Einföld hugmynd – DIY…

…stundum er ég að sýna ykkur einföld DIY en þetta er eiginlega of einfalt til þess að kallast DIY. Þetta er eiginlega bara meira svona hugmynd. Ég sá nefnilega niðri í JYSK um daginn nýja skrautplöntu sem kom með mér heim, og svo á ég alltaf fallega brassvasann frá sama stað. Svo þegar ég horfði á þetta hérna heima þá kviknaði þessi einfalda hugmynd…

#samstarf

…potturinn sjálfur er of stór ofan í vasann, þannig að ég hreinlega kippti upp stráunum og öllu sem því fylgir og setti ofan í vasann. En það vildi nú þannig til að stráin er akkurat í réttum hlutföllum miðað við vasann og eru líka passlega mörg þarna ofan í – þannig að ef þið fílið þetta útlit, eins og ég geri, þá er uppskriftin hin einfaldasta…

…sjáið bara hvað þetta er fallegt…

Malias vasi – smella hér!
Thorulf skrautplanta – smella hér!

…mér finnst það alltaf skemmtilegur kostur að eiga skrautblóm á milli þess sem ég set alvöru blóm í vasana…

…svo má alveg taka smá tíma til þess að dáðst að þessari fallegu birtu sem við fáum að njóta þessa dagana, það er kannski kallt, en það er bjart og sólríkt og ég er þakklát fyrir það! ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann,
og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *