Næsta stórverkefni II…

…framhald frá seinasta pósti – smella hér, þar sem við fórum yfir það hvers vegna það er komin tími á að breyta og bæta hérna fyrir utan. Ég er alveg ótrúlega ánægð með það að við erum að ná að endurnýta nánast allt sem við þurfum að fjarlægja héðan:
Grindverkið okkar er komið með nýtt heimili og fær framhaldslíf.
Sandkassinn er kominn á góðan stað þar sem lítil krilla fær að leika sér í honum.
Meira að segja hellurnar hérna eru að fara til dóttur hjónanna sem byggðu húsið.

Pósturinn er unninn í samstarfi við BM Vallá!

…hér sjáið þið smá yfirlitsmynd af bílaplaninu og hérna fyrir framan hús. Ég var sjálf búin að gera mér eitt og annað í hugarlund og fá alveg ótal hugmyndir sem mig langaði að koma í framkvæmd…

…ég var til dæmis orðin spennt fyrir að taka þetta grindverk niður. Ástæðurnar fyrir því voru nokkrar:
Það skyggði á útsýni úr eldhúsglugganum, lokaði í raun fyrir garðinn og við horfðum bara í þetta litla skot. Þetta pláss var frekar þröngt og bauð ekki upp á mikla möguleika.

Það sem mig langaði að gera var að taka grindverk og stækka í raun plássið fyrir framan glugga. Rétt utan rammans á myndinni, vinstra megin, er beð með sýrenu sem er mjög aðþrend. Ég vildi taka það frá sem þrengir að henni og láta hellulögn ná að beðinu sem hún kemur til með að standa í…

…og svo er mig búið að dreyma um að gera pergóla fyrir utan gluggann…

…ég er búin að vera að hugsa þetta svo lengi að á tímabili ætlaði ég að halda grindverkinu og gera bara pergóla ofan á, en þið sjáið svona pælinguna…

…þetta gæti orðið svoldið skemmtilegt, ekki satt?

…við fórum í frábæra landslagsráðgjöf hjá henni Lilju í BM Vallá.
Það sem er gott að hafa í huga fyrir svona heimsókn er:

  • Senda málsetningar og góðar myndir af svæðinu sem um ræðir
  • Taka fram ef það er eitthvað sem ekki má taka í gróðri og slíku
  • Setja fram þær óskir sem þið hafið (pergólað mitt hér)

1) Landslagsráðgjöf fyrir eitt svæði

Landslagsráðgjöf fyrir innkeyrslu/aðkomu að húsi EÐA baklóð. Landslagsarkitekt hannar eitt svæði við húsið (aðkomu eða baklóð) og útbýr þrívíða útlitsmynd af hönnuninni, efnislista og magntölum ásamt verðtilboði.

Landslagsráðgjöf hentar þeim sem vilja fullmótaða hugmynd, magnupplýsingar og útfærslu að heildarútliti á einu svæði við húsið, að hámarki 200 fm.

*Kostnaður við landslagsráðgjöf gengur upp í efniskaup á hellum hjá BM Vallá.

Smella til að skoða nánar eða bóka tíma!

…hérna sést svo ca hvernig þetta verður. Það er búið að breyta hinu og þessu frá þessari fyrstu teikningu, en engu síður þá er þetta grunnhugmyndin. Ég er spennt!

…hleðsluveggurinn meðfram bílaplaninu verður eflaust aðeins hærri, svona til að skýla okkur betur frá norðanáttinni sem við fáum blásandi beint inn á planið…

…í fyrsta sinn fáum við skýli fyrir ruslatunnurnar sem er ótrúlega ánægjulegt, eftir að hafa þurft að horfa á þær í 15 ár. Við vildum ekki fara með skýlið of langt frá húsinu og þessi staður varð fyrir valinu og svo ótrúlega spennandi að hafa þetta mini pergóla/hlið sem verður tengt við skýlin. Þetta á eftir að taka smávægilegum breytingum, en það verður svo gaman að sjá þetta verða til…

Smella til að skoða sorptunnuskýlin!

…við ákváðum líka að gera smá svona “vegg” á pergólað, svona til þess að blokkera aðeins sýn frá eldhúsglugganum yfir á bílaplanið…

…eins verður álíka “veggur” þarna á hliðinni, auk þess sem það er mjög stórt tré sem stendur þarna við þar sem stoðin fyrir pergólað er. Beðið sem þið sjáið þarna fyrir framan verður líka eflaust hækkað aðeins upp með óðalsteinunum, svona til þess að gera meiri afmörkun…

…þannig að þetta verður ansi stór breyting frá því sem var/er núna…

…svo þarf auðvitað að velja inn réttu hellurnar og eftir miklar pælingar, þá höllumst með mest að því að taka Rómarsteinn á planið allt saman og líka fyrir framan hús…

Rómarsteinn – skoða nánar!

…en við ætlum að stækka þrepið fyrir framan útihurðina, fyrst var pælingin að sleppa þrepinu og hafa steinana smá aflíðandi – en ég vil endilega geta haft blómapotta og luktir og því var stærra þrep lausnin. Í þrepið og á útisvæðið undir pergólanu verða síðan stærri hellur sem heita Veranda þar…

Veranda – skoða nánar!

…og í hleðsluna hjá okkur, þá verður notaður Óðalssteinn, en mér finnst hann alveg einstaklega fallegur og hefur langað í mörg ár að setja svona hjá okkur – ég er líka sérstaklega spennt fyrir hvernig hlaðni veggurinn við bílastæðið með tréverkinu á verður…

Óðalssteinar – smella til að skoða

BMV lundurinn sept. 2016

…hér sjáið þið líka myndina af planinu með Rómarsteininum á, en þið getið einmitt prufað ykkur áfram sjálf með teikniforritinu inni á heimasíðu BM Vallá:

Smella til að skoða teikniforrit!

…svo eru til ýmislegt til þess að skreyta fyrir framan húsið, eins og bekkir og ker. Ég er mikið að spá í löngum bekk undir stóra eldhúsgluggann okkar…

Smella til þess að skoða bekki!

…en svona risaverkefni er ekki unnið bara af okkur tveimur, svo mikið er víst og við fórum í hellings leiðangur að finna verktaka sem gat tekið þetta að sér. Okkur vantaði auðvitað fyrst og fremst í hellulagninguna og vinnuna við það, en helst vildum við láta sama aðila taka að sér alla timburvinnu líka.

Við unnum eftir ábendingum frá vinum okkar hjá BM Vallá og þau bentu okkur á Gullregn Vertaka. En það er hann Gunnlaugur/Gulli sem er framkvæmdastjóri þar. Hann er líka skrúðgarðyrkjufræðingur, sem er snilld, auk þess að konan hans er hluti af teyminu og hún er garðahönnuður með BSc í landslagsarkitektúr. Vinnan er auðvitað ekki hafin, en Gulli fær sko allt mitt hrós, þægilegur í samskiptum og hjálpsamur, svarar alltaf strax eða hringir um leið til baka og færi gefst, svarar tölvupóstum hratt og skilmerkilega og mætir á þeim tíma sem hann segist ætla að koma. Húrra!!

Gullregn Verktakar – Heimasíða!
Gullregn Verktakar – Facebook!

…það eru líka fjölmargar myndir af verkefnum sem þau hafa unnið inni á Facebook-síðunni þeirra:

Smella hér til að skoða!

…nú erum við búin að fjarlægja grindverkið fyrir framan eldhúsgluggann, auk þess sem dagurinn í gær fór í að taka upp plöntur og finna þeim nýjan stað – þar til hægt verður að flytja þær á “ný heimili” í nýjum beðum. Þetta er hellings ferli og tekur tíma, en styttist í þetta. Stefnir allt að Gulli og hans fólk í Gullregn verði hjá okkur í lok mánaðar.

Ertu spennt/ur að sjá framhaldið?

…það er líka kjörið að enda póstinn á að segja ykkur að það eru tilboðsdagar í gangi hjá BM Vallá um þessar mundir:

SUMARTILBOÐ FRÁ 4-15 MAÍ. Við bjóðum sumarið  velkomið og bjóðum 15-20% afslátt af hellum, hleðslusteinum, blómakerum, sorptunnuskýlum, viðgerðar- og steypublöndum.*

Nú er rétti tíminn til að plana  framkvæmdirnar í sumar, helluleggja planið, fegra garðinn og sinna viðhaldi hússins.

Þú sérð öll tilboðin á vefnum www.bmvalla.is

Einnig er hægt að koma í heimsókn að Breiðhöfða í Reykjavík og Sjafnargötu á Akureyri og skoða vöruúrvalið. Það verður tekið vel á móti þér 

*Tilboð gildir meðan birgðir endast.

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Næsta stórverkefni II…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *