Edinborg…

…í þau skipti sem við höfum farið með krakkana erlendis í vetrarfríinu, þá höfum við alltaf náð alveg ótrúlega skemmtilegum ferðum og miklum gæðastundum. London hefur tvisvar orðið fyrir valinu og þá höfum við reynt að fara á söngleiki og á skemmtileg söfn. En í fyrra þá náum við ekki að fara út fyrir í lok mars, vegna veikinda dótturinnar, og þá var ferðinni heitið til dásamlegu Edinborgar.

Smella til að skoða ferðalagapósta!

…þetta var fyrsta ferðin mín til Edinborgar, en ég hef farið nokkrum sinnum til Glasgow, og ég verð að viðurkenna að Edinborg heillaði mig, og okkur öll, alveg upp úr skónum…

…þegar maður er staddur á Princes Street þá finnst manni það bara vera óraunverulegt að sjá bara kastalann uppi á hæðinni og tróna yfir borginni. Algjörlega magnað…

…við gistum á hótelinu Mercure Edinburgh City. Staðsetningin var algjörlega til fyrirmyndar og hótelið bara snyrtilegt og fínt. En þó kannski farið að þreytast aðeins, en ekkert sem við settum fyrir okkur…

…og bara til að útskýra hversu geggjað útsýnið var út um gluggann okkar, þá eru þessar tvær teknar þar sem ég sat í glugganum – algjörlega stórbrotið…

…það var auðvitað farið beint á stúfana til þess að næra sig aðeins, það er alltaf möst…

…og allt umhverfið þarna er svo fallegt, alveg smekkfullt af sögu…

…mér leið nánast eins og ég væri stödd á kvikmyndasetti, það er bara eins og tíminn hafi fengið að standa í stað…

…förum í brunch á mjög skemmtilegum stað sem heitir Rabble, mjög gott!

Rabble Edinburgh

…og síðan var leiðinni haldið á Edinburgh Dungeon, sem er í raun svona “göngutúr” um mykari hliðar borgarinnar, en á gamansaman hátt. Þó verð ég að segja að ekkert okkar var neitt mjög spennt fyrir því, þetta var bara allt í lagi og maður var mjög tilbúin að fara út, en þetta tók rétt um klst.

Edinburgh Dungeon – smella hér!

…síðan gengum við upp að High St sem er rétt fyrir neðan Castle Hill (hluti af Royal Mile), sem liggur beint að kastalanum, og þar stendur St Giles Cathedral (dómkirkjan). Þar inni hefði ég getað verið tööööööluvert lengi, þvílík fegurð…

…þessi kirkja var stofnuð 1124 af King David og hefur verið starfandi í næstum 900 ár, algjörlega stórbrotin bygging…

…til þess að auka á stemminguna þá var kór að æfa á meðan við vorum þarna inni og ég var bara með gæsahúð og tárin í augunum allan tímann…

…svo er náttúrulega ekkert annað í stöðunni en að næra sig aftur og meira, það er bara verið stöðugt að…

…því næst lá leið okkar í Camera Obscura and World of Illusions-safnið, en þetta er mjög skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Safnið er á 5 hæðum og efst er hægt að sjá 360°útsýni yfir alla borgina. Þetta er gagnvirk sýning þar sem hægt er að skoða alls konar sjónblekkingar, þrívíddar heilmyndir og er bara einstök upplifun…

Camera Obscura and World of Illusion Edinburgh – smella!

…systkinin sátu á móti hvort öðru og runnu saman í eitt 🙂

…sjónhverfingar…

…eins og þið sjáið, þá var alveg hægt að hafa gaman að þessu, og mikið gaman að mynda…

…og loks komin upp á topp, og útsýnið er stórkostlegt!

…það er fátt skemmtilegra að ferðast svona saman og skoða alls konar…

…síðan fórum við út að borða kvöldmat, og biðum á barnum eftir að fá borð. Það vakti að sjálfsögðu athygli okkar að það var ekkert mál að vera með hunda þarna inni, og þeir fengu að sjálfsögðu vatn í skál sér við hlið…

…en þetta var staður aðeins fyrir neðan St Giles sem heitir Burgers and Beers Grillhouse,
einfalt og mjög gott!

Burgers and Beers Grillhouse – smella hér!

…nýr dagur og við erum aftur farin að borða, hvað er í gangi eiginlega! Boozt-inn var ekki góður, en muffins og meðlæti var ljúffengt!

Black Sheep Coffee – smella hér!

…kíktum aðeins í St James-verslunarmiðstöðina sem var rétt hjá hótelinu, þar sem hattar voru prufaðir og Starbucks-drykkir líka…

St James Quarter Edinburgh – smella hér!

…og eftir það lá leið okkar aftur upp brekkuna að Royal Mile og planið var að fara í skoðun á kastalanum . En ég mæli eindregið með að panta á netinu áður en farið er af stað, því það er mikið bókað – þarna prufuðum við að koma bara við og þá var allt orðið uppbókað…

…en það kom ekkert að sök, þar sem veðrið var fallegt og það er alls staðar eitthvað fallegt að horfa á…

…og svo, þið megið geta – meira borðað…

…forsjálir ferðamenn þennan morguninn, áttum pantað í kastalann kl 14 og byrjuðum því í bröns, alltaf verið að borða, hér erum við á stað sem heitir Greenwoods

Greenwoods – smella hér!

…svo má detta smá inn í búðir…

…og komin í kastalann og í þetta sinn komumst við inn – húrra!

Edinborgarkastali er virki sem stendur á Castle Rock í Edinborg í Skotlandi. Fornleifafræðingar hafa fundið merki um byggð á staðnum frá járnöld en óljóst er hvernig byggð það hefur verið. Konungleg höll hefur verið á tindinum frá ríkisárum Davíðs 1. á 12. öld, en hún entist til ársins 1633. Eftir 1500 dró úr mikilvægi Edinborgarkastala sem konunglegrar hallar en frá 17. öld var hann notaður sem hermannaskáli með stóru setuliði. //Wikipedia

…þetta er ótrúlega skemmtilegur staður að skoða og rölta um, en þetta er á nokkuð stóru svæði og tekur góða stund. Það er gott að vera klæddur eftir veðri og þrátt fyrir mína hæla, þá er eflaust best að vera vel skóaður…

…inni í kastalanum finnst lítil kapella sem heitir St Margaret´s Chapel og var byggð 1130 – elsta byggingin…

…svo fannst mér líka magnað að skoða The Great Hall…

…Mary Skotadrottning bjó um tíma í kastalanum, og sömuleiðis Charles II, auk fjölmargra annarra…

…svo má ekki gleyma að staldra við og horfa í kringum sig, en kastalinn stendur það hátt að hann bíður upp á geggjað útsýni yfir borgina og umhverfið…

…mæli með að panta miða á netinu, það er mjög einfalt:
Smella hér til að panta miða!

…enn og aftur, dásamleg borg – stútfull af sögu og fegurð, og mig langar mikið að heimsækja hana að sumarlagi!

…ævintýralega falleg…

Vona að þið hafið haft gaman að þessari samantekt – njótið helgarinnar! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Edinborg…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    21.02.2024 at 12:42

    Váááá þetta er mjög faleg borg 🙂

  2. Heidrun Finnbogadottir
    22.02.2024 at 11:45

    Gaman að sjá, takk, ég þangað.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *