Stofa – moodboard…

…það er alltaf gaman að setja saman herbergi í huganum. Þetta er svona næstum eins og hugarleikfimi og leyfir manni að leika sér með rými, ég meina þau eru ímynduð og því ekkert sem stendur í vegi fyrir að skemmta sér bara við þetta. Í þetta sinn er ég að vinna með vörur frá Rúmfó, sem ég er í samstarfi við, en allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn er ekki kostaður sérstaklega.

Í stofu eru fáir hlutir sem hafa meira vægi en sófinn sjálfur. Þetta stóra húsgagn setur tóninn fyrir það sem koma skal, og ég reyni oftast að velja þá inn fyrst af öllu. Þessi tungusófi er nýr í Rúmfó, alveg ferlega flottur og stílhreinn og ég er að fíla þessar svörtu fætur…

Emerson tungusófi – smella hér!

Að gamni setti ég líka inn þennan hérna í þessum fallega græna lit, það væri nefnilega hægt að nota hann þarna inn í staðinn, og setja þá jafnvel með ljósan hægindastól…

Kare tungusófi – smella hér!

Púðar eru síðan möst í alla sófa, bæði til þess að gera þá meira kózý en líka til þess að gera þá persónulegri, þetta er þitt tækifæri til þess að gera sófann meira að þínum…

Skrautpúðar – smella hér!

Sjálfri finnst mér mjög fallegt að velja hægindastól/a með sem eru í öðrum lit eða áklæði til þess að brjóta upp aðeins litapallettuna, hér er dásamlegur grænn stóll sem passar með flestu…

Hundestad hægindastóll – smella hér!

Svo þarf auðvitað mottu, hún gefur hlýleika og það sem meira er – hún rammar inn svæðið og gerir það að heild…

Odon motta – smella hér!

Sjálf elska ég að vera með tvo eða fleiri sófaborð sem er hægt að renna hvert undir annað og leika sér svoldið með, svo eru þau endalaust þægileg í veislum þegar maður getur spilttað þeim upp. Svarta grindin er svo að “tala við” svörtu fæturnar á sófanum og aðra fylgihluti…

Spiro sófaborð 2 í setti – smella hér!

Þessi hengiljós eru falleg yfir borði, en líka bara svona á flottum stað í horni – næstum eins og borðlampi. Virkilega töff…

Magnar loftljós – smella hér!

Saltvig línan er ný og ég er að fíla hana í ræmur. Þetta eru svo stílhreinir og fallegir skápar, og liturinn er alveg pörfekt – örlar ekki á gulum tón í þessum.

Saltvig skenkar – smella hér!

Eitt tips, ef þið eigið ekki falleg málverk eða listaverk á veggi, þá er oft sniðugt að nota bara spegla. Sér í lagi að para t.d. saman tveimur speglum. Þeir koma svo fallega út, stækka rýmið og endurspegla ljós og birtu – alltaf snilldar lausn…

Marstal oval speglar – smella hér!

Í lengri tíma hafa allar gardínur verið að koma í lengdinni 300cm en núna eru að koma fleiri í lengdinni 245cm og ég fagna því svo innilega. Fallegar gardínur eru nefnilega alltaf punkturinn yfir i-ið í hvaða rými sem er…

Boren gardína 140×245 – smella hér!

Aga gardína 140×300 – smella hér!

Roxen gardína 140×245 – smella hér!
Boren gardína khaki 140×245 – smella hér!

…svo gerir maður alltaf hús að heimili með alls konar smáatriðum, bæði blómum og öðrum skrautmunum…

Skrautblóm – smella til að skoða!

Skrautmunir – smella til að skoða!

…og svo þegar þetta kemur allt heim og saman, þá er þetta útkoman – stílhreint og kannski bara frekar einfalt, en mér líkar þetta svo vel! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *