McGee innblástur…

…rétt eins og mér þykir svo fallegt það sem hún Joanna Gaines er að gera. Þá finnst mér líka verkin og stíllinn hennar Shea McGee alveg einstaklega fallegur. Hún og maðurinn hennar eru með þættina Dream Home Makeover inni á Netflix, en það er skemmtilegt að segja frá því að ég er einmitt búin að vera að fylgjast með henni síðan 2017 þegar ég gerði þennan hér póst – smella – og sagði ykkur einmitt frá þeim hjónum.

“Vá hvað þeirra smekkur og stíll höfðar sterkt til mín.  Mér finnst nánast allt bara guðdómlegt sem þau gera.  Eru mjög svona amerísk en samt ekki of, stílhrein og fáguð en svo hlýlegt og kózý allt saman.”

Það sem mér líkar einstaklega vel hjá þeim er einmitt hversu stílhreint þetta er allt saman, en samt sem áður alltaf hlýlegt og notalegt…

…rétt eins og hérna, viðurinn og það að koma með náttúruna inn, með greinunum, er að gera svo mikið…

…einstaklega kózý hjónarúm, og jújú alveg hreint slatti af púðum 🙂

…gluggasæti – er eitthvað dásamlegra?

…nema þá kannski franskir bogadregnir gluggar…

…þessir viðarbitar í loftinu, þeir eru sturlaðir…

…og aftur sést hérna svo vel þessi hlutlausa litapalletta, sem nær samt að vera svona hlýleg…

…ó þetta bað!

…og allir þessir arnar í henni Ameríku, það er nú svo næs…

…ég ætla að setja inn nokkra svona McGee-innblásturspósta. Sjálfri finnst mér gaman að skoða svona og vonandi eru þeir að gleðja ykkur líka!
Eruð þið ekki sammála um að þetta sé hrein dásemd? ♥

All photos and copyright via Studio McGee.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *