Næsta stórverkefni…

…við erum núna búin að búa í húsinu okkar síðan árið 2008 og smám saman erum við að tækla þau verkefni/breytingar sem að hafa legið fyrir nánast frá byrjun. Fyrst þá var sett nýtt þak á allt húsið og í leiðinni breyttum við útlitinu á þakkantinum. Svo var skipt út bæði útihurð og bílskúrshurð, pallurinn var byggður og svo skiptum við um gler í nánast öllum gluggum.

Þannig að þetta er svona eilífðarverkefni að eiga hús, um leið og eitt verk klárast þá tekur næsta við. En með því að vera búin að þessum verkefnum sem ég taldi upp þarna að ofan, þá erum við nánast búin að tæma stóru verkin af listanum, nema bílaplanið. Úff þetta risastóra bílaplan sem er, eins og sést á myndinni, bara möl – sem þýðir að það er að berast endalaust af steinum og slíku inn í húsið…

Pósturinn er unninn í samstarfi við BM Vallá!

…við erum því búin að vera á leiðinni í framkvæmdir að helluleggja allt þetta plan, auk þess sem okkur langar að breyta svolítið útlitinu hér fyrir framan húsið þar sem bæði hellurnar þar eru komnar á tíma (farnar að skekkjast og hreyfast til) og hekkið sem er meðfram gönguleiðinni er orðið ónýtt.

Það kom því ekkert annað til greina en að laga hér fyrir framan hús um leið og planið verður tekið í gegn. Stórt verkefni en það sem þetta er nú spennandi!

…við skoðuðum hjá BM Vallá og okkur leist strax svo vel á þeirra vörur og þjónustu, bæði alveg ótrúlegt úrval af hellum og öllu sem því fylgir – í fjölmörgum litum – auk þess sem þau bjóða upp á snilldarþjónustu með því að hægt er að panta tíma hjá landslagsarkitekt sem hjálpar manni að hanna og aðlaga plássið að okkar þörfum…

Landslagsráðgjöf hjá BM Vallá – hægt að fá ráðgjöf við útfærslu hugmynda um framkvæmdir við lóðina, garðinn eða innkeyrsluna við heimilið. Landslagsráðgjöfin miðast við eitt svæði við húsið, t.d. innkeyrslu/aðkomu að húsi EÐA baklóð.
Bókanir í ráðgjöf eru á vefnum hjá BM Vallá eða á Noona appinu og gengur upphæðin af ráðgjöfinni 19.900 kr upp í efniskaupin.

Smella hér fyrir landslagsráðgjöf!

Svo var að koma alveg hreint snilldar nýjung sem er teikniforrit sem býður upp á möguleikann að hlaða inn mynd og prufa sig áfram sjálfur – þetta er ótrúlega skemmtilegur fítus.

Teikniforrit fyrir innkeyrslu. Með nýju teikniforriti BM Vallár er hægt að hlaða inn mynd af innkeyrslu eða nota sýnisútgáfur af mismunandi innkeyrslum. Hægt er að velja á milli mismunandi tegunda af hellum, litum og kantstein. Teikniforritið hentar vel þeim sem vilja hanna sína eigin innkeyrslu og skoða hvernig mismunandi hellur koma út. Þegar búið er að hlaða inn mynd af eigin innkeyrslu og máta mismunandi tegundir af hellum er hægt að kalla eftir verði frá BM Vallá og fá tilboð í hellurnar.

Smella hér fyrir teikniforrit!

Teikniforritið er mjög einfalt í notkun og leiðir þig áfram, skref fyrir skref…

…þú getur bæði skoðað sýnisútgáfur af innkeyrslum, svona til þess að sjá hvað þér líst best á, og svo er hægt að hlaða inn mynd af þinni innkeyrslu og máta hellurnar þangað…

…mikilvægt er að taka mynd af innkeyrslunni og okkur reyndist það best að taka myndina beint framan á. Ekki á ská og nota eitthvað til þess að mynda ferhyrning – með 200cm á milli – til þess að fá hlutföllin sem réttust…

…hér sjáið þið gula punkta sem ég litaði inn á eftir á til þess að sjá þetta betur…

…svo er bara að setja inn ferhyrninginn…

…og svo er bara að setja inn útlínurnar á réttu staðina – aftur tek ég það fram, þetta er mjög einfalt í notkun…

…og hér sjáið þið þegar ég er byrjuð að setja útlínurnar inn og maður sér hellurnar hreinlega raðast inn á planið…

…og ég get ekki líst því hversu mikið ég hlakka til þegar þessi ásýnd verður raunveruleg…

…og það skemmtilega er að prufa inn ólíka möguleika, mismunandi liti og sjá hvernig þetta raðast inn og hversu miklu þetta breytir…

…svo er líka hægt að bæta inn á kantsteini til þess að fá enn betri tilfinningu fyrir þessu…

…svo þegar búið er að velja inn á óskalistann það sem þið viljið helst fá, þá bara hreinlega hægt að óska eftir tilboði. Svo einfalt!

…en eins sniðugt og teikniforritið er, og ég mæli hiklaust með að byrja þar – þá er það algjör snilld að mæta til hennar Lilju í Fornalund og fá hana til þess að fara yfir þetta með manni. Það eru svo ótal margar nýjar hugmyndir sem koma fram og snilld að fá nýja sýn á eitthvað sem maður er búin að horfa á svona lengi…

…þetta svæði er líka svo svakalega fallega sett upp og gefur manni hreinlega ótal hugmyndir við það eitt að rölta aðeins um og skoða…

…við vorum búin að senda henni myndir áður en við mættum, vorum sjálf búin að skoða ýmislegt á netinu og vorum með ákveðnar hugmyndir sem við létum hana vita af og svo var líka snilld að skoða bæklingana sem til er, en þeir eru líka til inni á netinu sem er auðvitað brill:

Smella til að skoða bæklingana!

…við vorum til dæmis ótrúlega spennt fyrir óðalssteininum til þess að hlaða vegg og beð, það var eiginleg það eina sem við vorum alveg ákveðin í. Saman fundum við spennandi lausn, því að veggurinn sem meðfram bílaplaninu er farin að halla aðeins og hann verður tekinn í burtu.

BMV lundurinn sept. 2016

Nýji veggurinn verður hlaðinn og með tréverki, svo spennt fyrir þessu!

…þetta er bara fyrsta teikninginn af því hvernig þetta verður, en ég ætla að setja inn fleiri pósta þar sem ég fer yfir það sem við erum að spá í að gera. Auk þess sem ég ætla að segja ykkur frá verktakanum sem við erum búin að finna í þetta…

…það er líka kjörið að enda póstinn á að segja ykkur að það eru tilboðsdagar í gangi hjá BM Vallá um þessar mundir:

SUMARTILBOÐ FRÁ 4-15 MAÍ. Við bjóðum sumarið ☀️ velkomið og bjóðum 15-20% afslátt af hellum, hleðslusteinum, blómakerum, sorptunnuskýlum, viðgerðar- og steypublöndum.*

Nú er rétti tíminn til að plana 🏠 framkvæmdirnar í sumar, helluleggja planið, fegra garðinn og sinna viðhaldi hússins.

Þú sérð öll tilboðin á vefnum www.bmvalla.is🌐

Einnig er hægt að koma í heimsókn að Breiðhöfða í Reykjavík og Sjafnargötu á Akureyri og skoða vöruúrvalið. Það verður tekið vel á móti þér 🤝

*Tilboð gildir meðan birgðir endast.

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Næsta stórverkefni…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *