Elsk´etta…

…ok þá!  Ég er náttúrulega ekki í lagi 🙂
Ég fann eitt horn í húsinu sem var pláss í, og mig hefur langað svo í eitthvað þarna við hliðina á skápnum…

…sérstaklega eftir að við bættum flottu reglustikunni (fæst í BarrLiving.is) á vegginn…

..í seinasta pósti sýndi ég ykkur innlit í Blómaval, og það var svo ótrúlega mikið til af flottu þar.
Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Blómaval.
Það sem ég rak strax augun í voru þessi hérna hliðarborð.  Ég elska þau!

…blómasúlur eru auðvitað búnar að vera mjög vinsælar, en mér finnst flestar vera of “einfaldar” inn hjá mér, eru bara í ekki þeim stíl sem ég fíla. En þessar, þær eru fullkomnar.  Vel stabílar, sem mér finnst möst……og svo þessi geggjuðu viðarplötur ofan á……ég fékk mér líka þessa geggjuðu bergfléttu og pottinn, og mér finnst þetta koma ferlega vel út saman.  Fíla þennan grófleika…
…og ég ákvað bara að vera með smotterí á borðinu við hliðiná, bjöllu og gamalt talnaband…
…þið hafið auvitað margséð bakkann minn fallega, en ég sá að hann var enn til.  En það sem ég varð svo súper skotin í líka, voru þessir svörtu kertastjakar…
…svo ekki sé minnst á þessar gordjöss krukkur frá Riverdale-merkinu…
…blómin eru gerviblóm, og ég tók bara tvær greinar setti með gervi eucalyptus-greinum sem ég átti fyrir…
…er sko alveg að fíla þetta saman!
…finnst þetta smella hingað inn – og er ótrúlega sátt…
…hvað finnst þér annars? ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Elsk´etta…

  1. Alda Stefánsdóttir
    02.08.2018 at 20:42

    Sæl, ég á svona skáp eins og þú ert með, langar að mála hann. Hvernig máliningu ertu með, hvað notaðir þú og hvernig grunn vardtu með ??

  2. Guðrún
    02.08.2018 at 20:54

    Dásemd ❤️

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    02.08.2018 at 23:37

    Æðislegt 🙂

  4. Margrét Helga
    03.08.2018 at 10:11

    Mjög flott! Dauðlangar í svona hliðarborð 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *