Uppfærsla fyrir fermingu…

…jæja smávegis meikóver á herbergi fermingarbarnsins. Skil ekkert hvaðan drengurinn hefur þetta, en hann er búinn að vera alveg friðlaus um að breyta til í nokkra mánuði. Seinast þegar við breyttum, þá var staðan svona – reyndar bara fínt sko. En síðan hefur tölvuáhuginn farið stigvaxandi og skjárnir orðnir 2 og allt orðið svona fremur þröngt…

Getið skoðað nánar í þessum pósti – smella!

…þannig að við ákváðum að breyta aðeins, án þess að kaupa allt nýtt inn. Nota það sem til var fyrir og bæta bara örlitlu við til þess að fá útlitið sem sóst var eftir og gerði herbergið í raun stærra fyrir stækkandi ungann mann…

…fyrsta sem við gerðum var að prufa að færa rúmið og setja skrifborðið við hliðina á því. Borðið er bara borðplata úr Ikea og fætur, og þegar við sáum að þetta myndi alveg ganga upp, þá var einfalt að stytta það aðeins til, tókum einhverja 15cm af og þá var þetta alveg að ganga upp. En við erum þarna bara að færa húsgögnin til að prufa hvernig “flæðið” yrði þarna inni…

…pilturinn er mikið búinn að tala um svartan lit og langaði í svart inn í herbergið. Við vorum kannski ekki á leiðinni að mála svart, og auk þess erum við með tölvu inni í þvottahúsi sem heyrðist aðeins í á milli herbergja. Það var því snilld að nota hljóðdempandi plöturnar úr Bauhaus bara yfir allan vegginn. Eins og sést á veggnum þar sem brúnu þiljurnar stóðu þurfti að sparsla og mála hann til að laga, en veggirnir eru málaðir í Kózýgráum úr litakortinu mínu hjá Slippfélaginu…

Kózýgrár – Slippfélagið!

…plöturnar voru á tilboði í Bauhaus, þannig að mér fannst þetta snilldarlausn. Þær eru líka fallegar og breyta miklu inni í rýminu. Svo það sem var geggjaður bónus, bæði tölvuskjárnir og snúrurnar “hurfu” svolítið inn í vegginn og urðu mikið minna áberandi. En vá hvað það er mikið að vera með röndótt teppi á rúminu á móti þessum röndótta vegg 🙂 …

Hljóðdempandi þiljur – smella hér!

…svo er líka gaman að skoða þetta hlið við hlið, og sjá hversu miklu það breytir að setja eitthvað á vegginn og skreyta hann aðeins…

…en ég notaði hillur úr JYSK sem heita Gard, og stærri týpurnar af þeim passa einmitt þannig að skrúfurnar hitta á milli spítna…

Smella fyrir Gard hillur!

…þarna má leika sér með þetta endalaust, blóm eða hvað sem er…

…við hliðina setti ég síðan G sem ég keypti í USA fyrir mörgum árum, en ég hafði prufað setja mynd þarna en það var of þungt/svart við vegginn…

…snagabretti sem var áður yfir rúminu, er núna komið á vegginn gegnt glugganum, og mitt uppáhalds er spegillinn sem grípur dagsbirtuna og kastar henni aftur um rýmið. Snagabretti eru líka snilld í krakkaherbergi, auðvelt að raða og breyta á þeim – hengja á töskur eða íþróttatreyjur eða bara hvað sem heillar…

…við áttum smá afgang af þilju, og settum hana á vegginn við hliðina á fataskápnum. Á móti þiljuvegginum sjálfum. Þetta tengir þetta smá saman og mér fannst þetta koma mjög skemmtilega út…

…þá ertu líka komin með flottann bakgrunn til þess að setja snaga á, og það bráðvantaði snaga fyrir skólatösku og annað slíkt. Snilld að þetta eigi sinn stað…

…snagarnir eru frá JYSK og viðarliturinn gefur þessu meiri hlýleika…

Smella fyrir snaga!

…skápurinn er grunnur sem gerir það að verkum að það er bein sjónlína að glugganum og við það virkar herbergið stærra – gardínurnar voru í herberginu fyrir seinustu breytingu – geymdi þær, auðvitað…

…við erum með extra háa fætur undir rúminu, sem ég er að hugsa um að skipta út, og það myndi breyta miklu að hafa rúmið aðeins lægra. En þetta er rúmbotn frá JYSK en dýnan frá Dorma!

…undir rúminu erum við með skúffu á hjólum, en ég keypti tvær og hafa þær verið inni hjá systur hans, en núna er hún með eina og hann aðra. Fínt til að geyma bækurnar…

…þar sem það er ekki pláss fyrir náttborð, þá keypti ég hillu með ljósi í Bauhaus, sem þið munið kannski eftir að ég notaði í fyrsta þættinum í seinustu seríu og nýtti svo minni Gard hilluna fyrir ofan og mynd sem var í herberginu áður…

…þá erum við komin hringinn og ég held að flest sé upptalið. Eins og áður sagði, þá snerist þetta ekki um að kaupa allt nýtt inn, heldur bara að breyta uppröðun og gera herbergið aðgengilegra og hentugra fyrir fyrir hann í dag – og það sem drengurinn er alsæll, þá verð ég bara að vera mjög ánægð með hvernig tókst til..

…ef það er einhverju ósvarað, þá er ykkur velkomið að henda inn spuringum á mig!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Uppfærsla fyrir fermingu…

  1. Anna Sigga
    11.02.2024 at 11:02

    Hæ Soffía! 😊

    Mig langar að vita hvar þú fékkst þessa skúffu undir rúmið? Þurftir þú að hækka ŕúmið fyrir skúffuna?

    Kv Anna Sigga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.02.2024 at 00:38

      Ég fékk skúffuna gefins fyrir mörgum árum, held að þær hafi fengist í Ikea. Við keyptum hærri lappir undir rúmið í JYSK!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *