Innlit í Myrkstore…

…ég hef nú oft sagt ykkur frá vefversluninni Myrkstore sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, en hún Tanja sem er eigandi verslunarinnar er alveg einstaklega smekkleg og velur svo fallega inn í búðina sína.

Núna hefur verslunin tekið vaxtarkipp og fært sig af netinu og er búin að opna í Faxefeni 10 á 2.hæð, fyrir ofan Módern og á móti Erninum. Þið getið smellt hérna til þess að skoða opnunartíma!

#samstarf

…eins og myndirnar bera með sér þá er verslunin hreint augnayndi, það er allt fallegt þarna inni…

…þetta borðstofuborð og stólarnir eru svo flott. Þetta er alveg dásamlega stílhreint og tímalaust…

…svo fallegir vasar og stellið er æðislegt…

…það voru að koma nýjar barnavörur inn, en það eru þessir stólar og borð frá merkinu Nofred, koma í tveimur litum: eikar og svört…

Smella til að skoða Nofred!

…þessar blöðrur á veggi er eitt það fallegasta skraut sem ég hef séð fyrir barnaherbergin, koma í nokkrum mismunandi litum:

Smella til að skoða blöðrur!

…hafið þið hreinlega séð flottara fatahengi? Hélt ekki 🙂

Smella til að skoða Töjbox fatahengi!

…önnur nýjung eru þessi fallegu og mjúku barnaföt…

Smella fyrir barnafatnað!

Stedge hillan frá Woud er eikarhilla sem einkennist að léttleika, hreinleika og skýrri uppbyggingu.
Fíngerða hönnunin er sjónblekking þar sem hillurnar virðast hanga á einum þræði.
Með sínum létta svip og fínum brúnum passar Stedge hillan í hvaða herbergi sem er.

Stedge hillan er fáanleg í tveimur breiddum 60 cm og 80 cm og þremur litum.
Stuttur vír (77 cm) og langur vír (120 cm) fylgir með.

Smella til að skoða vegghillur!

…ég hafði alveg einstaklega gaman af því að mynda og skoða þarna inni, og það er æðislegt að sjá þessar flottu vörur allar svona uppsettar saman. Þær eru að njóta sín svo vel

Swing veggljós – smella hér

Þessi eru svo flott, þau eru einföld en geta breyst mikið með því að skipta út í skrautperur. Finnst það líka kostur að það er snúra og innstunga, og þarf því ekki að tengja beint í vegg.

…annar flottur vegglampi er Mercury ljósið:

Mercury ljósið frá Woud er listaverk á veggnum. Þegar ljósið er kveikt glóir Merkúr eins og fallegur tunglmyrkvi. Lampinn er festur á vegg með skugga sem hylur hringlaga ljósið. Hægt er að dempa óbeina ljósið til að skapa þaggað andrúmsloft. Með myndrænni tjáningu skapar lampinn listaverk hvort sem ljósið er kveikt eða slökkt.

Smella til að skoða Mercury!

…þetta sófaborð er eitthvað annað töff:

ARC dregur nafn sitt af stærðfræðihugtakinu um sléttan feril sem tengir tvo punkta í hring.
ARC borðið frá Woud býður upp á einfalda virkni. Hægt er að snúa efri borðplötunni til að sýna hluti sem leynast ofan í eða loka plötunni til að fela. Yfirborðið á innra geymslurýminu er þakið sléttu nanólamíni til að bæta við öskuviðinn á meðan þrífætta byggingin bætir fjörugu og léttri snertingu við geometrísk löguðu hönnunina.

Smella fyrir Arc sófaborð!

…hillur fullar af dásemdum, og jú – hillurnar eru líka söluvara. Þessar finnst mér svo flottar!

Knaegt frá Woud er fatahengi við glæsilega fagurfræði. Einföld endurtekning á viðarprikum með leðurbandi sem fer í gegnum hengið gerir það kraftmikið þar sem línan sem viðarprikin búa til breytist eftir því hvað er hengt á það. Hvert viðarprik virkar sem hengi. Fatahengið er í nútímalegri hönnun sem gefur mikinn karakter.

Smella til að skoða!

Jamar bakki – smella

Þessi er sá flottasti. Geggjaður fyrir kertin eða bara olíur og krydd í eldhúsinu…

…svo er alveg geggjað úrval af alls konar fallegri gjafa- og smávöru…

…turflað hliðarborð, sem er með innbyggðri blaðageymslu:

Sentrum hliðarborðið frá Woud einkennist af einfaldleika þar sem það hefur verið fjarlægt öllum óþarfa þáttum. Eftir stendur sterkur málmgrunnur og rúmfræðileg tjáning með hreinni virkni. S-laga byggingin er miðpunktur athyglinnar og skapar tvö geymslurými beggja vegna til að auka notagildi hliðarborðsins sem er tilvalið fyrir til dæmis tímarit og bækur.

Smella til að skoða!

…ég er líka nokkuð viss um að í Myrkstore er eitt besta úrval á landinu af þurrkuðum stráum…

Smella til að skoða!

…Spacekertastjakarnir alltaf flottir!

Smella til að skoða!

Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is

…svo er vert að taka það fram að það er lagersala í gangi núna og 10% afsláttur af öðrum vörum!
Ég ætla síðan að sýna ykkur tvö dásamlega vasa sem komu með mér heim innan skamms!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Innlit í Myrkstore…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *