Magnolia Market – haust…

…ég hef sagt það áður, og segi aftur – ég elska stílinn hennar Joanna Gaines. Það sem mig dreymir um er að fara í pílagrímsferð til Texas og sjá Silos, verslunina, bakarí-ið og allt hitt með eigin augum. Einn góðan veðurdag! Einn góðan veðurdag!

Þar til læt ég mér nægja að horfa á úr fjarska, og núna var verið að breyta búðinni hennar fyrir haustið. Þetta er þvílíkur innblástur að sjá alla vinnuna og metnaðinn sem er lagður í þetta. Eftir að búðinni er lokað, þá er bara nánast allt tekið út, og svo er flutt inn það sem leggur grunninn að nýrri árstíð. Alltaf eitthvað nýtt og öðruvísi, skapað af listafólkinu sem þarna starfar. Stórkostlegt.

Mig langaði að deila nýju myndunum með ykkur, þannig að njótið vel…

…sjáið t.d. þessa “súlu” eða hvað skal kalla, sem er smíðuð og gamlar bækur eru settar innan í, elsk…

…fallegir kransar…

…hversu dásamlega fallegt…

…greinar í haustlitunum…

…svo fallegur þessi einfaldleiki, hvíti liturinn og viðurinn…

…allt svo fallega sett upp…

…þau eru vinna með skemmtilega hugmyndafræði, sem er það sem brotið er þess virði að gera við aftur. Notast við Japanska hugmyndafræði, þar sem fyllt er í brotin/sprungurnar með gulli. Þannig verður gallinn að því sem fegurðin…

…þessi skápur – mamma mia…

…mæli líka með að horfa að myndbandið sem er til:
Smella hér til þess að horfa!

Vonandi var þetta ykkur innblástur, eins og mér – kannski bara að fara að haustskreyta smá! ♥

All photos and copyright via Magnolia.com

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

3 comments for “Magnolia Market – haust…

  1. Anonymous
    30.08.2019 at 12:56

    Já það væri gaman að fara og sjá þetta með eigin augum. Þau eru í uppáhaldi og hafa verið í mörg ár, þegar ég var að horfa á fixer-upper.

  2. Anna
    30.08.2019 at 18:06

    Húsmæðraorlof-pílagrímaferð, skora á þig Soffía að skipuleggja ferð sem fagurkerar geta hópast í 😉

  3. Anonymous
    12.09.2019 at 09:34

    Kem með í ferðina buin að horfa a alla þættina miljón sinnum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *