Stólaleikur…

…jæja, áfram gakk! Ég sýndi ykkur blessað borðstofuborðið okkar um daginn – sjá hér! – og þá sagði ég ykkur að næstu pælingar væru að fá sér nýja stóla…

Húsgagnahöllin – #samstarf

Ég fór því í leiðangur í Húsgagnahöllina og tók kallinn með og við settumst í stóla, svo svo marga stóla. Mér finnst möst að taka kallinn með í svona – því að það er ekkert leiðinlegra að drösla heim stólum og heyra svo frá honum: “þessi er ekki þægilegur fyrir mig”. Hann er líka 193cm, en alls ekki ég 😀 og það er því mikilvægt að stólarnir henti okkur báðum.

Þannig að, það er betra að báðir aðilar fái að testa að sitja í stólunum. Að lokum fóru heim með okkur 5 stólar (tveir eins en sitt hvor liturinn) og svo þarf að ákveða: hver er bestur?

…hér standa þeir svo allir – tilbúnir til reynslu:

…ef við skoðum fyrstan Winnie, þá er hann kannski einfaldastur. Mjög þægilegur en ég er nokkuð viss um að hann verði ekki fyrir valinu. Finnst stólarnir þurfa að vera aðeins meira fansí 🙂

…næstur Ottowa sem er svo ótrúlega fallegur, mildur grænn tónn. Alls ekki æpandi grænn, meira svona róandi tónn. Svo er hann úr velúr, einstaklega mjúkur og þægilegur. Auk þess sem hann er ótrúlega fallegur bæði að framan og aftan…

…Embrace er svo þægilegur að sitja í. Ég fann því miður bara hlekk á svartan á heimasíðunni, en þessi er úr svona svargráu, yrjóttu efni og aftur – einsstaklega fallegur…

…svo eru það Ottowa “tvíburarnir”. En ég tók sama stólinn í tveimur litum því ég á erfitt með að gera upp á milli. Þetta efni er eitthvað svo kózý og stólarnir eru svo elegant…

…það sem ég er dálítið að velta fyrir mér er að ef ég fæ mér annan ljósa sófa – eins og sést í baksýn – hvort að það yrði of mikið af ljósu…

…ég held að það séu Ontario-stólarnir (gráir/ljósir) sem verða fyrir valinu eða Ottowa (græni). Ef það verður Ontario, þá er ég eitthvað að hugsa um hvort að ég ætti að blanda þessu eða taka bara annan hvorn litinn. Þannig að – ég þarf að hugsa alveg helling um helgina! En segðu mér nú, hver er þinn uppáhalds og hver yrði fyrir valinu?

Athugið að það eru enn Stóla- og sófadagar í gangi í Húsgagnahöllinni og því hægt að fá 20-40% afslátt.
Smella hér til að skoða í vefverslun Húsgagnahallarinnar!
Smella hér til að skoða innlitspóst!

…ég vil líka endilega benda ykkur að kíkja inn á Instagram, þar er þetta í story og ég sýni stólana betur – og ég skal setja þetta í highlights líka!

Smella til að skoða Instagram Skreytum Hús!

Njótið helgarinnar

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Stólaleikur…

  1. Ágústa
    22.04.2023 at 08:46

    Hæ gaman að sjá stólapælinguna er í henni sjálf, er sterklega að hugsa um Winnie fyrir mig. Hann er léttur og gott að sitja í honum, flottir litir til og frábært verð á honum, ég er líka með Skovby svart hringborð sem hann passar vel við. Sorry langlokuna bara gaman að tengja við sömu pælingu.

  2. Kristbjörg Sunna
    22.04.2023 at 09:28

    Eg tæki Embrace. Mér finnst ekki gott að sitja á stólum þar sem brúnin á hliðunum er hærri en setan. Svo finnst mér líka fallegt að bakið á stólnum nái svolitið upp fyrir borðbrúnia.

    Gangi ykkur vel 😊

  3. Gulla
    22.04.2023 at 17:03

    Finnst græni langfallegastur þarna <3 Samt er ég týpíska litlausa/gráa/beige/neutral týpan, það er bara eitthvað við þennan lit! 🙂

  4. Sigríður Þórhallsdóttir
    23.04.2023 at 16:58

    Mér finnst Ontario í gráu fyrir minn smekk 🙂 Gangi ykkur samt vel að velja stólana 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *