Bjartari tíð…

…vá hvað ég er ótrúlega þakklát fyrir birtuna sem er mætt á nýjan leik eftir veturinn. Það er eiginlega magnað að mér finnst eins og sólin hafi ekki skinið í desember eða janúar, sem er auðvitað ekki rétt, en þið vitið eflaust hvað ég meina. Þessir dagar þar sem það birtir varla til fyrr en eftir kl 11 og aftur orðið dimmt kl 15 – og svo voru nokkrir þar sem það birti nánast ekkert upp allan daginn. Í það minnsta, ég er fegin og þakklát birtunni sem er farin taka á móti okkur strax að morgni dags…

…þegar ég fór að skoða myndir sem ég hef tekið frá jólum, þá fannst mér það áberandi að ég er alltaf að mynda birtu, sólina og hvernig hún skín inn…

…sumum finnst kannski svona myndataka þreytandi 🙂

…en ég í það minnsta er sérstaklega þakklát fyrir ljósið, jafnvel þó að það myndi oft langa skugga…

…fyrst um sinn var sólin svo lágt á lofti að birtan náði ekki “alla leið”…

…en svo tók febrúar við, og afmæli dótturinnar, og þá vitum við að daginn er tekið að lengja svo um munar…

…og núna, þegar febrúar er að klárast, þá er ég farin að þrá grænt gras og tilheyrandi vorfíling…

…ég er eins og litlu krakkarnir, um leið og ég fæ birtuna sem ég þráði, þá “heimta” ég meira: gras líka takk, og blóm í haga…

…en þið sjáið bara ljósalistina sem myndast á veggjunum, bara fallegt…

…og ég held að það hafi verið þrá mín eftir grænu umhverfi, sem kallaði á það að setja bæði græna púða og teppi í stofuna…

…ég hef verið í mikilli tiltekt í skúrnum og geymslunni, eins og hefur sést á Instagram…

…og það er því gott að nota tækifæri og skipta út og leika sér meira með “dótið” sitt…

…ég kom einmitt inn með þessar greinar sem ég hef átt í mörg ár en þær minntu mig á vorið…

…og ég tók líka hliðargardínurnar úr stofuglugganum og læt bara þunnar hvítar gardínur duga fyrir, enda hleypa þær enn meiri birtu inn…

…og þá er líka sama fyrirkomulag í borðstofunni og í stofunni…

…svo eru meira segja farnir að birtast dansandi skuggar á veggjunum og þá verð ég enn glaðari…

…vona að þið séuð að eiga góðar stundir, að hækkandi sól og birta nái að færa ykkur sömu gleði og mér!

Hversdagslegir “litlir hlutir” sem eru að breyta öllu – eigið góða helgi

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *