…

…fleiri legubekkir, alls konar útfærslur…

…og svo er alls konar nýtt og spennandi, eins og þessi hérna fallegu kerti…

…og alls konar fleira – margar flottar litapallettur í gangi…

…hér eru æðisleg glös og skálar fyrir pallinn eða bara útileguna, úr plasti og drykkjarbalarnir eru möst – EF sumarið lætur sjá sig…

…fallegur litur og mynstur…

…sófasettinn sem eru með svörtu stálgrindunum finnast mér sérlega falleg – legurbekkur til í stíl…

…og svo er gaman að sjá fjölbreytileikann í borðplötum. Alls konar litir og útgáfur…

…eins eru snilld settin sem eru með borðum sem hægt er að hækka og lækka, eins og þetta hægra megin. Alltaf gott þegar að hlutir hafa nokkra notkunarmöguleika…

…og já, ekki gleyma pullum í stólana, það er nóg til…

…þetta er fínlegt sett, líka til í svörtu, og alveg ekta á svalirnar…

…svo fyrir mig, þá eru púðarnir, dúkarnir og allt puntið svo stór hluti af þessu öllu…

…þetta sett finnst mér æðilegt – svo endalaust fallegt…

…eins og ég sagði, allt puntið – og það er svo endalaust mikið til af fallegu núna. Vasar og blómapottar…

…varð að leyfa þessi sófasetti að fylgja með hér, þetta er nýtt og mér finnst það svo fallegt…

…sömuleiðis þessi borð, en það er hægt að renna minna borðinu undir það stærra og þetta er bara svo töff sett…

…mest kózý bangsastóllinn og svo töff að hafa speglana svona tvö saman…

…ég á þetta sett í daufgrænum lit, en ég er mjög svo skotin í þessu…

…svo er sérlega mikið til og djúsí baðdeildin…

…ótrúlega gaman þegar það er til svona fjölbreytt úrval og allir ættu að finna eitthvað fyrir sig…

…líka ánægð með að fá inn sett í hvítu – eflaust margir ánægðir með það…

…dæmi um hversu falleg búðin er, svo stílhrein og vel raðað í hillurnar…

…þetta sett er eitthvað svo funkís og töff, viður og svart saman…

…þegar ég var krakki þá áttum við svona rólu heima, þetta var mikið uppáhalds að liggja í henni og lesa og helst að sofna smá, spurning um að finna pláss…

…svo er eldhúsdeildin alltaf að vaxa og stækka…

…stellið á hægri myndinni er úr plasti og ekta í útilegurnar…

…talandi um útilegur, þá eru þessi álkaffi/kakóbollar alveg geggjaðir…

…blómapottar í öllum stærðum…

…eins og áður sagði, pottþétt besta veðrið þarna til að skoða og máta húsgögnin…

…og auðvitað allt meððí…

…svo er bara stóra spurningin hvað er að heilla þig?

…ég var líka búin að gera sérpóst með myndum af útihúsgögnunum, þið getið skoða hann með því að Smella hér!

…ég vona að þið séuð að njóta þess að helgin er extra löng og gera eitthvað skemmtilegt ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Innlit í Rúmfó á Bíldshöfða…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *