Svo gordjöss…

…ég keypti mér um daginn svo dásamlega fallegar afskornar hortensíur. Þær eru svo flottar á litinn og hortensíur er bara almennt svo fallegt blóm…

…ég skellti þeim í vasa á hliðarborðið okkar ásamt Eucalyptus-greinum og þær eru unaður. Þið sjáið líka speglast í hringspeglinum þurrkaðar hortensíur, en ég er spennt að sjá hvernig þessar eiga eftir að þurrkast…

…reyndar eftir eina nótt í vasanum voru þær svakalega þreyttar, þannig að ég skáskar þær aftur – það er alveg möst að skáskera en ekki klippa blóm. Þegar þú klippir á leggina, þá kremur þú samar æðarnar í stilkinum og þannig styttir þú líftíma blómanna.

…en ég skáskar þessar aftur og setti mikið meira af vatni og auka næringu og þær tóku alveg við sér aftur…

…þvílík fegurð…

…ansi margt þarna sem mér þykir vænt um…

…þegar ég hef þurrkað hortensíur þá hef ég bara látið þær standa í vasa sem heldur við hausinn á þeim og tekið vatnið af þeim. Það er allt ferlið. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gengur með þessar!

Njótið dagsins!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *